Ungt fólk og efnalítið hagnast mest

Stóra leiðréttingin á húsnæðislánum kemur best út fyrir fólk undir fertugu og þá sem eru undir meðaltekjum.

Þrotabú föllnu bankanna eru skattlögð til að fjármagna leiðréttinguna. Um 69 þúsund heimili eiga rétt á niðurfærslum lána vegna húsnæðiskaupa. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er 1,1 milljónir króna. Tæpur helmingur fær niðurgreiðslu á bilinu 0,5 til 1,5 milljónir króna.

Öll verðbólga um­fram 4% á ár­un­um 2008-2009 er leiðrétt til fulls. Eig­in­fjárstaða 56.000 heim­ila styrk­ist með bein­um hætti og um 2500 heim­ili fær­ast úr því að eiga ekk­ert eigið fé í fast­eign sinni yfir í já­kvæða eig­in­fjár­stöðu.

Samanburður á aðgerðum ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks annars vegar og hins vegar stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sýnir svart á hvítu að 110%-leið vinstriflokkanna hjálpaði fáum auðugum heimilum en skildi þau tekjulægri úti í kuldanum.

Vinstriflokkarnir munu vitanlega mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar fram í rauðan dauðann enda standa þeir berstrípaðir sem hjálparhellur auðmanna á meðan hægristjórnin bætir stöðu þeirra ungu og efnaminni.

 


mbl.is Vegur þyngst fyrir fólk undir meðaltekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Það vantar bara tónlistina undir þegar maður les þetta hjá þér Páll. Annars hefði blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar eins hafa skrifað þennan texta.

Baldinn, 10.11.2014 kl. 15:52

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það þurfti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn til að standa við loforð Jóhönnu Sigurðardóttur um skjaldborg um heimilin.  Merkilegt.  Svo stendur Árni Páll í ræðustól á Alþingi og hrópar um óréttlæti.  Af hverju stóð hann og restin af Samfylkingunni ekki við loforð Jóhönnu á sínum tíma.  Eru ekki núverandi stjórnarflokkar að opinbera vilja- og máttleysi Norrænu velferðarstjórnarinnar og þeirra flokka sem að henni stóð?????

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.11.2014 kl. 15:54

3 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Það er umhugsunarvert og til skammar að ríkistjórn Jóhönnu og Steingríms hafi sett 40 milljarða í aðgerð fyrir aðeins 2500 aðila. Þótt núverandi aðgerð kunni að vera umdeild er hún mun skárri leið.

Gunnar Sigfússon, 10.11.2014 kl. 17:20

4 Smámynd: Elle_

Sammála Gunnari og Tómasi.  Það væri ekki verra ef ósk Baldins um tónlist væri meðfylgjandi og ætti alveg við. 

Elle_, 11.11.2014 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband