Rasismi sem skemmtiefni fjölmiðla

Fjölmiðlar þrífast á útbreiðslu, sem þeir selja auglýsingar út á. Til að fá útbreiðslu þurfa þeir að vera skemmtilegir. Til dæmis svona

Hann segir fjölmiðla stilla upp öfgasinnuðum fulltrúum hægriflokka kristinna og múslima í sjónvarpi eins og skemmtiefni þar sem fylgst er með hverjir verða reiðastir eða segja mest sjokkerandi hlutina.

Hversu margar fyrirsagnir DV má heimfæra upp á þessa útlistun?

 


Dómstólar og dyraverðir umræðunnar

Netið breytti umræðunni, bæði að umfangi og eðli. Fyrir daga netsins voru dyraverðir á umræðunni, þ.e. þeir sem tóku á móti aðsendum greinum í dagblöðum. Enda var það svo að ef aðsend grein í dagblað var ærumeiðandi þá bar blaðið sinn hluta ábyrgðarinnar.

Þegar umræðan fluttist yfir á netmiðla varð hún lýðræðislegri með því að engir dyraverðir ákváðu hvað ætti heima á opinberum vettvangi og hvað ekki. Um leið varð umræðan hömlulausari og gífuryrtari.

Dómstólar hér á landi standa sig almennt vel að taka mið af breyttri umræðu. Með því að víkka út skilgreiningu á gildisdómum er umræðunni gefið töluvert gott svigrúm.

Dómstólar gætu aldrei tekið að sér hlutverk dyravarðanna í fjölmiðlum, eins og sumar stefnur vegna meintra meiðyrða vilja vera láta. Það er ekki hlutverk dómstóla að gæta að smekk og stílbrigðum í umræðunni.

Dómstólar mættu á hinn bóginn grípa með ákveðnari hætti á þeim tilburðum stórra og fjársterkra aðila að beita málshöfðunum til að þagga niður í óþægilegri umræðu.


mbl.is Dómstólum vorkunn að greina á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar: hátekjufólk með vondan málstað

Læknar neita að gefa upp hverjar launakröfur þeirra eru. Læknar blekkja almenning með því að framvísa launaseðli fyrir dagvinnu upp á minna en hálfa milljón en fela 1,5 m.kr. yfirvinnugreiðslu.

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar má lesa um lækna með laun upp á tvær milljónir króna og þar yfir.

Læknar eru hátekjufólk sem á að bjóða það sama öðrum vinnandi stéttum. Tilraunir lækna til að taka samfélagið í gíslingu á að svara af hörku.


mbl.is Upplýsir ekki um heildarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum öll stjórnmálamenn

Í lýðræðisríki eru allir á kosningaaldri stjórnmálamenn. Aðeins fáir gefa sig stjórnmál, flestir láta sér nægja að greiða atkvæði í kosningum og einhverjir fáir láta sig stjórnmál engu skipta.

Í vöggu lýðræðisins, Aþenu til forna, var ákveðið með hlutkesti hverjir skyldu þjóna samfélaginu sem stjórnmálamenn um stund. Eftir frönsku byltinguna varð fulltrúalýðræðið ráðandi fyrirkomulag, en það gerir ráð fyrir að fólk bjóði sig fram til trúnaðarstarfa og almenningur kjósi á milli.

Þegar Þorvaldur Gylfason staðhæfir að stjórnmálamenn eigi ekki að skipta sér af stjórnarskrármálum þá er hann í raun að útiloka almenning frá aðild.

Það hentar Þorvaldi betur að forréttindafólk sjái um stjórnarskrármál. Það er ekki lýðræðislegt.

 

 


mbl.is Stjórnmálamönnum haldið frá málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapítalismi virkar ekki án gjaldþrota

Kapítalisminn virkar þannig að fólk sér tækifæri til að hagnast og tekur áhættu. Stundum heppnast fjárfestingin, þá verður gróði, en stundum fer illa og fyrirtækið endar í tapi.

Mest áberandi fjárfestingar síðustu missera eru í íbúðarhúsnæði enda hækkunin jöfn og stöðug undanfarin ár og ekki byggt nógu mikið til að anna eftirspurn. Margir sjá sér leik á borði og kaupa fasteignir, byggðar og óbyggðar, til að hagnast á þeim viðskiptum.

Eftir sex mánuði eða sex ár, enginn veit hvenær, nær fasteignaverð hámarki og það fellur. Þá munu einhverjir tapa, bæði fjárfestar og láveitendur. Ekki má undir neinum kringumstæðum hjálpa þeim sem tapa, t.d. með opinberri aðstoð. Því ef það er gert þá virkar kapítalisminn ekki heldur verður hann að ríkissósíalisma.

Kapítalisminn virkar ekki nema með gjaldþrotum. Enginn lærir af fjárfestingu sem heppnast; menn telja sér trú um að það sé vegna þess að þeir séu svo snjallir, flottir og frábærir (og fá heilu háskóladeildirnar til að gefa sér klapp á bakið, sbr. viðskipta-og hagfræðideild HÍ á tíma útrásar). Sjálfshól er ekki lærdómur heldur blekking.

Gjaldþrotin kenna lexíu sem festist í minni. Gjaldþrotin kenna virðingu og varkárni. Án gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja sitjum við uppi með gjaldþrota ríki - eins og nærri gerðist við hrunið.

Gleymum ekki þeirri lexíu.

 

 

 

 


mbl.is Hjón kaupa 30 íbúðir í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðaöfund Steingríms J. og Egils Helga

Erlendar þjóðir dauðöfunda okkur, sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, enda íslenskri hagvísar með þeim bestu sem þekkjast á vesturlöndum. Lág verðbólga, nóg atvinna, hagvöxtur og stöðugasti gjaldmiðill í heimi er meðal þess sem Ísland státar af.

Egill Helgason dró upp á dekk vonsvikinn ESB-sinna til að draga um þá mynd að Íslendingar væru hnípin þjóð í vanda. Steingrímur J. Sigfússon skammaði fyrrum flokksfélaga sinn úr Alþýðubandalaginu, Má Guðmundsson, fyrir að tala skýrt um stöðu hagkerfisins.

ESB-sinnar og vinstrimenn eru með böggum hildar vegna þess að Ísland réttir úr kútnum. Þessir hópar þrífast á vanlíðan.


Ólafur Ragnar er kjölfesta lýðveldisins

Ólafur Ragnar Grímsson var kjölfestan í stjórnskipuninni þegar lýðveldið varð fyrir bankahruni og missti í bili sjálfstraustið svo langt niður í svaðið að Samfylking og Vinstri grænir komust til valda.

Í atlögu vinstriflokkanna að lýðveldinu þar Icesave-skuldirnar áttu að verða myllusteinn um háls óborinna Íslendinga, fullveldinu átti að farga í Brussel og stjórnarskráin orðin leiksoppur kjána þá stóð Ólafur Ragnar Grímsson eins og klettur í hafinu.

Þegar valkosturinn við Ólaf Ragnar er trúður vinstrimanna og sjóræningja þá er vitanlega einboðið að tryggja okkur þjónustu Ólafs Ragnars eitt kjörtímabil enn.


mbl.is Ólafur Ragnar neitar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mest hætta á fréttafölsun á Íslandi

Fréttafölsun er það þegar fjölmiðlar afbaka heimildir til að fá út allt aðra frétt en stendur í þeim. Kjarninn falsaði frétt um samanburð á fátækt í Evrópu til að Ísland kæmi sem verst út.

RÚV falsaði ummæli forseta Evrópusambandsins. DV falsar skipulaga veruleikann með því að efna til herferðar gegn skotmörkum sínum. Allt sem birtist um auðmenn og umsvif þeirra í 365-miðlum er sett fram með hagsmuni eigandans í fyrirrúmi.

Fréttafölsun er svo ríkur þáttur í íslenskum fjölmiðlum að enginn þeirra, utan Viðskiptablaðið, þorir að halda úti fjölmiðlarýni. Íslenskir fjölmiðlar eru þeir lélegustu á vesturlöndum.


mbl.is Minnst hætta á fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarfréttamennska Kjarnans

Aðeins 13 prósent Íslendinga eru í áhættuhópi vegna fátæktar og félgslegrar útskúfunar. Meðaltalið í Evrópusambandslöndunum er nær tvöfalt hærra eða 24%, eins og segir á bloggi Heimssýnar.

Kjarninn, á hinn bóginn, sver sig í ætt við eignarhaldið og skrifar um hve almenningur hefur það skítt á Íslandi.

Þeir sem lesa upphaflegu heimildina með óbrjáluðum huga sjá í hendi sér að fréttin er ekki hve margir fátækir eru á Íslandi heldur að Evrópa er í fátæktargildru.

 


Læknar heyja stríð með almannatenglum

Almannatengslafyrirtæki planta fréttum til stuðnings kjarabaráttu lækna. Fréttirnar eru allt frá einstökum mannlífsfréttum um veikt sex ára barn sem ekki fær læknisþjónustu upp í samantektir á hve margar aðgerðir eru felldar niður á hverjum tíma.

Fjölmiðlar, með RÚV í farabroddi, endurvarpa áróðursfréttunum og draga upp þá mynd að heilbrigðiskerfið hér á landi sé kaldakoli vegna þess að læknar fá ekki milljón og meira á mánuði.

Hálaunastétt sem virkjar almannatengla til að hanna fréttir í þágu kjarabóta til milljón króna liðsins er ekki beinlínis að gera samfélaginu greiða. 


mbl.is 108 læknar í verkfalli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband