Auðmenn kaupa sér danskt réttlæti

Auðmenn telja sig iðulega hafna yfir lög og rétt. Fái þeir á sig dóm þá séu það mistök réttarkerfisins. Álit danska lögfræðingsins um dóminn í Al Thani-málinu er keypt af auðmönnum til að sýna fram á sakleysi dæmdra manna.

Niðurstaða lögfræðingsins, um að þeir Kaupþingsmenn stunduðu ekki viðskipti til að auðgast, kemur okkur Íslendingum, sem fylgdumst með þeim í návígi, ekki á óvart. Við vitum öll að þeir Sigurður, Ólafur og Hreiðar Már eru karlkyns útgáfa af móðir Theresu sem eingöngu láta stjórnast af mannúð en ekki viðskiptahagsmunum. Eða þannig.

Einu sinni voru Danir yfirstéttin á Íslandi. Íslendingar kynntust því að mál og vog upp á dönsku lagðist með yfirstéttinni. Auðmennirnir trúa því að Hæstiréttur Íslands útdeili réttlæti upp á sömu býti.

 

 


mbl.is Telur ásetning ekki fyrir hendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Fyrir það fyrsta skiptir litlu máli hvernig dómar hefðu fallið í öðrum löndum, hér ´hljóta dómstólar að miða við íslenshk lög. Eða á kannski að fara að taka upp handastýfingar vegna þjófnaða, eins og dómskerfi sumra landa hveður á um?

 Hitt er fróðlegra í mati þessara dönsku sérfræðinga. Þeir telja að ekki sé hægt að dæma sök nema ásetningur sé til staðar. Þetta er alveg ný skilgreining á lögbrotum og opnar skemmtilegar pælingar. Gæti ég þá sloppið við hraðasekt af þeirri ástæðu að ég hafi "óvart" farið yfir löglegann hraða, að ekki hefi verið ætlun mín að gera slíkt?

Brot á lögum er brot á lögum, hvort sem þau brot eru gerð af ætlun eða vangá.

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2014 kl. 08:16

2 Smámynd: Aztec

"Ekki hefði verið sak­fellt í Al Thani-mál­inu sam­kvæmt dönsk­um lög­um, þar sem hvorki hefði verið sannað að ásetn­ing­ur til umboðssvika hefði verið fyr­ir hendi né að markaðsmis­notk­un hefði átt sér stað.", segir hinn ótrúverðugi álitsgjafi Erik Werlauf (sjá http://helgi-ingolfsson.blog.is/blog/helgi-ingolfsson/entry/1502415/).

En þetta er bara bull, því að fjölmargir hafa verið dæmdir fyrir umboðssvik í Danmörku og sendir beint í steininn. Hér á landi er sífellt verið að sýkna bankaræningjana bara út af því að þeir fara að væla og verjendurnir eru kammó við dómarana. Virkilega ófagmannlegir dómstólar hér á landi.

Aztec, 10.11.2014 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband