Föstudagur, 12. desember 2014
Norska krónan hrynur, íslenska krónan stöðug
Norska krónan tekur dýfu gagnvart dollar á meðan sú íslenska er stöðug, eins og Gunnar Rögnvaldsson tekur saman í bloggi.
Í heiminum geisar gjaldmiðlastríð þar sem dollar styrkist en aðrir gjaldmiðlar veikjast, mismikið og mishratt. Fall norsku krónunnar stafar þó fyrst og fremst af hríðlækkandi olíuverði.
Íslenska krónan er traustasti vinur íslensks almennings í þessum ólgusjó alþjóðahagkerfisins.
![]() |
Spá verðbólgu niður í 0,5-0,8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. desember 2014
Kröfur lækna vondar fyrir samfélagið
Læknar eru með á aðra og þriðju milljón i laun á mánuði og krefjast 50 prósent hærri launa. Kröfur lækna eru ávísun á verra samfélag enda stuðla þær að launaójafnrétti sem OECD segir í nýrri skýrslu að skaði samfélög.
Læknar beita fyrir sér þeim rökum að ef kaupið hækkar ekki hér þá fari þeir til útlanda þar sem þeir fá hærra kaup. Nú háttar þannig til að læknar í Noregi hafa á skömmum tíma fengið á sig kjaraskerðingu upp á 20% vegna falls norsku krónunnar.
Rök lækna um að þeir fari þangað sem best er borgað hverju sinni eru hlægileg enda yrðu þeir eins og hoppandi kanínur á milli gjaldeyrissvæða eftir því hvernig alþjóðahagkerfið hagar sér.
![]() |
Tæp 40% lækna erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 11. desember 2014
Helgi kapítalisti og Lífeyrissjóða-Helgi
Helgi Magnússon er kapítalisti og ávaxtar sitt pund sem slíkur. Sami Helgi er varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem er í eigu almennra launamanna.
Kapítalistinn Helgi og þjónninn Helgi í þágu almannahagsmuna eru ekki í mótsögn, segir téður Helgi.
Vitanlega ekki, hugsar fólk, enda engin dæmi í sögunni um andstæða hagsmuni almennings og kapítalista. Og við trúum líka öll á jólasveina.
![]() |
Hagsmunirnir fara saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 11. desember 2014
Bankarnir eru þjófar
Viðskiptahættir bankanna eru þjófnaður um hábjartan dag. Bankakerfið þarf að hugsa upp á nýtt. Það gengur ekki lengur að bankarnir komist upp með að búa til peninga, í formi útlána sem ekki er innistæða fyrir, og bíta svo höfuðið af skömminni með því að bjóða upp á óguðlegan vaxtamun.
Tímabært er að afnema möguleika banka að framleiða peninga og láta þá hafa fyrir því að sækjast eftir sparifé viðskiptavina.
Bankarnir eru sjálfstæð uppspretta spillingar og ósiðlegra viðskiptahátta.
![]() |
Heimilin verða af hundruðum milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 11. desember 2014
RÚV yfirgaf þjóðina; Egill og Hallgrímur vitna
Framsóknarflokkurinn er, þrátt fyrir að fylgið endurspegli það ekki alltaf, fulltrúi hinnar breiðu miðju stjórnmálanna. RÚV yfirgaf fólkið sem tilheyrir þessari breiðfylkingu með því að tileinka sér aðgerðafréttamennsku í þágu sérhagsmuna, s.s. ESB-sinna; leggja þingmenn breiðfylkingarinnar í einelti, t.d. Vigdísi Hauksdóttur; afnema dagskrárliði sem fólki voru kærir sbr. orð dagsins, morgunbæn og síðasta lag fyrir fréttir.
Egill Helgason, sem vílar ekki fyrir sér að nota sjónvarpsþætti til að herja á ríkissjóð í þágu RÚV, vitar um atvik þar sem hann atast í þingflokksformanni Framsóknarflokksins og fær það óþvegið. Annar RÚV-ari, núna í vist hjá DV, Hallgrímur Thorsteinsson, vælir undan skorti á stuðningi framsóknarmanna með þessum orðum
Og þannig er því farið um yfirstandandi leifturárás myrkustu afla Sjálfstæðisflokksins gegn RÚV þar sem helstu hirðfífl Framsóknar spila með en sómakærari flokksmenn standa hjá þegjandalegir og rjóðir.
Hvor með sínum hætti staðfesta Egill og Hallgrímur það sem öllum utan RÚV er löngu ljóst. RÚV yfirgaf breiðfylkingu þjóðarinnar og er í höndunum á fólki sem tilheyrir jaðarhópum samfélagsins. Á alþingi nýtur RÚV aðeins trausts vinstriflokkanna, sem eru með um þriðjungsfylgi.
Skera ætti niður RÚV um 2/3 og gefa stofnuninni svona tíu ár að betrumbæta sig í þágu þjóðarinnar.
![]() |
Sagði afstöðu Framsóknar breytta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 10. desember 2014
Kristni er ekki trúboð heldur menning
Lítill minnihlutahópur með gott aðgengi að vinstripólitíkusum stundar menningarlegt skemmdarverk á uppeldi og skólastarfi með því að gera samskipti kirkju og skóla tortryggilega.
Í þúsund ár er allt andlegt líf þjóðarinnar samofið kristni. Að útiloka samskipti kirkju og grunnskóla er afmenntun og stappar nærri afmennskun.
Án kristni er ekki hægt að skilja íslenska menningu. Það hefur nákvæmlega ekkert með trúboð að gera að börn fari í kirkju en allt með það að gera að börnin skilji arfleifð sína.
Ekki er hægt að líða að menningarlegt jaðarfólk stundi hryðjuverk á skólastarfi.
![]() |
Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. desember 2014
Náttúrupassinn er vegna EES
Íslendingar mega ekki setja lög um náttúrupassa sem aðeins eiga við útlendinga. Þetta er vegna EES-samningsins, sem ísland er aðili að.
Þeir sem harma fullveldisframsal okkar og finnst fáránlegt að Íslendingar skuli þurfa að kaupa þennan passa ættu að beina reiði sinni að EES-samningunum.
Eftir því sem vankantar EES-samningsins verður betur ljósir verður brýnna að segja samningunum upp.
![]() |
Hræðist ekki umræðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 10. desember 2014
Martröð ESB-sinna: höftin burt
ESB-sinnar klifa á því sí og æ að íslenska krónan hljóti alltaf að vera í höftum. Eina leiðin til að losna úr höftum sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.
Þegar hillir undir að höftin verði kvödd (sem raunar stóðu ekki undir nafni þar sem almenningur fann aldrei fyrir þeim, aðeins stórneytendur gjaldeyris) fyllast ESB-sinnar örvæntingu. Með höftunum fellur síðasta röksemdin fyrir aðild Íslands að ESB og stóðu þó rökin á brauðfótum.
ESB-sinnar munu á næstu dögum og vikum finna afnámi haftanna allt til foráttu. Við vitum hvers vegna.
![]() |
Aldrei jafnnálægt því að afnema höft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 9. desember 2014
Vinstrimenn skilja ekki landráð
Vinstrimenn ýmsir nota hugtakið landráð um þá iðju Styrmis Gunnarssonar að taka saman upplýsingar um sósíalista/kommúnista fyrr á árum. DV lepur upp vitleysuna, eins og við var að búast, og skrifar
Erfitt er að líta á þessa upplýsingaöflun með öðrum hætti en sem landráð,..
Upplýsingaöflun/njósnir um einstaklinga geta ekki verið landráð. Til að eitthvað geti fallið undir landráð þarf öryggi og fullveldi ríkisins að vera í húfi, eins og má lesa í orðabókum og einnig á Vísindavefnum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 9. desember 2014
SA og ASÍ sameinast gegn ríkissjóði
Samtök atvinnulífsins, sem er eigenda- og forstjóraklúbbur, og Alþýðusambandið sameinast í kröfugerð sinni á hendur ríkissjóði.
Það er ríkissjóður en ekki atvinnulífið sem á að sjá um kauphækkanir og betri lífskjör, segja SA og ASÍ einum rómi.
Er þá ekki rétt að ganga alla leið og láta ríkisvaldið sjá alfarið um atvinnureksturinn fyrst einkaframtakið og frjáls félagasamtök hafa gefist upp?
![]() |
Niðurskurðurinn veldur ólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)