Norska krónan hrynur, íslenska krónan stöðug

Norska krónan tekur dýfu gagnvart dollar á meðan sú íslenska er stöðug, eins og Gunnar Rögnvaldsson tekur saman í bloggi.

Í heiminum geisar gjaldmiðlastríð þar sem dollar styrkist en aðrir gjaldmiðlar veikjast, mismikið og mishratt. Fall norsku krónunnar stafar þó fyrst og fremst af hríðlækkandi olíuverði.

Íslenska krónan er traustasti vinur íslensks almennings í þessum ólgusjó alþjóðahagkerfisins. 


mbl.is Spá verðbólgu niður í 0,5-0,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Viðskiptabankarnir borga almenningi kring um 1% vexti á innlánsreikningum (sparirreikningum)

Svo leggja viðskiptabankarnir þetta inn hjá Seðlabankanum sem greiðir bönkunum 5,25% vexti í samræmi við ákvörðun "peningastefnunefndar".

Spurning: Hvernig getur Seðlabanki Íslands ávaxtað fjármagn  - hærra en með 5,25% vöxtum??  Ef það er ekki hægt - hver borgar þá "tapið" af þessari dellu? 

Af hverju lækka ekki stýrivextir hraðar?

og... er það verið að "halda krónunni handstýrt uppi" sem sterkasta gjaldmiðil í heimi -  á pari við USD?

Ég vil sjá stýrivexti lækka meira - strax.

Kristinn Pétursson, 12.12.2014 kl. 12:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eru ekki nema nokkur ár síðan áhrifamenn hér á landi vildu taka hér upp norska krónu en ekki evru. 

Ómar Ragnarsson, 12.12.2014 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband