Þriðjudagur, 9. desember 2014
SA og ASÍ sameinast gegn ríkissjóði
Samtök atvinnulífsins, sem er eigenda- og forstjóraklúbbur, og Alþýðusambandið sameinast í kröfugerð sinni á hendur ríkissjóði.
Það er ríkissjóður en ekki atvinnulífið sem á að sjá um kauphækkanir og betri lífskjör, segja SA og ASÍ einum rómi.
Er þá ekki rétt að ganga alla leið og láta ríkisvaldið sjá alfarið um atvinnureksturinn fyrst einkaframtakið og frjáls félagasamtök hafa gefist upp?
![]() |
Niðurskurðurinn veldur ólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. desember 2014
RÚV er valdaapparat
Þeir sem eru á móti RÚV eru á móti Esjunni, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í leiðara DV, sem skrifaður er af RÚV-ara, segir þetta
Og þannig er því farið um yfirstandandi leifturárás myrkustu afla Sjálfstæðisflokksins gegn RÚV þar sem helstu hirðfífl Framsóknar spila með en sómakærari flokksmenn standa hjá þegjandalegir og rjóðir.
Sameiginlegt verjendum RÚV er að þeir telja þá öfgasinna sem annað tveggja vilja að RÚV sníði sér stakk eftir vexti eða starfi eftir faglegri forskrift.
RÚV er eins og kommúnistaflokkar í Austur-Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins. Veröldin er gjörbreytt en þarna stendur valdaapparatið nakið og vanmáttugt og öskrar á samtíma sinn.
RÚV hætti fyrir löngu að þjóna almenningi. Kommúnistaflokkarnir í Austur-Evrópu áttu í fórum sínum hugsjón um almannahag sem var gleymdur og grafinn í áratugi. RÚV krefst þess að sjóðir almennings haldi lífi í valdaapparatinu og segir þá stunda blekkingar og vera öfgafólk sem ekki beygja sig fyrir heimsskoðun valdaapparatsins.
RÚV-apparatið er drýldinn og skömmóttur fjölmiðill sem má muna fífil sinn fegri.
![]() |
Krefst afsökunar frá RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. desember 2014
Karl gjaldþrota og Karl byggir
Fyrirtæki Karls Steingrímssonar, Kalla í Pelsinum, er gjaldþrota. Fyrirtæki sama Karls var í fréttum mbl.is fyrir tveim dögum að byggja stórhýsi.
Karlar í krapinu hann Kalli í Pelsinum.
![]() |
Stórt gjaldþrot félags Kalla í Pelsinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 8. desember 2014
ESB-sinnar þvo af sér útrásina
Samfylkingin var frá stofnun, um nýliðin aldamót, áhugasöm um tvennt. Í fyrsta lagi að koma sér upp auðmönnum til að fjármagna sig. Í öðru lagi að berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Samfylkingin og Baugur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar urðu bandamenn í útrásinni. Jón Ásgeir styrkti Samfylkinguna með beinum framlögum frá nokkrum kennitölum, s.s. Baugs, Dagsbrúnar, FL-Group og Glitni.
Samfylkingin beitti sér í þágu Jóns Ásgeirs, bæði í fjölmiðlamálinu 2004 og síðar í útrásinni. Mestu öfgar útrásarinnar, s.s. þegar íslenskir bankar ryksuguðu upp sparifé í Evrópu, voru framkvæmdir í skjóli EES-samningsins, sem Samfylkingin lítur á sem undanfara aðildar að ESB.
Eftir hrun reynir samfylkingarfólk kerfisbundið að þvo hendur sínar af útrásinni. Þröstur Ólafsson skrifar grein í Fréttablaðið, sem Jón Ásgeir stjórnar enn, þar sem andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu er kennt um útrásina.
Er hægt að leggjast lægra?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. desember 2014
Forstjórar, ASÍ og félagsleg launastefna
Í aðdraganda útrásar og á meðan henni stóð hækkuðu laun forstjóra meira en annarra. Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson tók saman tölur um þessa þróun:
meðaltal heildarlauna stjórnenda hafa hækkað um 46% að raunvirði frá 1998. Á sama tíma er talan 29% á heildina
Verkefni ASÍ er að minnka það bil sem er á launum forstjóra og annarra. ASÍ er með aðgang að ákvörðunum um forstjóralaun í gegnum lífeyrissjóðina.
Til að byrja með ætti ASÍ að krefjast þess að tekin verði upp mæling á launavísitölu forstjóra. Vísitalan yrði í senn viðmið og aðhald fyrir almenna launastefnu. ASÍ gæti sett sér markmið um að bilið milli forstjóralauna og almennra launa færi ekki fram úr tilteknu prósentuhlutfalli.
Jafnlaunavísitala fyrirtækja mældi muninn milli hæstu og lægstu launa. Jafnlaunavísitalan myndi upplýsa um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hvort þau hygluðu stjórnendum á kostnað almennra starfsmanna, og hversu vel eða illa fyrirtækin stæðu andspænis markmiðum ASÍ.
Í gegnum lífeyrissjóðina er ASÍ í færum að móta félagslega launastefnu. Hingað til reynir ASÍ að afsaka sig frá verkefninu. Spyrja má hvaða hagsmuni ASÍ er að verja með því að draga lappirnar í þessu máli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. desember 2014
Femínismi hækkar sjálfsmorðstíðni
Vélrænt jafnfrétti, sem engan greinarmun gerir á konum og körlum, eykur sjálfsmorðstíðni, eins og best sést á tölfræði frá Norðurlöndum. Á þessa leið varar forsætisráðherra Tyrkja, Ahmet Davutoglu, við jafnrétti, samkvæmt Díe Welt.
Í frétt þýsku útgáfunnar er vefengt að orð Tyrkjans standist skoðun. Vitnað er í sjálfsmorðstíðni í Noregi og Svíþjóð.
Á hinn bóginn er tilfellið, segir í þýsku fréttinni, að trúuð samfélög, t.d. í Suður-Evrópu og ríki múslíma, sýna lægri sjálfsmorðstölur en veraldleg samfélög á Norðurlöndum þar sem trúin er einkamál og samfélagslegt aukaatriði.
Durkheim fjallaði um sjálfsmorð fyrir öld og greindi þá þegar mun á sjálfsmorðum meðal mótmælenda annars vegar og hins vegar kaþólikka. Í löndum mótmælenda er litið svo á að sjálfsmorð sé einkamál, samanber dánartilkynningu í norsku blaði þar sem fjölskylda kveður eiginmann og föður með þeim orðum að hann hafi þjáðst í þögninni og taki með sér í gröfina svörin við spurningum ástvina. Í trúarlegu tómi er kveðjan rökrétt. Trúaðir taka annan pól í hæðina og þvertaka fyrir rétt einstaklingsins að fyrirfara sér.
Trúaðir kaþólikkar og múslímar fremja síður sjálfsmorð af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna trúarlegrar fordæmingar á athæfinu og í öðru lagi sökum þess að trúin eykur samheldni fjölskyldunnar og gefur öllum hlutverk, karli, konu og börnum.
Trúaðir múslímar og kaþólikkar líta á femínisma sem tilræði við samfélagið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 7. desember 2014
Kratisminn og kalda stríðið; Egill og sagan afturábak
Til að fá vinnu í Tollinumm á Keflavíkurflugvelli á áttunda áratug síðustu aldar varð maður að vera krati. Í Keflavík voru þetta almenn sannindi; Tollurinn var herfang Alþýðuflokksins í kalda stríðinu. Kratar stóðu þétt við hlið sjálfstæðismanna í téðu stríði.
Í hermanginu sjálfu skiptu flokkarnir með sér verkum eftir átthögum og pólitík. Aðalverktakar komu úr Reykjavík að græða á ameríska hernum, þar voru sjálfstæðismenn og kratar á ferðinni. Keflavíkurverktakar voru Suðurnesjamenn sem fengu aðgang að efnahagskerfi Bandaríkjanna á Miðnesheiði. Stjórnmálaflokkar hermangsins voru Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur.
Viðskiptatengsl við herinn voru hluti af velferðarkerfi kratismans. Félagsmálafulltrúinn í Keflavík, sem var krati, útvegaði skjólstæðingum sinum vinnu á Keflavíkurflugvelli.
Þeir sem stóðu utan við hermangið voru róttækir þjóðernissósíalistar, Alþýðubandalagið. Félagar í þeim flokki voru almennt ekki í vinnu á Keflavíkurflugvelli og alls ekki hjá hernum.
Því eru þessi atriði rifjuð upp að Egill Helgason fær ákúrur fyrir að gagnrýna tvo dóma um bók Styrmis Gunnarssonar. Í umræðu á bloggsvæði Egils ber á því viðhorfi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einn og sér verið flokkur bandarískra hagsmuna hér á landi og ,,vinstrimenn" verið í hlutverki fórnarlamba. Ekkert er fjarri sanni. Alþýðuflokkurinn var ekki síður en Sjálfstæðisflokkur nátengdur bandarískum hagsmunum.
Í kalda stríðinu voru hugtök eins ,,vinstrimenn" og ,,félagshyggjufólk" ekki notuð enda vísuðu þau orð ekki í neinn pólitískan veruleika. Það voru til kratar og kommar og allir voru með það á hreinu að hugtökin tilgreindu pólitískar andstæður.
Sagan er alltaf skrifuð afturábak. Á leið sinni aftur til fortíðar er hætt við að samtímafarangur þvælist með um of og getur það torveldað skilning.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. desember 2014
Týndi hagvöxturinn - hagfræðingar í felum
Ef hagfræði er alvöru fræðigrein skyldi ætla að hagfræðingar ryddust hver um annan þveran fram á opinberan vettvang að útskýra hvað varð um týnda hagvöxtinn.
Það er ekki nóg að tala um ,,hægari einkaneyslu", allir sem þekkja Íslendinga vita að það stenst ekki sem útskýring.
Hér er tilgáta um týnda hagvöxtinn: neyslumynstur Íslendinga er breytt, þeir kaupa mun meira á netinu en áður enda er það hagkvæmara. Neyslan er ekki minni eða hægari heldur önnur. Hagtölur ná ekki utan um þessar breytingar.
![]() |
Spá 0,25% stýrivaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. desember 2014
Nýr formáli DV-frétta: hér er sönn frétt kostuð af...
Blaðamenn DV viðurkenna í dómssátt við Þóreyju Vilhjálmsdóttur að þeir séu ósannindamenn. Hér eftir hljóta blaðamenn DV að merkja þær fréttir sérstaklega sem eru sannar, einkum þær sem skrifaðar eru af blaðamönnunum tveim sem lýsa sig ósannindamenn.
Blaðamennirnir tveir, sem um ræðir, þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sendu frá sér yfirlýsingu i tengslum við dómssáttina þar sem þeir upplýstu að þeir störfuðu ekki sem sjálfstæðir fagmenn heldur væru kostaðir. Sjálfstæðir blaðamenn eru menn orða sinna en faglegar ruslahrúgur selja sig kostunaraðilum.
Í ljósi þess að eignarhald DV er komið í hendur á Birni Hrafnssyni, eiganda Eyjunnar og Pressunnar, þá verður spurningin um kostun áleitin. Björn er þekktur milligöngumaður auðmanna og blaðamanna/álitsgjafa sem bera blak af auðmönnum og hagsmunum þeirra gegn borgun.
Formáli óloginna frétta DV hlýtur þá að vera þessi: hér er sönn frétt kostuð af xxx.
![]() |
Greiddu Þóreyju 330 þús. í sáttaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. desember 2014
Engar launahækkanir í samdrætti
Læknar, sem þurfa meira en 1,5 m.kr. á mánuði, ættu að svipast um eftir starfi í Noregi. ASÍ ætti að einbeita sér að launajöfnuði fremur en kauphækkunum í næstu kjarasamningum enda eru launþegar á móti verðbólguhækkun launa.
Það er sem sagt efnahagssamdráttur á Íslandi og við þær aðstæður er ekki um að ræða launahækkanir, hvorki til lækna né annarra verðugra.
Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir væl margra um kröpp kjör safnar þjóðin fitu, étur þunglyndislyf eins og enginn sé morgundagurinn en slær samt met i langlífi.
![]() |
Hægur vöxtur einkaneyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)