Bankarnir eru þjófar

Viðskiptahættir bankanna eru þjófnaður um hábjartan dag. Bankakerfið þarf að hugsa upp á nýtt. Það gengur ekki lengur að bankarnir komist upp með að búa til peninga, í formi útlána sem ekki er innistæða fyrir, og bíta svo höfuðið af skömminni með því að bjóða upp á óguðlegan vaxtamun.

Tímabært er að afnema möguleika banka að framleiða peninga og láta þá hafa fyrir því að sækjast eftir sparifé viðskiptavina.

Bankarnir eru sjálfstæð uppspretta spillingar og ósiðlegra viðskiptahátta.


mbl.is Heimilin verða af hundruðum milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta heilshugar.

Bankarnir virðast vinna eftir einni stefnu: Hafa eins mikið af peningum út úr viðskiptavinum sínum og mögulegt er.

Hrunið fjármálakerfisins var greinilega ekki nóg. Þarna þarf að hreinsa betur út.

ThoR-E, 11.12.2014 kl. 11:23

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Tímabært er að afnema möguleika banka að framleiða peninga og láta þá hafa fyrir því að sækjast eftir sparifé viðskiptavina".Hvað nákvæmlega eru að meina? Er ekki þörf á því að hafa einn banka í eigu almennings til að eðlileg samkeppni myndist milli bankanna um sparifé almennings? Ég sé ekki neina aðra leið.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.12.2014 kl. 14:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hversu oft höfum við spurt hér;"Erum við mýs eða menn"? 

Hver vill hengja bjölluna á kattardýrið,?
 

Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2014 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband