Fimmtudagur, 2. apríl 2015
Lýðræði í Grikklandi er ómarktækt í Brussel
Grikkir gáfu frá sér fullveldi með aðild að Evrópusambandinu og í enn meira mæli með inngöngu í evru-samstarfið.
Lýðræði í Grikklandi gildir ekki í höfuðstöðvum ESB í Brussel nema að því marki að Grikkir mega ákvaða hvaða fulltrúa þeir senda til að taka við tilskipunum frá Brussel.
Lýðræði aðildarríkja í ESB verður farsi sem enginn tekur mark á. Á hinn bóginn er tekið mark á hótunum. Grísk stjórnvöld hóta öðrum ESB-ríkjum að taka málstað Rússa í Úkraínu-deilunni.
![]() |
Algjörlega óraunhæf fyrirheit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 2. apríl 2015
Leifturstjórnmálin leika vinstriflokka grátt
Leifturstjórnmál er að grípa fylgisgæsina þegar hún gefst; sækja um ESB-aðild án undirbúnings, breyta stjórnarskránni, stofna nýjan flokk (Björt framtíð), fá Pírata til að leiða kosningabandalag eða Jón Gnarr í framboð.
Leifturstjórnmál eru pólitísk unglingaveiki þar sem sannfæringunni er skipt út með táfýlusokkum gærdagsins.
Leifturstjórnmál eru ær og kýr Samfylkingar enda er flokkurinn ekki stofnaður á grunni hugsjóna heldur valdeflingar vinstrimanna. Í hruninu, þegar þjóðin leitaði logandi ljósi að smeðjulegasta snákaolíusölumanninum, náði Samfylkingin háflugi og fékk tæp 30 prósent fylgi í kosningunum 2009.
Fjórum árum eftir stórsigurinn skildi Samfylkingin eftir sig sviðna jörð: ónýta ESB-umsókn, ónýtt stjórnarskrárfrumvarp og örverpið Bjarta framtíð. Í kosningunum 2013 fékk Samfylking 12,9% fylgi og hjakkar í því fari síðan.
Vinstri grænir krupu fyrir leifturstjórnmálum Samfylkingar með því að taka þátt í misheppnaða ESB-leiðangrinum. Flokkurinn klofnaði í beinu framhaldi og danglar í tíu prósent fylgi.
Vinstriflokkarnir eru í tætlum eftir leifturstjórnmál síðustu ára. Þeir vita ekki hvar sannfæring þeirra liggur og leita á náðir Pírata sem eru nördaflokkur.
Vinstripólitík á Íslandi er samheiti fyrir tækifærismennsku. Eftir því sem lengra líður frá hruni verður hallærislegra að reka heilu stjórnmálaflokkana sem gera ekki annað en að elta fylgisgæsina sem flögrar ýmist í austur eða vestur en þó mest norður og niður.
![]() |
Píratar á góðri siglingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 1. apríl 2015
5 þingmenn Samfylkingar hafna ESB-aðild
Össur Skarphéðinsson fyrrv. utanríkisráðherra fer fyrir fimm þingmönnum Samfylkingar sem vilja gera fríverslunarsamninga við ríki í Suðaustur-Asíu. Fríverslunarsamningar eru ósamrýmanlegir aðild að Evrópusambandinu enda gerir ESB slíka samninga fyrir hönd aðildarþjóða.
Össur og félagarnir hans fjórir út Samfylkingunni gefa út þá yfirlýsingu, með því að leggja fram þingsályktun um fríverslun við ASEAN-ríkin, að Ísland sé ekki á leiðinni í Evrópusambandið.
Síðast þegar að var gáð var Samfylkingin með það á stefnuskrá sinni að Ísland ætti að verða aðili að ESB.
Þessi mótsagnakenndi málflutningur Samfylkingar annars vegar og hins vegar þingmanna flokksins er óboðlegur.
Samfylkingin, líkt og aðrir stjórnmálaflokkar á alþingi, er á framfæri almennings. Þá eru þingmenn flokksins á launum úr ríkissjóði. Það er óviðunandi að stjórnmálaöfl sem þiggja opinbera framfærslu hagi sér með þeim hætti sem Samfylkingin og þingmenn flokksins eru uppvísir að í þessu máli.
![]() |
Vilja fríverslunarsamning við ASEAN |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 1. apríl 2015
Móðgun fær minna vægi í Hæstarétti
Langflest mál er varða ærumeiðingar eru vegna fólks sem er í valda- og áhrifastöðum í samfélaginu. Fólk í slíkum stöðum er gjarnan í metingi um stöðu sína í samanburði við aðra.
Metingurinn fer einkum fram í fjölmiðlum. Þegar fólk af þessu tagi fékk umfjöllun í fjölmiðlum, sem því var ekki að skapi, gat það til skamms tíma tekið móðgunina fyrir dóm og fengið bætur.
Dómavenja á seinni árum takmarkar möguleika fólks til að rukka fyrir móðganir.
![]() |
Reynir og DV sýknað af ærumeiðingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. apríl 2015
Þjóðpeningakerfi Frosta í Telegraph
Breska dagblaðið Telegraph segir frá skýrslu Frosta Sigurjónssonar um þjóðpeningahagkerfið og hvernig það kæmi í veg fyrir kreppu og sóun sem jafnan fylgir brotaforðakerfinu.
Brotaforðakerfið, sem við búum við í dag, leyfir einkabönkum að búa til peninga í formi útlána. Reynslan sýnir að bankar þjóna illa samfélagslegum hagsmunum með því að þeir ýkja hagsveiflur. Á tímum þenslu auka bankar útlán, þ.e. búa til peninga, og blása lofti í blöðruhagkerfið. Þegar blaðran springur kippa bankar að sér hendinni og dýpka þar með kreppuna sem kemur í kjölfar þess að eignir falla í verði og atvinna minnkar.
Brotaforðakerfið er hagstjórnarfyrirkomulag frá miðöldum og syndsamlega vont fyrir almannahag. Þjóðpeningakerfi Frosta, sem hann staðfærir úr erlendri umræðu, byggir á því rökrétta innsæi að peningar eru aðferð samfélagsins til að miðla verðmætum. Og þegar viðskiptabankar eru í þeirri stöðu að búa til verðmæti, með útlánum, þá fylgir því sóun - að ekki sé sagt siðleysi.
Þjóðpeningakerfið gerir ráð fyrir að samfélagið sjálft, í gegnum seðlabanka og þing, búi til þá peninga sem þarf til að miðla verðmætum samfélagins. Peningamagnið ræðst ekki af spákaupmennsku heldur yfirveguðu mati.
Þjóðpeningakerfið hefur hvergi verið reynt og þegar af þeim sökum er hvergi nærri sjálfsagt að það reynist vel í framkvæmd. Þjóðpeningahagkerfi gæti t.d. falið í sér stöðnun þar sem dýnamískt samband tilraunastarfsemi í atvinnulífinu við spákaupmennsku er rofið. Sóun myndi minnka og kreppur hjaðna en kannski á kostnað framþróunar, sem í kapítalísku samfélagi verður ekki stunduð nema með skapandi eyðileggingu.
Tíminn vinnur með Frosta og þjóðpeningakerfinu. Stórfellt tilraunastarf stærstu seðlabanka heims, t.d. þess bandaríska, evrópska, japanska og kínverska, að prenta peninga og lána þá á núllvöxtum mun grafa undan trúverðugleika brotaforðakerfisins.
Eftirspurn verður eftir peningakerfi sem ekki eykur efnahagslegt misrétti, veldur ekki kreppu og byggir ekki á miðaldahagspeki. Þjóðpeningahagkerfið er tvímælalaust umræðunnar virði.
![]() |
Eins og að nota fallbyssu á rjúpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 31. mars 2015
Anna Frank, dagbókin og tölfræðin
Anna Frank og dagbókin hennar, sem greinir frá hversdagslegum hlutum eins og rifrildi fullorðinna og hrifnæmi unglinga, eru líkast til þekktasti vitnisburður um helför gyðinga í Hitlers-Þýskalandi ef frá er talin miðstöð útrýmingarherferðarinnar, Auschwitz.
Örlög Önnu og hversdagslega dagbókin hennar setja helförina í persónulegt samhengi sem grípur skilningarvitin fastari tökum en tölfræði um að nasistar hafi drepið sex milljónir gyðinga.
![]() |
Lést Anne Frank mánuði fyrr? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 31. mars 2015
ESB-elítan vill Saga class lífstíl
Sex ára samfelldar umræður um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu og einar þingkosningar skila afgerandi niðurstöðu: þjóðin vill ekki inn í ESB.
Elítufólkið hjá hagsmunasamtökum eins og SA og ASí, sem drýgir góð laun með reglulegum Brunsselferðum, en þar fást dagpeningar og ferðapunktar, vill ekki skilja niðurstöðu lýðræðislegs ferlis og heimtar aðild að ESB hvað sem öllu öðru líður.
Elítufólkið var í klappliði útrásarinnar og komst þar upp á lagið að maka krókinn. Eftir hrun var stefnan tekin á ljúfa lífið í ESB.
Nær ekkert af elítufólkinu tekur þátt í umræðunni um Evrópusambandið og hvert það stefnir. Elítufólkinu finnst það heldur ekki skipta máli; aðalatriðið er að það sjálft ferðist á fyrsta farrými.
![]() |
Heppilegra að losa höftin með evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 31. mars 2015
Fjölskyldur og hælisumsóknir
Stóraukin fjöldi flóttamanna til Evrópu, með tilheyrandi samfélagslegum vandamálum, leiðir til þess að ríkisstjórnir taka upp stífari reglur um heimsóknir. Í Bretlandi eru dæmi um að fjölskyldum sé splundrað vegna hertra reglna.
Við eigum að læra af reynslu annarra þjóða og leyfa málum ekki að þróast hér á þann veg að fjölskyldum sé splundrað til að framfylgja reglum um hælisvist.
Þá er einfaldara og mannúðlegra að stöðva komu flóttamanna. Líkt og á flestum sviðum samfélagsins er íhaldssöm forvörn heppilegri en misráðin tilraunastarfsemi.
![]() |
Fjölskyldan má ekki koma í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. mars 2015
Einkalíf á opinberum vettvangi, með og án nektar
Einkalíf fólks er æ meira opinbert. Fólk byrjar saman á opinberum vettvangi og stundar fjölskyldulífið með síbylju sjálfsmynda á samfélagsmiðlum fyrir framan alþjóð.
Eftir því sem einkalífið færist í auknum mæli á opinberan vettvang verður erfiðara að draga mörkin milli réttar einstaklingsins til að vera með sig og sitt í friði annars vegar og hins vegar hvað er almenningur
Nekt er einkamál, eða var það til skamms tíma. Tilraun til að gera brjóst kvenna að sjálfsögðum hlut leiddi í ljós að samhengið skipir öllu.
Undir formerkjum hefndarkláms virðist réttarkerfið með tiltölulega skýra skilgreiningu á því hvar mörkin liggja milli löglegra og ólöglegra myndbirtinga af nekt. Skilin verða ógleggri þegar huglægar frásagnir fólks af misheppnuðu parsambandi rata á opinberan vettvang.
Einkalíf er verðmæti sem sífellt erfiðara er að verja fyrir opinberum ágangi.
![]() |
Takk fyrir ad halda framhja mer sæta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. mars 2015
Össur gefst upp á Árna Páli, kýs Jón Gnarr
Fyrsti formaður Samfylkingar, Össur Skarphéðinsson, telur ekki að sitjandi formaður, Árni Páll Árnason, eigi möguleika að fylkja flokknum í stjórnarráðið og alls ekki í forsætisráðuneytið.
Össur telur Jón Gnarr eigi burði til að ná forsætisráðuneytinu úr höndum Framsóknarflokksins og leiða vinstristjórn til valda, samkvæmt frétt DV byggðri á fasbókarfærslu Össurar.
Össur er þekktur spriklari á vinstri vængnum og kom m.a. á koppinn Bjartri framtíð. Eftir því sem fyrsti formaður Samfylkingar spriklar meira verður vinstri vængur stjórnmálanna brotakenndari.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)