Mánudagur, 6. apríl 2015
Verkföll betri en verbólgusamningar
Verkföll eru langtum betri niðurstaða en ósjálfbærir samningar sem leiða til verðbólgu. Raunhæfar hækkanir á opinberum markaði eru 8-10 prósent og nokkru minna á almennum markaði enda þar launaskrið meira.
Hagvöxtur er við efri mörk og verkföll í fjórar til tólf vikur yrðu til bóta fyrir hagkerfið.
Verkalýðshreyfingin verður að vera raunhæfari í sinni kröfugerð en hingað til
![]() |
Deila um formsatriði frekar en að reyna finna lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 6. apríl 2015
Samfylking auglýsir eftir uppreisn gegn góðæri
Varaþingmaður Samfylkingar til skamms tíma, Margrét Kristmannsdóttir, hvetur ungt fólk til uppreisnar með pistli á ESB-útgáfunni Hringbraut. Vefritið Kjarninn tekur undir uppreisnarheróp Margrétar, enda Kjarninn samfylkingarútgáfa.
Og hver eru rökin fyrir uppreisninni? Gefum Margréti orðið
Við ungu kynslóðinni blasir við mjög einföld sviðsmynd sem sýnir að valið stendur á milli þess að taka verðtryggð fasteignalán með +/- 4% vöxtum eða óverðtryggð lán með +/- 8% vöxtum.
Þegar vextir eru á bilinu 4 til 8 prósent þá þýðir það kröftuga eftirspurn í hagkerfinu eftir lánsfé. Enda er það svo að íslenska hagkerfið er á fullum dampi, með traustan hagvöx og nær ekkert atvinnuleysi.
Hagkerfi evru-ríkjann, en þangað inn vill Samfylking, er með lága vexti og jafnvel mínus vexti, einmitt vegna þess að hagvöxtur er þar lítill sem enginn og atvinnuleysi í tveggja stafa tölu. Mannúðarsamtök stóðu fyrir úttekt á hagkerfi ESB-ríkjanna og segja að fjórðungur íbúanna eigi í erfiðleikum að framfleyta sér.
Einu sinni var sagt um Samfylkinguna að þangað hafi safnast það fólk sem minnst hefði vit á efnhagsmálum. Margrét og Kjarninn staðfesta að engu er logið upp á samfylkingarfólk þegar efast er um að kunni eitthvað fyrir sér í undirstöðuatriðum efnahagsmála.
Stjórnmálaflokkur sem vill uppreisn gegn góðæri og krefst innleiðingar hallæris er kominn á slíkar villigötur að ekki tekur tali.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 5. apríl 2015
Vg er lexía um að klúðra sigri - og flokki
Eftir hrun stóðu vinstri grænir með pálmann í höndunum. Þeir voru flokkurinn með hreinar hendur; allir hinir óhreinkuðu sig í útrásinni.
Enda tvöfaldaði Vg fylgi sitt í kosningunum 2009, fékk yfir 20 prósent fylgi. Samfylking bætti aðeins við sig 2-3 prósentustigum.
Vg splundraði kosningasigrinum 2009, og flokknum í leiðinni, með því að skrifa upp á ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009. Katrín Jakobsdóttir átti sinni hlut í þessum degi skammar róttækra vinstristjórnmála.
Eftir 16. júlí 2009 er Vg jaðarsport íslenskra stjórnmála.
![]() |
Ekki að undirbúa forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 5. apríl 2015
Framsóknarflokkurinn stjórnar umræðunni
Hvort heldur um er að ræða skipulagsmál í miðbænum eða Vatnsmýrinni, fjármálakerfið, húsnæðismál eða byggðamál þá er Framsóknarflokkurinn miðlægur í umræðunni.
Útspil forsætisráðherra í Landsspítalamálinu, skýrsla Frosta um peningamál, frumvarp Eyglóar um húsnæðismál og umræðan um skagfirska efnahagssvæðið eru allt framsóknarmál.
Hvaða snillingur sér um pr-mál Framsóknarflokksins?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 4. apríl 2015
Ekki-pólitík er krúttleg og ábyrgðalaus
Í þingflokkum hjá alvöruflokkum er verkskipting milli þingmanna. Sérhver þingmaður þarf því ekki að setja sig inn í öll mál en taka samt sem áður afstöðu, byggða á sameiginlegu mati þingflokksins.
Píratar eru ekki alvöru stjórnmálaflokkur heldur hópur nörda sem þar hver lifir í sínum heimi. Þeir vinna ekki saman sam pólitískt afl enda eru þeir hver úr sinni áttinn og syngja hver með sínu nefi.
Píratar róa á þau mið að vera ekki með skoðun nema í undantekningatilfellum. Ábyrgðalausir nördar út í horni stjórnmálanna geta leyft sér slíka framkomu en hún er ábyrgðalaus.
Nördaleg ekki-pólitík er krúttleg.
![]() |
Greiðir bara upplýst atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 4. apríl 2015
Egill og feitu Norðmennirnir
Egill Helgason vitnar með velþóknun í umræður um að Ísland sé ömurlegt og Noregur sæluríki.
Í frétt New York Times um andvaraleysi Norðmanna andspænis Rússum, sem hnykla vöðvana líkt og í kalda stríðinu, er haft eftir norskum foringja í flughernum:
Við Norðmenn erum svo ríkir, feitir og makráðugir að við höfum engar áhyggjur.
Í bók eftir Íslending segir að barður þræll íslenskur sé merkilegri en feitur þjónn erlends valds. Bókmennntapáfi RÚV er á annarri skoðun.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 4. apríl 2015
Pírata-nördar stunda ekki-pólitík
Með hjásetu í meirihluta atkvæðagreiðslna á alþingi lýsa þingmenn Pírata yfir afstöðuleysi í pólitík. Ekki-pólitík af þessu tagi felur í sér að aðrir sjái um að leiða mál til lykta.
Píratar fá tröllaukið fylgi í skoðanakönnunum án þess að verða með neina skoðun nema á nördasviðinu, sem er höfundarréttarmál.
Ekki-pólitík Pírata yrði afhjúpuð í kosningabaráttu og fengi nörda-fylgi í kosningum.
![]() |
Hafa í flestum tilfellum setið hjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 3. apríl 2015
ESB-Stundin tekur Framsókn fyrir
Stundin er útgáfa með óljósa fjármögnun sem tekur fyrir Framsóknarflokkinn vegna andstöðu flokksins við ESB-ferlið.
Nafnlausir heimildamenn eru látnir fegra ónýtu ESB-formennina, Jón Sigurðsson og Valgerði Sverrisdóttur, og hallmæla Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem gerði Framsóknarflokkinn að stórveldi.
Þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í blaðamennsku vita að nafnlausir heimildamenn eru aðeins notaðir þegar um brýnar upplýsingar er að ræða og að sá sem veitir þær sé í áhrifastöðu og gæti skaðast ef nafn hans yrði opinbert.
Blaðamaður Stundarinnar kann ekki blaðamennsku þegar hann notar nafnlausa heimild til að segja aulasetningu á borð við ,,Þessar fáu vikur sem Valgerður var formaður léku frjálslyndir straumar um flokkinn..."
Fyrir það fyrsta auglýsir tilvitnuð setning heigulshátt nafnlausa heimildarmannsins sem þorir ekki að standa undir sínu eigin huglæga mati á frjálslyndi Valgerðar. Í öðru lagi er vita allir með minnsta skynbragð á pólitík að enginn formaður gerir eitt eða neitt á nokkrum vikum í flokksstarfi. Í stjórnmálaflokkum er flokksstarf seigfljótandi þar sem mesta vinnan er að fá fólk til að gefa flokksstarfinu gaum - enda er það allt unnið í sjálfboðavinnu.
ESB-vædd blaðamennska Stundarinnar er vísbending um hvernig útgáfan er fjármögnuð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. apríl 2015
Stoltur Íslendingur - og það er frétt
Ungur Seltirningur skrifaði bloggpistil sem fer víða og fær umtal. Hér er úrdráttur
Ég er þakklátur fyrir það að geta bloggað um hvað sem ég vil án þess að þessar færslur séu ritskoðaðar. Ég er þakklátur fyrir það að búa í því landi þar sem að jafnrétti kynja er hvað mest í heiminum (Sjá hér). Ég er þakklátur fyrir það að geta leyft mér að hafa mínar eigin trúarskoðanir og opinberað þær án þess að hljóta refsingu fyrir. Ég er þakklátur fyrir það að hafa aldrei þurft að kynnast þjáningum og eyðileggingu stríðs og ofbeldis. Ég er þakklátur fyrir það að búa á landi þar sem að samkynhneigð er viðurkennd. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fæðst Íslendingur, hafa alist upp á Íslandi og fengið fullan aðgang að íslenska velferðarkerfinu.
Bjarki Már Ólafsson heitir bloggarinn. Það segir líklega meira um okkur sem samfélag en Bjarka Má að bloggið um stolta Íslendinginn sé orðið að frétt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. apríl 2015
Krónan og fullveldi virka, evra og ESB-aðild ekki
Með krónuna og fullveldið að bakhjarli tókst okkur að fara í gegnum hrunið á skaplegri hátt en Írum - að ekki sé talað um ríki Suður-Evrópu sem eru í varanlegum efnahagshlekkjum evrunnar.
Írar, sem þykja koma hvað best úr bankakreppunni af ESB-ríkjum, skulda meira en við og búa við meira atvinnuleysi. Efnahagsmál írlands eru varanlega óstöðug vegna evrunnar, segir írski hagfræðingurinn David McWilliams, sökum þess að helstu útflutningsmarkaðir Íra eru Bandaríkin og Bretland.
Evran virkar heldur ekki fyrir Suður-Evrópu, þar er hún alltof hátt skráð, jafnvel þótt hún hafi rýrnað hressilega gagnvart öðrum gjaldmiðlum eða um 25% gagnvart dollar sl. ár.
Skipuleg lækkun evrunnar veldur ójöfnuði í viðskiptum við Bandaríkin og teflír í tvísýnu fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og ESB sem átti að auka hagvöxt beggja vegna Atlantsála.
Grikkland er við það fara úr evru-samstarfinu og taka upp drökmu. Æ fleiri hallast að því að evru-samstarfið sé rótin að pólitískri upplausnin á evru-svæðinu þar sem öfgaflokkar til hægri og vinstri fá byr í seglin vegna efnahagslegrar eymdar sem evran veldur.
Hér heima eru það krúttlegri nördar í Pítrata-hópnum sem fá aukið fylgi þegar almenningi finnst reglulegu flokkarnir ekki standa sig. Við áttum okkur ekki á því hve vel við búum með krónu og fullveldi sem bakhjarla.
![]() |
Útlit fyrir hægfara en stöðugan bata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)