ESB-elítan vill Saga class lífstíl

Sex ára samfelldar umræður um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu og einar þingkosningar skila afgerandi niðurstöðu: þjóðin vill ekki inn í ESB.

Elítufólkið hjá hagsmunasamtökum eins og SA og ASí, sem drýgir góð laun með reglulegum Brunsselferðum, en þar fást dagpeningar og ferðapunktar, vill ekki skilja niðurstöðu lýðræðislegs ferlis og heimtar aðild að ESB hvað sem öllu öðru líður.

Elítufólkið var í klappliði útrásarinnar og komst þar upp á lagið að maka krókinn. Eftir hrun var stefnan tekin á ljúfa lífið í ESB.

Nær ekkert af elítufólkinu tekur þátt í umræðunni um Evrópusambandið og hvert það stefnir. Elítufólkinu finnst það heldur ekki skipta máli; aðalatriðið er að það sjálft ferðist á fyrsta farrými.


mbl.is Heppilegra að losa höftin með evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mikið rétt, Páll.

Ragnhildur Kolka, 31.3.2015 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband