Vg er lexía um að klúðra sigri - og flokki

Eftir hrun stóðu vinstri grænir með pálmann í höndunum. Þeir voru flokkurinn með hreinar hendur; allir hinir óhreinkuðu sig í útrásinni.

Enda tvöfaldaði Vg fylgi sitt í kosningunum 2009, fékk yfir 20 prósent fylgi. Samfylking bætti aðeins við sig 2-3  prósentustigum.

Vg splundraði kosningasigrinum 2009, og flokknum í leiðinni, með því að skrifa upp á ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009. Katrín Jakobsdóttir átti sinni hlut í þessum degi skammar róttækra vinstristjórnmála.

Eftir 16. júlí 2009 er Vg jaðarsport íslenskra stjórnmála.


mbl.is Ekki að undirbúa forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kjósendur lærðu auðvitað nokkuð í þeirri atburðarás allri. Margir fylltust ótta um hag sinn og fjölskyldunnar. Við þær aðstæður tóskt Krata fjölmiðlum að sá efasemdum um stjórn samstarfsflokks síns í Ríkisstjórn,rétt eins og þeir sjálfir hefðu þar hvergi komið nærri.Menn tóku að hlusta á formann Vg.og trúa á eins og bjargvætti Íslands,er hann svaraði spurningum þannig að hann væri mótfallinn inngöngu í ESb.Mörgum er það í léttu rúmi þótt klúðri flokknum til falls,en menn munu ekki flykkjast um forseta frambjóðanda (Katrínu Jakobsdóttur)sem tók þátt í þessari aðför að lýðveldinu.        

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2015 kl. 01:36

2 Smámynd: Ólafur Als

E.t.v. var Vg ekki hvít sem snjór. Hún hafði með offorsi tekið þátt í fasteignabólunni í Reykjavík með því að ýta lóðarverði upp sem aldrei fyrr, m.a. með þeim rökum að verktakar skyldu ekki fá að njóta hærra fasteignaverðs. Þessu lýsti núverandi formaður flokksins með sínum gömlu sósíalísku rökum og var stolt af. Eins og gefur að skilja varð þetta bara til þess að færa tímabundið fé í kassann (sem síðan þurfti að endurgreiða þegar lóðir streymdu inn til skilunar) en færa fasteignaverð upp í hæðir sem leiddu af sér m.a. 90% lán og enn frekari bólumyndun.

Ólafur Als, 6.4.2015 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband