Fimmtudagur, 9. apríl 2015
Hægrivelferð og ógnarvæntumþykja
Undirstöðuþættir velferðarsamfélagsins, að heilbrigðis- og menntamál skulu í meginatriðum vera á opinberum forræði, eru þverpólitískir. Hægrivelferð sem Íslendingar njóta byggir á hófsömu ríkisvaldi sem stuðlar að réttlæti og jafnrétti í samfélaginu en kæfir ekki einstaklinginn með alltumlykjandi ógnarvæntumþykju.
Hægrivelferð hafnar því að ríkið eigi að skaffa almenningi húsnæði. Það er ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvernig fólk býr, þótt sjálfsagt sé að opinbert fé fari í að aðstoða þá sem höllustum fæti standa í húsnæðismálum.
Ógnarvæntumþykja ríkisvalds þróast einatt þannig að ógnin vex en væntumþykjan minnkar.
Vinstrimenn eru sérfræðingar í ógnarvæntumþykju.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. apríl 2015
Pútín fyrirlítur Tsipras en er vinur hans
Svikin eru þegin með þökkum en svikarinn er fyrirlitinn. Á þessa leið teiknar þýska útgáfan Die Welt upp samskipti Tsipras forsætisráðherra Grikklands og Pútíns Rússlandsforseta. Fyrirsögn fréttarinnar er: Fyrirlitningin skín af andliti Pútíns.
Tsipras er í Moskvu til að sýna Evrópusambandinu fingurinn. Grikkland er gjaldþrota en vill nýjan björgunarpakka frá Brussel án íþyngjandi skilmála. ESB-ríkin telja tímabært að Grikkir uppfylli samninga sína um uppstokkun á opinberum rekstri.
Evrópusambandið er í viðskiptastríði við Rússa vegna Úkraínu-deilunnar. Að forsætisráðherra Grikklands skuli yfir höfuð fara til Rússlands er svik við samstöðu ESB-ríkja. De Welt tekur saman yfirlit yfir umfjöllun evrópskra fjölmiðla um heimsókn Tsipras með fyrirsögninni Nytsamur fábjáni.
Í Telegraph er haft eftir Tsipras að hann sé forsætisráðherra fullvalda ríkis og sé með fulla heimild til að móta utanríkisstefnu Grikklands samkvæmt því. Með slíkri yfirlýsingu grefur forsætisráðherrann undan tiltrú á Evrópusambandinu.
Pútin Rússlandsforseti má vel við una. Óvinir óvinanna eru vinir hans.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 9. apríl 2015
Ekki-umræðan um ESB
Evrópuumræðan á Íslandi er löngu hætt að snúast um kosti þess og galla að ganga í Evrópusambandið. Þeir sem mæla með inngöngu, ESB-sinnar, eru löngu hættir að ræða Evrópusambandið og hvað það stendur fyrir og framtíðarhorfur þess.
Nei, öll umræðan af hálfu ESB-sinna gengur út á að halda þjóðaratkvæði um ESB-málið. En það voru einmitt ESB-sinnar sem höfnuðu tillögu Sjálfstæðisflokksins 16. júlí 2009 um að þjóðin fengi að taka afstöðu til þess hvort sótt skyldi um aðild.
Rök ESB-sinna hafa verið þau að ekki væri hægt að taka afstöðu til ESB-aðildar fyrr en samningur lægi fyrir. Eftir að ESB-ferlið strandaði og afturköllun umsóknarinnar komst á dagskrá tóku ESB-sinnar að kyrja þann söng að þjóðin yrði að fá að segja sitt álit á málinu.
Þjóðin sagði sitt álit á málinu í þingkosningunum 2013 þegar eini ESB-flokkurinn, Samfylking, fékk 12,9 prósent fylgi. Þjóðin kaus til meirihluta á alþingi flokka sem eru með margsamþykktar ályktanir um að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
ESB-sinnar munu halda áfram ekki-umræðunni um Evrópusambandið trúir þeirri hugsjón að betra sé að veifa röngu tré en öngvu.
![]() |
Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. apríl 2015
Helgi auðmaður, lífeyrissjóðirnir og borgaraleg óhlýðni
Helgi Magnússon auðmaður stjórnar bæði eigin fjárfestingum og fjárfestingum Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helgi er talinn einn af þeim sem fjármagna sjónvarpsstöðina Hringbraut enda sérstakt áhugamál Helga að gera Ísland að ESB-ríki.
Helgi mun sitja til ársins 2016 hið minnsta í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að gæta hagsmuna sinna. Helga finnst allt í lagi að vöðla saman einkahagsmunum sínum og hag launþega sem skyldaðir eru til að greiða í lífeyrissjóð sem Helgi stjórnar.
Lífeyrissjóðirnir eru löngu komnir á síðasta söludag þegar menn eins og Helgi valsa þar um sér til hagsbóta.
Borgaraleg óhlýðni sem Sölvi Tryggvason sýnir með því að greiða ekki í lífeyrissjóð gæti orðið fyrirmynd að áhlaupi almennings að Helga auðmanni og félögum hans.
En áður en það gerist mun Helgi auðmaður og félagar hans kaupa þjónustu almannatengla, líkt og Sölvi segir, til að telja okkur trú um að auðmenn viti hvað almenningi er fyrir bestu. Svona eins og í útrásinni.
![]() |
Sölvi hætti að greiða í lífeyrissjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. apríl 2015
HÍ, hrunið og deildin með líkin í lestinni
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands tók þátt í lofgjörð útrásarinnar undir yfirskini rannsókna. Jón Ólafsson prófessor, nú í Hí en áður á Bifröst, skrifaði samantekt um stöðu deildarinnar í tilefni af ritdeilum Snjólfs Ólafssonar prófessors og Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar.
Greinin er fimm ára en segir nokkra sögu um hve hægt en örugglega orðspor tapast í akademíunni þegar farið er út af sporinu. Gefum Jóni orðið
Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands.
![]() |
HÍ stefnir Friðriki Eysteinssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 8. apríl 2015
Verkföll til að finna skynsemina
Nokkrar vikur í verkfalli þarf til að leita uppi skynsemina hjá óábyrgum verkalýðsforingjum sem ímynda sér að verðmæti verði til með því að ala á óánægju.
Allir sem kunna eitthvað fyrir sér í hagstærðum vita að til næstu tveggja til þriggja ára má reikna með tíu prósent kauphækkun eða þar í nágrenni.
Alveg sama hve óánægjan er mikil þá breytir hún ekki grunnstærðum hagkerfisins. Ef fólk þarf nokkurra vikna verkföll til að skilja einfaldar staðreyndir þá er um að gera að láta þeim það eftir.
![]() |
Skortir á skilning á afleiðingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 7. apríl 2015
Fylgi Pírata er sjúkdómseinkenni samfélagsins
Í skoðanakönnunum eru Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Pólitík Pírata er á huldu og þeir greiða ekki atkvæði á alþingi, þ.e. þeir taka ekki afstöðu, nema í undantekningatilfellum.
Engu að síður eru Píratar með skoðun á öllu milli himins og jarðar og eru þaulsetnir í ræðustól alþingis - þeir bara þora ekki að taka afstöðu með þvi að greiða atkvæði.
Í samfélaginu eru tröllauknar skoðanir á stóru og smáu og enginn skortur á fólki að útvarpa þeim skoðunum sí og æ.
En þeir eru færri sem axla ábyrgð, fylgja skoðunum sínum eftir og eru tilbúnir að standa og falla með þeim.
Fylgi Pírata er í hlutfalli við ábyrgðalausa fólkið í samfélaginu; fólkið sem gerir kröfur en ætlast til að aðrir standi undir þeim en ekki það sjálft.
![]() |
Tjá sig um mál en kjósa ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 7. apríl 2015
Menntun og starf er sitthvað
Menntun er viðleitni einstaklingsins að skilja umhverfi sitt og samfélag og sjálfan sig í leiðinni.
Skólar bjóða upp á tækifæri til menntunar. Einnig sækir maður ýmsa starfsþjálfun í skóla, hvort heldur á framhaldsskólastigi s.s. iðnám eða háskólastigi og má þar nefna tannlækningar. Í sumum tilvikum fléttast menntun og starfsþjálfun saman, t.d. í lögfræði og verkfræði og viðskiptagreinum.
Við búum svo vel á Íslandi að allir eiga kost á kost á framhalds- og háskólanámi.
Á seinni árum ber á þeim misskilningi að vegna þess að allir eiga möguleika á menntun þá eigi að skaffa þeim vinnu sem tengist námsgráðu. Þeir sem halda slíku fram skilja ekki menntun.
![]() |
Færri nýta menntun sína í starfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 7. apríl 2015
Ólafur auðmaður, eiginkonan og 75 milljarðarnir
Al Thani-málið gekk út á að blekkja almenning til að halda að Kaupþing væri starfhæfur banki þegar hann var í reynd gjaldþrota. Blekkingin var í þágu aðalstjórnenda og stærstu eigenda og Ólafur Ólafsson fyllti báða flokka.
Al Thani-fléttan var þaulhugsuð og byggði á sama módeli og þegar S-hópurinn svokallaði eignaðist Búnaðarbankann en þar var óþekktur þýskur banki í hlutverki Al Thani.
Ólafur og Ingibjörg eiginkona hans skilja ekki gangverk réttarríkisins. Auður stíflar bæði dómgreind og skilningarvit enda segir gömul hversdagsspeki að margur verður af aurum api.
Ólafur var ekki sakfelldur á grunni eins símtals, eins og Ingibjörg eiginkona hans heldur fram.
En fyrst Ingibjörg er tilbúin í umræðu um Kaupþing og afdrif bankans þá lætur hún kannski svo lítið að upplýsa okkur hvað varð um 75 milljarðana sem bankinn fékk rétt fyrir hrun af opinberu fé. Þessir peningar voru í beinhörðum gjaldeyri og ekkert til þeirra spurst.
Hvað er að frétta af 75 milljörðunum, Ingibjörg Kristjánsdóttir?
![]() |
Segir Óla vera lögfræðing, ekki eiginmann sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 7. apríl 2015
Moska er valdefling múslíma - trúin er aukaatriði
Bygging mosku í Reykjavík er valdefling múslíma en ekki trúarjátning. Og þessi valdefling er fjármögnuð með erlendu fé og með slíku fé fylgja múslímskir siðir.
Sverrir Agnarsson, sem núna er með forskeytið Ibrahim, sagði í fréttum RÚV fyrir tveim árum að moska ,,gæti orðið eitt af helstu táknum borgarinnar."
Valdeflingu múslíma með erlendu fjármagni fylgir aukin múslímavæðing sem byggir meðal annars á kúgun kvenna.
Við sem samfélag eigum ekki undir nokkrum kringumstæðum að stuðla að valdeflingu múslíma.
![]() |
Engin moska án erlends fjármagns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)