Menntun og krafa vinstrimanna um ójöfnuð

Nær alla síðustu öld var menntun baráttumál jafnréttissinna. Bæði sígild jafnaðarstefna og kynjajafnrétti báru fram þá kröfu að menntun ætti að standa öllum til boða, án tillits til efna eða kynferðis.

Krafan um menntun fyrir alla náði fram að ganga. Nú ber svo við að jafnaðarmenn, t.d. Samfylkingarfólk, krefst þess að menntun verði ,,metin til launa", eins og það heitir. Krafan felur í sér að starfsstéttir langskólafólks fái hærra kaup en þær stéttir sem mannaðar eru fólki með grunnskólapróf.

Krafan um ójöfnuð birtist í hiki forystu Samfylkingar að lýsa stuðningi við 300 þús. kr. lágmárkslaun. Sígildir jafnaðarmenn sneru sér við í gröfum sínum, heyrðu þeir þau ósköp að jafnaðarmannaflokkur íslands styðji ekki lengur launajafnrétti.

Háskólafólk er ráðandi í vinstriflokkunum. Af því leiðir fær ójafnaðarkrafan um hærri laun handa háskólafólki hljómgrunn í Samfylkingu og Vg.

 


mbl.is Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatursfáni og sjálfstæðisfáni

Fáni Suðurríkjanna er mörgum tákn sjálfstæðis gagnvart alríkisstjórninni í Washington. Öðrum er hann réttlæting á þrælahaldi sem viðgekkst í Bandaríkjunum fram að borgarastríðinu rétt eftir miðja 19. öld.

Bandaríkin voru framan af laustengt bandalag nýlendna Breta sem kröfðust sjálfstæðis undir lok 18. aldar. Sjálfstæði ríkjanna er mörgum hjartans mál enn þann dag í dag. Eftir sigur á Bretum fengu sumir þrælar frelsi sakir herþjónustu í þágu málstaðarins. Sú dýrð varði ekki lengi.

Efnahagskerfi Suðurríkjanna byggði á þrælum sem týndu baðmull sem varð að vefnaðarvöru í Norðurríkjunum og Evrópu.

Norðurríkin snerust gegn þrælahaldi og þar með hófst borgarastríðið sem er mannskæðasta stríð Bandaríkjanna, fyrri og seinni heimsstyrjöld meðtaldar.

Eftir sigur Norðurríkjanna biðu þrælarnir í hundrað ár eftir borgararéttindum. Martin Lúther King og mannréttindabaráttan á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar batt endi á hugmyndina um ,,aðskilnað og jafnrétti" sem var orðaleikur um ójafnrétti en var hluti lagavenju fram yfir miðja nýliðna öld.

Deilan um fána Suðurríkjanna kennir að sagan er lifandi veruleiki, jafnvel í sögulausu landi eins og Bandaríkjunum.

 


mbl.is „Takið fánann niður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland semur - hrunárin kvödd

Allt stefnir i að nær öll stéttafélög landsins séu komin með langtímasamninga, þá fyrstu frá hruninu 2008. Líkur eru á því að kjarabætur samninganna, sem liggja í nágrenni við 25 prósent, keyri ekki upp verðbólgu, þótt eitthvað muni hún hreyfa sig úr 1-2% síðustu missera.

Með langtímasamningum er lagður grunnur að stöðugleika og sjálfbærum hagvexti.

Aðilar vinnumarkaðarins eiga hrós skilið fyrir að sýna ábyrgð í kjarasamningum. Ríkisstjórnin kemur vel frá þessari lotu, hún sýndi staðfestu þegar á þurfti og sendi skýr skilaboð að verðbólgusamningar voru ekki í boði.


mbl.is Vonast til að semja í dag eða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkland er í fátæktargildru evrunnar

Með evru eru Grikkir fastir í ósjálfbærum skuldum og gengisskráningu sem viðheldur atvinnuleysi upp á 25 prósent, þar sem annar hver undir þrítugu er án vinnu. Gengi evrunnar er ákveðið í Brussel, Frankfurt, París og Berlín og Grikkjum finnst sjálfsagt að aðrar þjóðir ali önn fyrir þeim.

Lífeyrissjóðakerfið í Grikklandi er það dýrasta í Evrópu, og sennilega öllum heiminum, tekur til sín heil 16,2 prósent af þjóðarframleiðslu. Grikkir geta byrjað lífeyristöku 58 ára gamlir sem er með því yngsta í ESB-ríkjum.

Ríku ESB-ríkin í norðri eru ekki tilbúin að niðurgreiða lífeyrisgreiðslur til Grikkja og krefjast þess að þær verði lækkaðar.

Grikkir líta svo á að krafa ESB-ríkja sé íhlutun í grísk innanríkismál. Í Evrópusambandinu, sérstaklega í evru-samstarfinu, eru einstök þjóðríki óðum að fá stöðu héraðsstjórna í sambandsríki Evrópu.

Val Grikkja stendur á milli þess að vera fátækir, atvinnulausir og ósjálfbjarga í evru-samstarfi eða rífa af sér hlekkina og verða þjóð meðal þjóða á ný.


mbl.is Bankarnir eru akkilesarhæll Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran er pólitík, ekki hagfræði

Evran er pólitískt verkefni en ekki hagfræðilegt. Og þegar pólitík og hagfræði rekast á hlýtur pólitíkin að víkja.

Evran er svo stór mistök að það mun taka áratugi fyrir ábekinga hennar að viðurkenna þau.

Á meðan skilur evran eftir sig sviðið land í efnahagskerfum þeirra þjóða sem eru svo ólánsamar að búa við þennan lögeyri.


mbl.is „Evran var dauðadæmd frá upphafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er kraftaverkið á Íslandi

Krónan er ástæðan fyrir því að Ísland komst hratt og vel frá hruninu, segir grein í Washington Post eftir Matt O´Brien. Hann gerir samaburð á Íslandi með krónu og Írlandi með evru og niðurstaðan er ótvíræð: sjálfstæður gjaldmiðill gerir kraftaverk.

O'Brien lýkur greininni með því að spyrja hvort Grikkir hafi lært lexíu Íslands.

Á mmánudaginn fáum við svar við því. Kannski að bankar í Grikklandi opni með drökmur sem lögeyri í landi Sókratesar?


mbl.is Grikkir fá gálgafrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misgengi samfélags og hugarfars

Líkt og oft áður mæltist forsetanum vel. Hann sagði

ár­ang­ur í bar­átt­unni fyr­ir breyttu þjóðfé­lagi bygg­ir ekki ein­ung­is á laga­textum. Held­ur bygg­ir ár­ang­ur­inn einnig á hug­ar­fari fólks, siðmenn­ingu, aðstæðum og upp­eldi.

Við búum í samfélagi sem er friðsælt, jafnréttissinnað og efnahagslega vel á sig komið. Hugarfarið okkar, að því marki sem það birtist í opinberri umræðu, endurspeglar ekki að íslenskt samfélag er öfundsvert í alþjóðlegum samanburði.

Misgengið milli samfélagsins og hugarfarsins er að einhverju marki eftirmál hrunsins en þó í vaxandi mæli ótti um að missa af óvenjugóðum hagvexti síðustu ára. Það má merkja það af umræðunni í kjarabaráttunni að starfsstéttir keppast við að fá til sín sem stærstu sneiðina af sístækkandi þjóðarköku. Hávaðinn í kringum veiðileyfagjöld og fiskveiðistjórnunarkerfið er sprottinn af sama ótta.

Þegar efnahagslegum þáttum sleppir stafar misgengið af valdabaráttu í samfélaginu. Vinstriflokkarnir töldu sig komna í kjörstöðu til að ráða samfélaginu til framtíðar eftir hrun. Kjörtímabilið 2009 til 2013 átti að vera upphaf að löngu valdatímabili vinstriflokkanna.

Kjósendur voru á öðru máli og kusu sér hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við síðustu kosningar. Vinstrimenn eru síðan með böggum hildar. Og þeir eru jú nokkuð áberandi í umræðunni.

 


mbl.is Enn fjarlægur draumur víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland stendur sig betur en ESB-ríki

Fullvalda Ísland með eigin gjaldmiðil stendur sig mun betur en meðalríkið innan Evrópusambandsins. Landsframleiðsla á mann er yfir 20 prósent hærri á Íslandi en meðaltal ESB-ríkja.

Ísland myndi borga með sér í Evrópusambandinu. Þrátt fyrir þá staðreynd eru meginrök ESB-sinna að Ísland myndi græða á aðild.

Innan ESB yrði Ísland efnalítil hornkerling.


mbl.is 21% yfir meðaltali ESB-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira Danmörk, minna ESB

Danski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Danmörku og er stærsti hægriflokkurinn þar í landi. Líkt og breski Íhaldsflokkurinn, sem vann kosningasigur í maí, er Danski þjóðarflokkurinn gagnrýninn á Evrópusambandið.

Danski þjóðarflokkurinn vill, líkt og Íhaldsflokkurinn í Bretlandi, takmarka valdheimildir Evrópusambandsins og minnka umsvif Brusselvaldsins.

Sigrar Danska þjóðarflokksins og Íhaldsflokksins í Bretlandi staðfesta vaxandi fylgi við þá skoðun að Evrópusambandið er ekki lausnin heldur sjálfur vandinn.


mbl.is Ríkisstjórn vinni þvert á flokkslínur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jörundur var okkar Napoleón

Í dag, 18. júní, eru 200 ár frá orustunni við Waterloo þar sem Napoleón tapaði fyrir herjum Breta og Prússa. Napoleón er tvíeggjaður í sögunni. Hann er einræðisherrann sem bar fram hugsjónir frönsku byltingarinnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Enskir vinstrimenn eru tvíbentir í afstöðu sinni til arfleifðar herstjórans frá Korsíku sem talaði alltaf frönsku með ítölskum hreim. Í einn stað markaði Waterloo endalok yfirvofandi hættu af franskri innrás í Bretland. Í annan stað urðu afturhaldsöfl Evrópu ráðandi eftir Waterloo. Konungar, aðall og krikja í álfunni vildu hverfa tilbaka og ómerkja frönsku byltinguna.

Íslendingar eignuðust sinn Napoleón í Jörundi sem kallaður er hundadagakonungur. Sumarið 1809, sex árum fyrir Waterloo, tók Jörundur völdin hér á landi í skjóli ensks kaupmanns sem vildi versla í friði fyrir dönsku yfirvaldi. Jörundur hélt á lofti hugsjónum frönsku byltingarinnar og boðaði Íslendingum frelsi undan Dönum.

 

Íslendingar höfðu ekki áhuga á boðskap frönsku byltingarinnar. Anna Agnarsdóttir, helsti sérfræðingur okkar um þetta tímabil, segir um stjórnarbyltingu Jörundar

Frá sjónarmiði Íslendinga var árangurinn hins vegar næstum enginn. Jörgensen ætlaði að koma miklu í verk en tíminn var of naumur. Hann var of snemma á ferðinni á Íslandi. Ólíkt Napóleon var hann ekki réttur maður, á réttum tíma, á réttum stað. Leiðtogi Íslendinga, Magnús Stephensen, hafði enga trú á að Íslendingar væru undir það búnir að verða sjálfstæð þjóð.

Hugmyndir frönsku byltingarinnar fengu ávöxt upp úr miðri öldinni þegar íslenskir menntamenn, t.d. Fjölnismenn og Jón Sigurðsson, fléttuðu þær inn íslenska sögu. Hálfdanska valdastéttin á Íslandi móaðist gegn nýmælum aldarinnar en almenningur tók undir fullveldiskröfur þegar leið á 19. öld.

Jörundi, greyinu, var um megn að setja framandi hugmyndir inn í íslenskan veruleik. Hann var jú aðeins danskur túlkur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband