Fimmtudagur, 20. ágúst 2015
Pólitískur rétttrúnaður veldur lýðræðiskreppu
Í lýðræðisríki eiga áherslur stjórnvalda að endurspegla vilja almennings. Ef gjá er staðfest milli þjóðar og þings er það þingið, eða meirihluti þess, sem verður að víkja, líkt og við þekkjum hér á landi í Iceasave-málinu.
Í Svíþjóð er allt opinbera kerfið, bæði stjórnmálaflokkar og ríkisvald, innstillt inn á það að Svíþjóðardemókratar skuli ekki njóta þeirra áhrifa í samfélaginu sem fylgi flokksins gefur tilefni til.
Sænskur almenningur lætur ekki bjóða sér pólitískan rétttrúnað valdastéttarinnar og eykur stuðninginn við Svíþjóðardemókratana.
![]() |
Svíþjóðardemókratar stærstir í könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2015
Fullveldið og hverjum við treystum fyrir því
Án fullveldis og eigin gjaldmiðils værum við einhvers staðar á milli Grikklands og Írlands í efnahagslegum skilningi. Við værum bónbjargarfólk í eigin landi.
Það liggur fyrir að ,,[e]kkert ríki í Evrópu muni sjá jafnmiklar breytingar á ríkisfjármálunum á jafnskömmum tíma og Íslendingar eru að fara að upplifa," eins og segir í fréttinni. Erlendir aðilar staðfesta hagtölurnar í bókum fjármálaráðherra.
Fullveldisríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur hornstein að efnahagslegri velmegun þjóðarinnar til framtíðar. Sá hornsteinn yrði fljótur að molna ef við kysum yfir okkur liðið sem kyrjar í síbylju ,,ónýta Ísland" og leggur sig fram um að slagorðið verði að áhrínisorðum. Gleymum því ekki.
![]() |
Afgangur og skuldahreinsun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. ágúst 2015
Samtök verslunar og þjófnaðar
Raftæki eru dýrust á Íslandi í allri Evrópu, þótt opinberar álögur séu hér alls ekki hærri en til dæmis í Danmörku.
Verslunin hér á landi kemst í krafti fákeppni upp með að okra á okkur.
Það er mergurinn málsins.
![]() |
Sjónvarp tvöfalt dýrara hér en í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. ágúst 2015
Nató hugsar eins og Marx
Nató er búið að innbyrða nær öll ríki sem áður voru í Varsjárbandalaginu, en það hernaðarbandalag lagði upp laupana með kommúnismanum fyrir aldarfjórðungi. Nató vill meira.
Nató tileinkar sér greiningu Marx á þeim hlutlægu skilyrðum sem skulu vera fyrir hendi til að ný hugmyndafræði nái fram að ganga. Marx skrifar í þýsku hugmyndafræðinni
Empírískt getur nató-ismi aðeins orðið mögulegur þegar ríkjandi þjóðir samtímis tileinka sér samfélagspólitík nató-isma.
(Empirically, communism is only possible as the act of the dominant peoples all at once and simultaneously, which presupposes the universal development of productive forces and the world intercourse bound up with communism.)
Og hvað er Nató-ismi, sem hér að ofan er jafnsettur kommúnisma? Jú, nató-ismi er þegar allar þjóðir viðurkenna nauðsyn þess að ganga í Nató.
Ef frásögnin væri úr ævintýri H.C. Andersen ætti barnið Ísland að spyrja: ef allar þjóðir eru í einu hernaðarbandalagi, hver er þá óvinurinn?
Miðvikudagur, 19. ágúst 2015
Evru-ríkin dreymir um Ísland
Evru-ríkin getur aðeins dreymt um íslenskan efnahagsbúskap með hagvexti og lágu atvinnuleysi, segir viðskiptaféttaveitan Bloomberg.
Evru-ríkin eru í varanlegri kreppu og gjaldmiðlasamstarfið mun springa vegna pólitískrar reiði sem kreppan veldur, segir Jeremy Warner á Telegraph.
Eina leiðin til að bjarga evru-ríkjunum er að gera þau að sambandsríki eins og Þýskaland, segir Wolfgang Münchau í Spiegel.
ESB-sinnar á Íslandi, sem létu sig dreyma um evru-aðild, búa við stöðuga martröð þegar Ísland er orðið fyrirheitna land evru-ríkjanna.
![]() |
Ísland á leið í hóp þeirra ríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2015
Egill skuggastjórnandi sigar fjölmiðlum á Sjálfstæðisflokkinn
Egill Helgason er skuggastjórnandi fjölmiðla, samkvæmt því sem segir í fræðigrein Birgis Guðmundssonar í Stjórnmálum og stjórnsýlu.
Skuggastjórnandi setur valin viðfangsefni í brennidepil umræðunnar til að fjölmiðlar fylgi í humátt á eftir. Með því að móta sjónarhorn á fréttaumræðuna er búið að ákveða skilaboð fréttanna.
Skoðanamyndun af þessu tagi er lævís vegna þess að hún er ekki upp á yfirborðinu. Í grein Birgis viðurkenna viðmælendur hans skuggastjórnun Egils.
Nýtt dæmi er hvernig Egill sigar blaðamönnum á Sjálfstæðisflokkinn vegna Úkraínudeilunnar með skýrum skilaboðum um hvernig skuli ,,vinkla" fréttaflutninginn. Fyrsta setning skuggastjórnandans segir:
Um fátt er nú meira rætt en ringulreiðina sem ríkir varðandi utanríkismál innan Sjálfstæðisflokksins.
Þar með er tóninni sleginn og búið til sjónarhorn á fréttir um Úkraínudeiluna og hver áherslan skuli vera; ágreiningurinn í Sjálfstæðisflokknum. Gangi skuggastjórnunin fyrir sig eins og upp er lagt munu önnur sjórnarhorn víkja fyrir línu skuggastjórnandans.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2015
Innviðir Grikklands verða þýskir
Þjóðverjar yfirtaka rekstur flugvalla í Grikklandi vegna þess að evran gerir Grikki sjálfa of fátæka að reka innviði landsins.
Útlendingar munu yfirtaka arðbærustu innviði Grikklands og reka á eigin forsendum.
Nýnýlenduvæðing myndi þetta heita í þriðja heiminum.
![]() |
Þjóðverjar taka við rekstri 14 flugvalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2015
Eygló með allskonar fyrir aumingja
Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra er með hugmyndir um ,,allskonar fyrir aumingja", segja Samtök leigjenda um fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum.
,,Allskonar fyrir aumingja" er orðalag um vöggustofusamfélag þar sem ríkið stýrir smæstu málum þegnanna sem landið búa.
Rikisstjórnin ætti að láta það vera að auka vöggustofuvæðingu samfélagsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2015
Er Pútín enn að berja eiginkonu sína?
Utanríkismál snúast ekki um einstaklinga heldur sambúð þjóðríkja. Sambúð þjóðríkja ræður stríði og friði en ekki hitt hvort einn þjóðarleiðtoginn sé geðþekkari en hinn.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, býr að yfirgripsmikill þekkingu um alþjóðastjórnmál og er með alla burði til að greina flekaskil stórveldaátaka. En jafnvel hann fellur í þá gryfju að persónugera Úkraínudeiluna í Pútín og nánustu samverkamönnum hans. Björn vísar af heimasíðu sinni á ,,fréttaskýringu" sem hann sjálfur þýddi úr Radio Free Europw og birti á heimasíðu Varðbergs. Þegar maður eins og Björn leyfir sér utanríkispólitíska léttúð af þessu tagi er hætt við að ýmsir aðrir telji óhætt að þenja sig án þess að eiga innistæðu fyrir.
,,Fréttaskýringin" er eins og margar aðrar um að Pútín og valdastéttin í Moskvu séu svona og hinsegin en mest þó ómöguleg. Það stendur yfir skipuleg áróðursherferð sem byggir á formúlu kalda stríðsins sem lauk fyrir aldarfjórðungi. Maður, sem Björn Bjarnason virðir án efa, Georg Kennan, varaði sterklega við þegar núverandi stefna Nató-ríkja var mótuð - og hvílir á þeirri forsendu að Rússlandi stjórni voðalegir menn.
Í utanríkispólitísku samhengi er aukaatriði hvernig persóna Pútin er. Rétt eins og það var utanríkispólitískt smámál hvort Bill Clinton bandaríkjaforseti svæfi hjá lærlingi í Hvíta húsinu eða ekki.
Það er á hinn bóginn ekki aukaatriði að í Úkraínu, sem á landamæri að Rússlandi, eru núna hernaðarráðgjafar, bæði frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Það er gömul saga og ný að auðvelt er að hefja stríðsátök en fjarska erfitt að binda endi á þau.
Rússar líta svo á að þegar hermenn Nató eru komnir að þröskuldi föðurlandsins sé tilvist ríkisins ógnað. Enginn rússneskur leiðtogi getur liðið að Úkraína verði Nató-ríki. Alveg sama hvaða rússneskur forseti væri við völd þá myndi hann bregðast við með sambærilegum hætti og Kennedy bandaríkjaforseti árið 1962 í Kúbudeilunni. Hernaðarógn á bæjarhlaðinu má ekki líða.
Þegar eitt ríki byggir upp hernaðarmátt við landamæri annars ríkis er það yfirlýsing um óvináttu. Ef ríkið sem verður fyrir óvináttunni bregst ekki við er litið svo á að það þori ekki að verja sig. Í framhaldi gerir herskáa ríkið ýmsar kröfur á hendur huglausa ríkisins sem það síðarnefnda verður að sætta sig við enda búið að játa sig sigrað. Þetta er alþjóðastjórnmál 101 og er í gildi allar götur frá Pelópsskagastríðinu frá fimmtu öld fyrir Krist þegar Meleyingar stóðu frammi fyrir óvígum aþenskum her og voru spurðir hvort þeir vildu deyja eða lifa sem undirsátar Aþenu.
Úkraína er stórt land með um 43 milljónum íbúa. Rússar geta ekki lagt landið undir sig, til þess er það of víðlent og fjölmennt. En þeir geta séð til þess, og munu gera, að í Úkraínu verði til langs tíma borgarastyrjöld sem nú þegar hefur kostað 4500 mannslíf. Þegar borgarastyrjöld geisar í Úkraínu er engin leið fyrir Nató að smíða stöndugt ríki til að ógna öryggishagsmunum Rússlands. Rússar geta hvenær sem er bætt í mannskapinn sínum eigin hermönnum og kallað uppreisnarmen. Nató mun fyrr heldur en seinna standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort ekki eigi að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Úkraínu að hressa upp á stjórnarherinn. Afleiðingin verður skelfileg fyrir óbreytta borgara, fyrir utan hættuna að úr verði stærsta styrjöld í Evrópu frá seinna stríði.
Pútín er á sjötugsaldri og hann mun eins við öll hrökkva upp af einn góðan veðurdag. Annar leiðtogi tekur við Rússlandi sem mun hugsa á sömu nótum um öryggishagsmuni ríkisins og Pútin.
En kannski mun Bjarmalandsför Nató heppnast, Pútin eða eftirmaður hans hrökklast frá völdum og einhver ráðþægur Bandaríkjunum og ESB fær völdin í Moskvu. Hvað er líklegt að gerist í framhaldinu? Hvað er það sem gerist þegar leppur erlends hervalds fær ríki til að stjórna? Hvað gerðist í Suður-Víetnam, hvað er að gerast í Afganistan og Írak? Jú, leppstjórnin ræður ekki við eitt eða neitt enda skortir hana lögmæti meðal íbúanna. Það ríkir stjórnleysi þar sem ólíkir hópar ota sínum tota með vopnum og sprengjuregni.
Rússland er kjarnorkuríki. Ef Nató tekst að valda stjórnleysi í víðáttumesta ríki jarðarinnar með eldflaugar er bera kjarnorkusprengjur spyrðu Íslendingar hvorki um makríl né heilsufar eiginkonu Pútíns. Þeir myndu spyrja um hlut íslenskra stjórnvalda í mestu utanríkispólitísku mistökum 21. aldarinnar.
![]() |
Notuðu rangar tölur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 17. ágúst 2015
Fasismi Jóns Orms og fáfræðin sem fylgir
Viðskiptaþvinganir Nató-ríkjanna gagnvart Rússlandi miða að því að veikja rússnesk stjórnvöld. Ráðandi öfl í Nató, Bandaríkin og stóru ESB-löndin, telja sig vita hvað Rússum sé fyrir bestu og ætla sér að eiga þar hlut að máli.
Í Úkraínu eru stjórnvöld Nató að skapi. Þau skipa líka vestræna ráðgjafa, til dæmis herskáan bandarískan þingmann og fyrrum forsetaframbjóðanda, John MacCain. Til að verða embættismenn í Úkraínu þurfa menn ekki að vera úkraínskir, það nægir að vera stuðningsmaður Nató. Þannig er Mikheil Saakashvili, fyrrum forseti Georgíu, orðinn æðsti embættismaður úkraínsku stjórnarinnar í Odessa, sem er mikilvæg hafnarborg við Svartahaf.
Til að réttlæta afskipti vestrænna ríkja af innanríkismálum fullvalda þjóða er búinn til áróður um að Pútín forseti og ráðamenn í Moskvu séu almennt vont fólk. Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur kallar Pútín og félaga ,,hálffasíska" í viðtali á Eyjunni.
Jón Ormur étur upp orðræðu sem er samin gagngert til að réttlæta yfirgang Nató-ríkja í Austur-Evrópu. Orðræðan gengur út á að Nató sé heimil íhlutun í stjórnmál ríkja í álfunni í krafti sigursins í kalda stríðinu.
Þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í stjórnmálafræði vita að það endar yfirleitt með ósköpum þegar eitt ríki ætlar sér að ákveða stjórnskipun annars ríkis. Nýjustu dæmin standa í ljósum logum í Mið-Austurlöndum.
Tilraun Nató-ríkjanna að skipuleggja eftir sínu höfði hvernig Rússar haga sínum málum verður dýrkeypt í töpuðum mannlífum. Við Íslendingar eigum að halda okkur fjarri þeim skollaleik og gjalda varhug við þeim sem hvetja til blóðbaðs.
![]() |
Hagsmunir fara ekki alltaf saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)