Pólitískur rétttrúnaður veldur lýðræðiskreppu

Í lýðræðisríki eiga áherslur stjórnvalda að endurspegla vilja almennings. Ef gjá er staðfest milli þjóðar og þings er það þingið, eða meirihluti þess, sem verður að víkja, líkt og við þekkjum hér á landi í Iceasave-málinu.

Í Svíþjóð er allt opinbera kerfið, bæði stjórnmálaflokkar og ríkisvald, innstillt inn á það að Svíþjóðardemókratar skuli ekki njóta þeirra áhrifa í samfélaginu sem fylgi flokksins gefur tilefni til.

Sænskur almenningur lætur ekki bjóða sér pólitískan rétttrúnað valdastéttarinnar og eykur stuðninginn við Svíþjóðardemókratana.


mbl.is Svíþjóðardemókratar stærstir í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt hjá þér Páll. Þetta gerist þegar hrokafullt yfirvald hlustar ekki eftir ótta almennings. Það er hægt að smíða allskonar rétttrúnað en á endanum ryður raunveruleikinn sér alltaf rúms.

Ragnhildur Kolka, 20.8.2015 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband