Sunnudagur, 6. september 2015
Árni Páll skilur ekki gjaldmiðla
Rikasta fólkið í Grikklandi heldur dauðahaldi í evruna enda auðvelt að flytja auðæfi úr landi þegar gjaldmiðillinn er alþjóðlegur. Evran veldur fátækt í Grikklandi. Annað hver undir þrítugu er atvinnulaus vegna evrunnar. Og vegna evrunnar eru þjóðarskuldir Grikkja 200 prósent af landsframleiðslu.
Hér heima segir formaður Samfylkingar: ,,krónan er ónýt." En það einmitt með krónuna sem Ísland komst hratt og vel frá kreppunni sem Árni Páll og Samfylking kölluðu yfir okkur 2008. Hér er full atvinnu og Ísland skuldar eitthvað um 60 prósent af þjóðarframleiðslu. Árna Páli finnst það ómögulegt ástand.
Nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman skrifar pistil um gjaldmiðla og ber saman dollara fjögurra engilsaxneskra þjóða. Hans niðurstað er að gjaldmiðlar smáþjóða standist vel samanburð við lögeyri stórþjóða og að gengisaðlögun sé mikilvægt tæki efnahagsbúskapar fullvalda þjóða.
Ekkert af þessu skilur Árni Páll Árnason. Líklega er það einmitt þess vegna sem hann er formaður Samfylkingar.
![]() |
Þetta snýst ekki um mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 6. september 2015
Bandaríkin klúðra ítrekað utanríkismálum
Afskipti Bandaríkjanna af Afganistan og Írak leiddu til aukins ofbeldis, sem ekki sér fyrir endann á. Í Sýrlandi ætlaðuðu Bandaríkin að steypa stjórn Assad en tókst ekki.
Mistök Bandaríkjanna í Írak og Sýrlandi gáfu öfgasamtökunum Ríki íslams færi á að eflast og leggja undir sig stór landssvæði og flæma milljónir burt frá heimilum sínum. Þær milljónir banka nú á dyr Evrópu.
Í Úkraínu stuðluðu Bandaríkin, ástam ESB, að falli Viktor F. Yanukovych forseta landsins í febrúar 2014. Fall hans markaði endalok Úkraínu sem þjóðríkis. Landið er klofið í vestur- og austurhluta og mun ekki gróa um heilt í fyrirsjáanlegri framtíð.
Í stað þess að Bandaríkin stuðli að friði og öryggi í heiminum er stórveldið ítrekað sekt um skammsýni í utanríkismálum.
![]() |
Óttast aðkomu Rússa í Sýrlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 5. september 2015
60 manna ársfundur Bjartar Framtíðar
Ef taldir eru fjölskyldumeðlimir kjörinna fulltrúa Bjartar framtíðar á þingi og sveitarstjórnum fást líklega í kringum 60 - sami fjöldi og sótti ársfund flokksins.
Á huggulegum fjölskyldufundi er sjálfsagt að móta stefnu í málefnum lands og þjóðar.
Allur almenningur lætur sér fátt um finnast um fjölskyldufundi Bjartar framtíðar.
![]() |
Vilja fleiri flóttamenn hingað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 5. september 2015
RÚV þvingar borgarstjóra til að gefa pólitískt rétt svar
RÚV er orðin að áróðursmiðstöð þeirra sem vilja að Ísland taki við nokkur hundruð flóttamönnum, jafnvel þúsundum. Í hádegisfréttum RÚV var borgarstjóri með rökbrellu þvingaður til að gefa pólitískt rétt svar við spurningu sama fréttamans og tók ráðherra til bæna í gær.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vildi síður nefna tölu á fjölda flóttamanna. Fréttmaðurinn beitti þá rökbrellunni um þvingað val, en sú brella er þekktust í spurningunni ,,ertu hættur að berja eiginkonuna?" Hvernig sem svarað er þá er barsmiðum játað.
Orðrétt eru samskipti fréttamanns og boragarstjóra þessi:
Fréttamaður:,,Gæti borgin jafnvel tekið á móti nokkur hundruð flóttamönnum?"
Borgarstjóri: ,,Já, ég held það..."
Fréttamaðurinn fer býsna nærri að leggja borgarstjóra orð í munn og leyfir sér síðan að birta frétt með eftirfarandi uppslætti: ,,Borgin gæti tekið á móti nokkur hundruð". Öllum sem heyrðu fréttina skildist að borgarstjóra vildi síður nefna tölur og láta ríkisstjórnina um að ákveða fjölda flóttamanna sem skuli veitt viðtöku. En það hentar ekki RÚV.
RÚV reynir með brellum og afflutningi orða viðmælenda sinna að fá niðurstöðu sem RÚV er fyrirfram búin að gefa sér.
Vinnubrögð RÚV eru fyrir neðan allar hellur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 5. september 2015
Sókrates, Samherji og meginstofnanir samfélagsins
Forn-gríski heimspekingurinn Sókrates var dæmdur að ósekju til dauða í Aþenu. Vinir hans gerðu flóttaáætlun. Sókrates hafnaði flótta með þeim rökum að þótt hann væri saklaus af ákærum komst dómstóll 500 Aþenumanna að niðurstöðu. Það væri ekki Sókratesar að vefengja æðsta dómstól borgarinnar sem ól hann og skóp aðstæður fyrir gjöfult líf. Sókrates drakk eiturbikar Aþenumanna af virðingu fyrir heildarhagsmunum.
Seðlabanki Íslands er ásamt alþingi, stjórnarráði og dómstólum meginstofnun samfélagsins. Eftir hrun voru sett á gjaldeyrishöft í þágu almannahagsmuna. Gjaldeyrishöftin urðu ekki til alsköpuð í einu vetfangi heldur þurfti nokkrar tilraunir. Meginmarkmiðið var skýrt. Almenningur skyldi finna sem minnst fyrir höftunum en stórnotendur gjaldeyris skyldu bera hitann og þungann af þeim. Þetta er sanngjarnt sjónarmið og í þágu heildarhagsmuna.
Seðlabankinn beindi sjónum sínum að nokkrum grunsamlegum atvikum um meðferð gjaldeyris, m.a. að einu öflugasta fyrirtæki landsins, Samherja. Mál Samherja fór í rannsókn hjá embætti sérstaks saksóknara, sem þýðir að aðili óháður Seðlabankanum mat málsatvik þannig að þau réttlættu framhald málsins. Nú hefur réttmæt málsmeðferð í lýðræðisríki leitt til þeirrar niðurstöðu að mál gegn Samherja og stjórnendum skuli felld niður.
Eigendur og talsmenn Samherja eiga nú um tvo kosti að velja. Að fagna niðurstöðunni og halda áfram að gera það sem þeir gera best, að veiða fisk og selja. Í öðru lagi geta Samherjamenn troðið illsakir við meginstofnanir samfélagsins með þeim rökum að sakir á hendur þeim voru rangar.
Meginstofnanir samfélagsins sjá til þess að undirkerfin samfélagsins virki. Eitt mikilvægt undirkerfi er fiskveiðistjórnunarkerfið. Það var sett á þegar Samherji sleit barnsskónum sem lítil útgerð á Akureyri um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Samherji er orðið að einu stærsta fyrirtæki landsins, þökk sé þeirri staðreynd að meginstofnanir samfélagsins eru starfi sínu vaxnar og undirkerfin tikka eins og til er ætlast.
Við hrunið riðuðu meginstofnanir samfélagsins til falls. Æstur múgur gekk um götur og torg og heimtaði uppstokkun á helstu stofnunum samfélagsins og svo sannarlega vildi múgurinn fiskveiðistjórnarnarkerfið feigt.
Meginstofnanir samfélagsins stóðu af sér atlöguna í kjölfar hrunsins. Ekki síst vegna þess að þær sýndu almenningi með verkum sínum að stofnanir starfa í þágu almannaheilla en ekki þröngra sérhagsmuna.
Áður en eigendur og stjórnendur Samherja gera upp við sig hvort þeir ætla una sáttir við málalok í vegna gjaldeyrishaftanna eða efna til ófriðar ættu þeir að íhuga fordæmi Sókratesar. Enginn biður Þorstein Má og Samherjamenn að drekka eiturbikar enda var hann þeim aldrei réttur; þeir eru sýkn saka. Í fullri vinsemd eru Samherjamenn beðnir að fallast á það sjónarmið að ábyrgir aðilar ættu ekki nema í lengstu lög að leggja til atlögu meginstofnanir samfélagsins með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika þeirra.
![]() |
Sakamál vegna Samherja fellt niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. september 2015
Neyðarhjálp þangað sem neyðin er stærst
Neyð flóttamanna í mið-austurlöndum verður ekki leyst með því að veita takmörkuðum fjölda þeirra hælisvist á vesturlöndum. Varanleg lausn á þessum vanda fæst aðeins í heimkynnum þeirra.
Alþjóðleg samtök, Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn, svo dæmi séu tekin, sinna margháttaðri aðstoð við flóttamenn.
Neyðaraðstoð er lausn á skammtímavanda. Til lengri tima þarf stefna vesturlanda gagnvart þessum heimshluta að breytast og taka mið af aðstæðum en ekki innfluttum vestrænum hugmyndum umm hvernig stjórnskipun skuli háttað.
Ísland ætti að einbeita sér að veita neyðaraðstoð þar sem neyðin er stærst, í mið-austurlöndum.
![]() |
Myndir ráði ekki stefnunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. september 2015
Pútín, fræðimenn og RÚV-klámið
Pútín í Rússlandi talar í sama tón og fræðimenn á vesturlöndum. Flóttamannavandinn í Evrópu er afleiðing mistaka vestrænna ríkja í málefnum mið-austurlanda. New York Times ræðir við sérfræðinga sem efnislega segja það sama og haft er eftir Pútín í Morgunblaðinu:
Hvað er það með þessa stefnu [vesturlanda]? Þetta er innleiðing á þeirra eigin mælikvörðum þar sem ekki er tekið tillit til sögu, trúarbragða, bæði þjóðar- og menningareinkenna á þessum svæðum.
Í New York Times er fjallað um hve hópar sýrlensku flóttamanna eru ólíkir. Sumir eru sterkefnaðir, aðrir í millistétt og enn aðrir fátækir. Sameiginlegt eiga þeir að hafa gefist upp á heimalandi sínu.
Trúbræður og nágrannar Sýrlendinga gera mest lítið fyrir þá eins og kemur fram í frétt á Vísi.
Alvöru fjölmiðlar skýra og upplýsa um flóttamannavandann. RÚV á hinn bóginn stundar tilfinningaklám sem gengur út á að varpa rýrð á íslensk stjórnvöld. Fyrstu fjórar fréttir í hádegisfréttum RÚV gengu allar út á að Ísland taki ekki við nógu mörgum flóttamönnum. Fréttamaður RÚV rak hljóðnemann upp í trýnið á ráðherra og spurði hvenær tala lægi fyrir um fjölda flóttamanna. Ráðherra var gerður tortyggilegur með því að hafa ekki tölu á hraðbergi.
RÚV er löngu orðið að sértrúarmiðli aðgerðasinna sem sérhæfir sig í áróðri en ekki faglegri umfjöllun um málefni líðandi stundar.
![]() |
Pútín sá vandann fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 4. september 2015
Stjórnmálakerfið lamar sig sjálft
Allir stjórnmálaflokkar á alþingi hafa verið í ríkisstjórn á síðustu tveim kjörtímabilum. Nema Píratar, sem þó eru með þann foringja í brúnni, Birgittu Jónsdóttur, sem varði ríkisstjórn vinstriflokkanna falli.
Strax eftir hrun komst til valda fyrsta vinstristjórn lýðveldissögunnar. Samfylking og Vinstri grænir ætluðu sér langtum róttækari breytingar á samfélaginu en þeir höfðu umboð til. Jóhönnustjórnin ætlaði sér að bylta stjórnskipuninni, koma Íslandi í ESB og kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Vinstristjórnin rann á rassinn með öll sín stóru mál og fékk herfilega útreið í kosningunum 2013, verri en nokkur önnur ríkisstjórn á vesturlöndum hafði fengið.
Í stað þess að draga lærdóma af niðurstöðu lýðræðislegra kosninga tóku vinstriflokkarnir upp bandalag við ýmsa frekjuhópa samfélagsins og reyndi að stjórna lýðveldinu með mótmælafundum á Austurvelli.
Þegar hluti stjórnmálakerfisins segir sig frá meginreglum þess hefur það lamandi áhrif á allt kerfið.
Píratar eru eini flokkurinn sem græðir á upplausnarástandinu. Enda segjast þeir uppreisnarafl.
![]() |
Hugsi yfir þessari niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. september 2015
Evrópa á leið í pólitíska ísöld - Íslandi óviðkomandi
Eftir falla kommúnismans fyrir 25 árum stóðu vonir til að þýða yrði milli stærstu þjóða Evrópu. Sú von brást þegar Rússar voru einangraðir frá friðsamlegri þróun með því að ríki Varsjárbandalagsins voru tínd upp í Nató.
Tilvist Nató, eftir að Varsjárbandalagið leið undir lok, var yfirlýsing stóru Vestur-Evrópuríkjanna og Bandaríkjanna að öryggismál álfunnar skyldu ákveðin einhliða. Til skamms tíma gekk það snurðulaust fyrir sig, eða þangað til kom á Úkraínu.
Þá settu Rússar Nató-ríkjunum stólinn fyrir dyrnar. Úkraína verður um fyrirsjáanlega framtíð vettvangur togstreitu stórveldanna. Engin leið er fyrir Nató-ríkin að sigra í þessari deilu. Rússar geta á hvaða tíma sem er sett þrýsting á veikburða Nató-ríki, t.d. Eystrasaltslöndin, og sent rússneska hermenn að berjast í Úkraínu.
Stríðsástandið í Úkraínu mun leiða til erfiðari samskipta þjóða í Austur-Evrópu þar sem sífellt vofir yfir að átökin fari úr böndunum. Þegar flóttamenn frá stríðshrjáðri Úkraínu taka að streyma vestur mun vandinn magnast.
Ísland á ekki að láta teyma sig út í pólitíska ísöld á meginlandi Evrópu.
![]() |
Ítrekaði stuðning við þvingunaraðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. september 2015
Kommúnisminn hrundi á landamærum; ESB líka
Kommúnisminn hrundi þegar ekki var hægt að stöðva för fólks vestur yfir Berlínarmúrinn. Sumir fóru beint yfir múrinn en aðrir í gegnum Ungverjaland eða Tékkóslóvakíu. Þegar landamæri kommúnistaríkjanna hrundu fór yfirbyggingin sömu leið.
Evrópusambandið stendur frammi fyrir ónýtu Schengen-landamærasamstarfi sökum þess að aðildarríki ESB geta ekki komið sér saman um stefnu í málefnum flóttamanna frá Mið-Austurlöndum og Afríku.
Þjóðríkin munu eitt af öðru taka upp vörslu landamæra sinna. Þar með er einn af fjórfrelsið í hættu, sem er hornsteinn Evrópusambandsins. Eftir að settar eru hömlur á fólksflutninga gætu skorður verið reistar við flæði vöru, þjónustu og fjármagns milli ESB-ríkja.
![]() |
Schengen að liðast í sundur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |