Þriðjudagur, 22. september 2015
Móðir Merkel og gagnrýnin
Spiegel nefnir Merkel kanslara ,,móður Merkel" á forsíðu með tilvísun í dýrlinginn móður Teresu sem hjálpaði útskúfuðum. Jákvæðni Merkel gagnvart flóttamönnum skilaði Þjóðverjum jákvæðri umfjöllun - sem þeir kunna vel að meta í ljósi sögunnar.
Forseta Króatíu þykir lítið til móður Merkel koma og biður um að kanslarinn lagi ringulreiðina vegna flóttamanna.
![]() |
Kynþáttahatrið sameinar þá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. september 2015
Kvenfyrirlitning og strákar sem kynlífsleikföng
Í bókinni Bóksalinn frá Kabúl lýsir Åsne Seierstad hvernig kvenfyrirlitning og barnaníð helst í hendur meðal múslíma í Afganistan. Konur eru geymdar inn á heimilum en bardagamenn taka sér unga stráka til að svala fýsnum sínum.
Samkvæmt frétt New York Times heitir barnaníðið sérstöku nafni, ,,bacha bazi", eða strákaleikur.
Menning sem elur af sér iðju af þessu tagi mun seint aðlagast vestrænum lífsgildum.
![]() |
Hunsa barnaníð bandamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. september 2015
Borgarstjórn er skemmda eplið í stjórnmálamenningunni
Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur lítur á pólitík sem tækifæri til að þröngva sértrúarsjónarmiðum upp á almenning. Meirihlutinn lítur ekki á sig sem þjónandi yfirvald heldur handhafa sannleikans.
Á tímum Jóns Gnarr var sértrúarhyggjan falin undir kímni en birtist okkur núna grímulaus.
Gyðingahatrið í tillögu um viðskiptabann á Ísrael var til umræðu í borgarkerfinu í eitt ár, segir Björk Vilhelmsdóttir.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill fá okkur til að trúa því að tillagan hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til Bjarkar.
Tillaga löðrandi í gyðingahatri var sem sagt að velkjast í borgarkerfinu í eitt ár án þess að nokkur lét svo lítið að benda á að hugarfarið að baki væri ekki beinlínis viðfelldið, svo vægt sé til orða tekið.
Skemmda eplið í stjórnmálamenningunni mun halda áfram að eyðileggja út frá sér.
![]() |
Hvorki vanhugsað né mannréttindamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. september 2015
Múslímskt umsátur um Evrópu
,,Evrópa stendur frammi fyrir sjálfsmorði," segir í samantekt Die Welt á umfjöllun evrópskra fjölmiðla um flóttamannavandann. Eftir samúðarbylgjuna sem fylgdi fyrsta fréttasnúningnum á flóttamönnum gætir vaxandi tortryggni í Evrópu.
Fréttir um fölsuð sýrlensk vegabréf þar sem fólk frá ríkjum þar sem ekki ríkir stríðsástand, t.d. Albaníu, reynir að fá hæli sem bátaflóttamenn gera ekki annað en að auka á tortryggnina.
Bylgja flóttamanna sem skellur á Evrópu er múslímsk. Í Vestur-Evrópu eru fyrir fjölmenn samfélög múslíma sem illa gengur að láta samlagast vestrænum siðum. Austur-Evrópuþjóðir streitast gegn því að samfélög múslíma skjóti þar rótum enda veit það ekki á friðsæld.
Evrópsk stjórnmál munu draga dám af umræðunni og verða harðari og öfgafyllri en um langa hríð.
![]() |
Mikill minnihluti frá Sýrlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. september 2015
Misheppnaða samfylkingarkynslóðin
Fyrrum formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík segir sömu pólitíkina ráða í Samfylkingu og fyrir hrun og sömu einstaklingana sitja í þingsætum flokksins - varamennirnir séu líka gamlingjar á flokksvísu.
Kynslóðin sem vísað er til er sú sem fékk einstakt tækifæri eftir hrun til að setja mark sitt á lýveldissöguna. Með 30 prósent fylgi vorið 2009 og forsætisráðherra í ríkisstjórn vinstriflokka var Samfylking í dauðafæri að breyta íslenskum stjórnmálum varanlega. Niðurstaðan í þingkosningum fjórum árum síðir segir allt sem segja þarf: með 12,9 prósent fylgi henti þjóðin Samfylkingunni út í hafsauga.
Eftir tvö ár í stjórnarandstöðu er fylgishrun Samfylkingar margstaðfest. Flokkurinn kemst hvorki lönd né strönd og flokksstjórnarfundurinn um helgina breytir engu þar um. Hvergi bólaði á nýskapandi hugsun né vilja til að endurmeta pólitíkina sem leiddi Samfylkinguna út í eyðimörkina.
Misheppnaða samfylkingarkynslóðin er sama kynslóðin og stofnaði flokkinn. Líklega var aldrei von. Eins skiptið þegar flokkurinn fékk fylgi sem að kvað var þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrun. Síðast þegar viðlíka áfall reið yfir þjóðina var í móðuharðindunum í lok 18. aldar þegar Ísland vær nærri úrskurðað óbyggilegt.
Samkvæmt því er næsti sjens Samfylkingar í kringum árið 2200.
![]() |
Samfylkingin föst í gömlu frösunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. september 2015
Víkingar; nasistar eða hippar?
Víkingar og samnefnd öld, frá um það bil 800 til 1100, gjalda fyrir það að nær allar samtímaheimildir um þá eru skrifaðar af kristnum munkum. Þeir kristnu gáfu víkingum ekki góða umsögn.
New York Times fjallar um endurreisn víkingamenningar í Noregi og vandræðin við að setja kjöt á beinagrind heimilda sem forfeður okkar skilja eftir sig.
Niðurstaða, með eðlilegum fyrirvara, er að víkingar voru hvorki rasískir fasistar né góðlegir hippar heldur eitthvað þar á milli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. september 2015
Dagur gerir Ísland að kjánalandi
Með Jóni Gnarr hvarf afsökunin fyrir lélegri stjórnsýslu og fáránlegum tiktúrum í æðstu stjórn höfuðborgarinnar.
Viðskiptabann á Ísrael til að þóknast Hamas-vináttu fráfarandi borgarfulltrúa er stjórnsýsla sem ekki á að sjást.
Dagur hlýtur að axla ábyrgð á þessum mistökum.
![]() |
Vill alla flóttamenn til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. september 2015
Árni Páll: Samfylkingin verkfæri blogghersins
Bloggherinn sem myndar stemningu í samfélaginu í kringum meint dráp á hundinum Lúkas og önnur þjóðþrifamál er bandamaður Samfylkingar, segir Árni Páll Árnason formaður. Hann nefndi ekki bloggherinn á nafn en öllum má vera ljóst hvað hann á við með þessum orðum:
Ný stjórnmál þurfa nýja umgjörð og við eigum að gera tilraun til að skapa hana á grunni Samfylkingarinnar. Hér, eins og alls staðar annars staðar, spretta upp hreyfingar fólks til að berjast fyrir samfélagsumbótum. Flóttamenn. Makríllinn. Druslugangan. Reynslan frá hruni. Það skortir ekkert á vilja fólks til að leggja gott af mörkum. En hér, eins og um alla Evrópu, er fólk líka að átta sig á þeirri hættu að sjálfsprottnar hreyfingar verði til af miklu afli, en skorti úthaldið til að koma breytingum í höfn. Þær geti orðið eins og glæsileg flugeldasýning: Heillandi en endist alltof stutt til að knýja fram raunverulegar breytingar. Aftur og aftur höfum við séð sköpunarkraftinn, vonina og orkuna sem myndast þegar fólk hópast saman, en svo vantar tækið til að koma málum áfram. Afleiðingin verður vonbrigði og sundrung, vonleysi, biturleiki og uppgjöf.
Samfylkingin stendur ekki fyrir neitt annað en andóf og flugeldasýningar. Makríllinn, sem formaðurinn nefndi, er tákn um vel heppnaða aðgerð Samfylkingar, að lama störf alþingis sem ekki gat sett lög um makrílveiðar vegna málþófs Árna Páls og félaga.
Bloggherinn er annað orð yfir stjórnmál móðursýkinnar. Og það er ekkert nýtt að liðsmenn Samfylkingar gefi sig móðursýkinni á vald. Varaformaður flokksins notar orðbragð á alþingi sem fæstum dettur í hug að eigi þar heima. Borgarstjóri Samfylkingar gaf sig dómgreindarleysinu á vald þegar hann samþykkti viðskiptabann á Ísrael.
Nálgun Árna Páls er þessi: snúum veikleika okkar upp í stefnumál, förum alla leið með bloggherinn að bandamanni. Veðjum á að þjóðin kaupi flugeldastjórnmálin okkar.
Verði Samfylkingunni að góðu.
![]() |
Tími til að borga reikninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19. september 2015
Dagur utanríkisráðherra, eins og Össur...
Vinstrimenn í stól utanríkisráðherra eru jafn hættulegir okkur og krakki með eldspýtur er sinu. Stórslys hlýst af þegar vinstrimenn reyna fyrir sér í utanríkismálum. Dagur í dag, Össur í gær.
Utanríkismál eru fyrir fullorðna.
Vinstrimenn þjakar eilíf bernska, eins og rithöfundur úr þeirra röðum afhjúpar um helgina með því að biðja um byltingu og kommúnisma.
![]() |
Hefur haft víðtækar afleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19. september 2015
Bretar sakna Steingríms J. og Jóhönnu - og Icesave-peninganna
Bretar og Hollendingar fá aðeins 2 prósent af Icesave-kröfum sínum með samkomulagi við Ísland. Íslenskur ráðherra hafði þó ,,persónulega lofað" að Ísland myndi greiða Icesave-reikninginn.
Ofanritað er úr frétt Daily Telegraph um Icesave-uppgjörið.
Vinstri grænir og Samfylking unnu að því sleitulaust að hagsmunir Breta og Hollendinga yrðu teknir fram yfir íslenska hagsmuni. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sneri blaðinu við. Bretar sakna undirlægjunnar sem vinstrimenn tileinka sér í samskiptum útlönd.
Íslenska þjóðin þakkaði vinstrimönnum fyrir sig með því að setja þá í pólitískan skammarkrók. Þar eru Vg og Samfó enn.
![]() |
Fullnaðarsigur í Icesave-málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)