Þriðjudagur, 29. september 2015
Hjónaband, lög og trú - Salómonsdómur Brynjars
Að því marki sem yfirlýsing um hjónaband er löggjörningur fer skráning þess fram hjá Þjóðskrá. Prestar eru þar aðeins milliliður.
Að því marki sem hjónavígsla er trúarathöfn kemur hún hvorki Þjóðskrá við, - né innanríkisráðherra.
Allir hlutaðeigandi í deilunni um vígslu samkynhneigða hljóta að fagna Salómonsdómi Brynjars Níelssonar. Niðurstaðan er þessi:
a. Prestar ákveða sjálfir hvort þeir samþykkja að taka að sér hjónavígslu eða ekki - enda fyrst og fremst trúarathöfn.
b. Prestar bjóða hjónaefnum þá þjónustu að tilkynna hjónaband til Þjóðskrár. Þessi þjónusta er valkvæð, sbr. a.
c. Innanríkisráherra skiptir sér ekki af samvisku opinberra starfsmanna.
![]() |
Trúfélög sjái ekki um hjónavígslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 29. september 2015
Góðærið skilar sér til almennings
Stórbættur hagur þjóðarinnar skilar sér inn á öll heimili með því að kaup hækkar og sterkari gengi krónunnar skilar sér í lægra vöruverði, nema þar sem verslunin er í stöðu til að stela af neytendum með fákeppni.
Almenningur greiðir niður skuldir, endurnýjar bílaflotann og stækkar við sig í húsnæði.
Stjórnvöld verða að sjá til þessa að hagkerfið ofhitni ekki og stíga á bremsuna í ríkisútgjöldum - og tala Seðlabankann upp í vaxtahækkun.
![]() |
Staða barnafjölskyldna batnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 29. september 2015
ESB-frelsi til þrælahalds
Óheftur innflutningur á vinnuafli frá ESB-ríkjum, í skjóli EES-samnings, leiðir til nútíma þrælahalds, segir forystumaður í verkalýðshreyfingunni.
ESB-frelsi grefur undan lífskjörum iðnarmanna og verkafólks á Íslandi. Það er einfaldlega staðreynd málsins sem þarf að horfast í augu við.
Frelsi til að stunda þrælahald og grafa undan lífskjörum fólks hér á landi er ekki ýkja eftirsóknarvert. Svona frómt frá sagt.
![]() |
Mannréttindabrot í garðinum heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. september 2015
Sýrland, Úkraína og stöðutaka stórvelda
Stöðutaka Rússa í Sýrlandi síðstu vikur er öðrum þræði svar við tilraunir Nató-ríkja að ná forræði yfir Úkraínu. Pútín færði víglínuna frá bakgarði Rússa til mið-austurlanda þar sem vesturveldin eru í viðkvæmri stöðu.
Stefna Bandaríkjanna í mið-austurlöndum er rúin trausti enda litið á innrásina í Írak 2003 sem klúður er skóp samtökum á borð við Ríki íslams tækifæri til að láta að sér kveða. Bandaríkin eru klunnar, reyna að þjálfa svokallaða hófsama múslíma sem byrja á því að gefast upp og afhenda hryðjuverkamönnum vopn og búnað.
Fyrir utan Ísrael er Saudi-Arabía helsti bandamaður Bandaríkjanna í þessu heimshluta. Fréttir um að sótt sé að Salman konungi vita ekki á gott fyrir bandaríska hagsmuni.
Væntanlega forsetaskipti í Bandaríkjunum mun torvelda stefnumótun stórveldisins næstu misserin.
Óöldin í mið-austurlöndum er heldur að rísa en hníga. Stöðutaka stórvelda á þessum slóðum eykur ekki friðarlíkurnar.
![]() |
Sundrung á meðal leiðtoga heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. september 2015
Fullveldið sigrar í Evrópu
Fái þjóðir val kjósa þær fullveldi. Stjórnarfyrirkomulag með fullveldi í öndvegi svarar best kröfum þjóða um að ráða eigin málum. Katalanar kusu fullveldi um helgina og vilja sjálfstæði frá Spáni, eftir misgóða sambúð frá 1714.
Eins og aðrar þjóðir, sem eiga yfirþyrmandi nágranna, t.d. Írland, Skotland og Finnland, kjósa Katalanar aðild að Evrópusambandinu til að halda nágrönnum sínum í skefjum.
Smáþjóðir tryggja fullveldið sitt með ýmsum hætti.
![]() |
Sjálfstæðissinnar með meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. september 2015
Vesturlönd tapa í Sýrlandi
Rússar eru með öll trompin á hendi í Sýrlands-deilunni. Í bandalagi við Íran styðja Rússar Assad forseta til að berja niður óaldarflokkinn sem kenndur er við Ríki íslam.
Vesturlönd vildu ríkisstjórnarskipti í Sýrlandi og finna hófsama múslíma til að stjórna landinu. Hófsamir múslímar eru á hinn bóginn vandfundnir.
Írakar eru hluti af bandalaginu með Rússum gegn Ríki íslam. Eins og Íranar eru Írakar flestir sítar og tilheyrir Assad-fjölskyldan sama meið múslíma. Piltarnir í Ríki íslam eru á hinn bóginn súnní-múslímar eins og t.d. Saudi-Arabar.
Trúardeilur eru einn grunnþáttur Sýrlands-deilunnar. Vesturlönd voru heldur sein að fatta það og standa núna eins og illa gerður hlutur með sýrlenska flóttamenn við dyrastafinn og enga bandamenn í Sýrlandi.
![]() |
Vill samstarf gegn Ríki íslams |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. september 2015
Múslímar vilja vestræn lífsgæði en miðaldatrú
Múslímar óska sér vestrænna lífsgæða, holskefla flóttamanna frá löndum múslíma er þar órækur vitnisburður. En múslímar vilja halda í miðaldaútgáfu af trú sinni sem gerir ráð fyrir að öðrum sé bannað málfrelsi og leyfir opinber afskipti af trúariðkun.
Vesturlönd aflögðu miðaldatrú með veraldarhyggju sem gerir trú að einkamáli hvers og eins. Múslímum er mörgum hverjum sú hugsun algerlega framandi.
Þjóðverjar, sem nú um stundir eru þeir frjálslyndustu í Evrópu, neyðast líklega til að aðskilja múslímska flóttamenn frá kristnum flóttamönnum. Ástæðan: fréttir af ofbeldi múslíma gagnvart kristnum.
Miðaldahugarfar múslíma leyfir aðeins eina trú og aðeins eina útgáfu af hinni einu sönnu trú. Múslímar eiga ekkert erindi til vesturlanda með þessi miðaldaviðhorf.
![]() |
Finnur ekki til eftirsjár, aðeins reiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. september 2015
Fjölmenningarsamfélagið, flóttamenn og Evrópa
Ungverjar vilja ekki endurtaka mistök Vestur-Evrópu með tilraunum með fjölmenningarsamfélag. Reynslan af fjölmenningarsamfélögum Vestur-Evrópu er slík að ekki er ástæða til að reyna leikinn í Austur-Evrópu.
Í Þýskalandi eru vaxandi efasemdir um að lífvænlegt sé að opna landamærin fyrir straumi flóttamanna. Merkel kanslari er gagnrýnd fyrir að senda ekki skilaboð um að Þýskaland geti ekki tekið við öllum sem vilja koma. Í Bæjaralandi eru samherjar Merkel sérlega gagnrýnir og buðu Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands í heimsókn til að sýna samstöðu með ákvörðun Ungverja að loka landamærunum fyrir flóttamönnum.
Í Austur-Evrópu er andstaða við ákvörðun Evrópusambandsins um að sérhvert ríki skuli taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Í Lettlandi eru mótmælafundir sem sýna Juncker forseta framkvæmdastjórnar ESB með Hitlers-skegg. Mótmælin sameina Letta og rússneska minnihlutann. Báðir hóparnir telja vonlaust að múslímskir flóttamenn aðlagist lettnesku samfélagi. Sömu sögu er að segja í Póllandi, Tékklandi og Slóvakíu.
Fjölmenningarsamfélagið í Vestur-Evrópu er í raun og sann misheppnað. Jafnvel Merkel viðurkenndi það fyrir fimm árum.
Vandamálið fyrir evrópsk stjórnmál og almenning í ESB er að fjölmenningarsamfélagið er eina hugmyndafræðin í boði í umræðunni um viðtöku flóttamanna. Valkosturinn við hugmyndafræði fjölmenningarsamfélagsins er þjóðernishyggja. Á meginlandi Evrópu, einkum í Þýskalandi, er það sérlega vandmeðfarin pólitísk stefna.
![]() |
Meintur stórsmyglari drepinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 26. september 2015
Ábyrgðin á Hitler
Stalín kallaði sósialdemókrata ,,sósíalfasista" og gerði sitt til að koma í veg fyrir samstöðu kommúnista og krata gegn valdatöku Hitlers í Þýskalandi, sem fór fram á lýðræðislegum forsendum.
Bretland skammaðist sín fyrir aðildina að Versalasamningnum eftir fyrra stríð þar sem Þýsklandi var einu kennt um upphaf fyrri heimsstyrjaldar - hrein sögufölsun. Afleiðing var friðþæginarstefna gagnvart Hitler sem kom honum á bragðið að krefjst landvinninga.
Bretar og Frakkar útilokuðu Sovétríkin sem bandamann gegn Hitler. Stalín taldi sig kaupa tíma með griðasáttmmálanum viku fyrir upphaf seinna stríðs í Evrópu.
Ábyrgðin á vexti og viðgangi Hitlers og nasista er nokkuð víða. Mest þó hjá Þjóðverjum sjálfum.
![]() |
Að hluta Pólverjum að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. september 2015
Trú, kynlíf og heimspeki
Trúariðkun á það sameiginlegt kynlífi að séu athafnirnar hlutlægt skráðar og þeim lýst kemur iðjan fremur hallærislega fyrir sjónir og lítt áhugaverð. Engu að síður stundar fólk hvorttveggja trú og kynlíf af nokkrum móð og talsverðri innlifun nú um stundir sem löngum áður.
Fastur dálkahöfundur Guardian gerir þennan samanburð í pistli þar sem hann reynir að útskýra tilhöfðun trúarinnar. Trú er eins og kynlíf, fáránlegt en virkar, skrifar Jonathan Freedland, sem sjálfur stundar gyðingdóm án þess að gera mikið með yfirnáttúrulega þáttinn, þetta með guð og spámennina í beinu sambandi við æðri máttarvöld.
Kenning Freedland er að trú auki samheldni og sé félagslegur þáttur sem samfélagið geti illa verið án þrátt fyrir skringilegheit trúarsiða. Svo líkingunni sé haldið til haga; trú er meira en tilbeiðsla, kynlíf meira en kirtlastarfsemi.
Trú er valkvæð í okkar heimshluta. Hverjum og einum er í sjálfsvald sett að tileinka sér hverja þá trú sem vera skal. Rök gegn trú, sem byggja á ófrelsi, eiga ekki lengur við í vestrænni menningu. Annað gildir um mið-austurlönd.
Gagnrýnni hugsun er oft teflt fram sem valkosti við trúarbrögð. Páll heitinn Skúlason heimspekingur setti fram undir þeim formerkjum eftirfarandi lögmál: það er rangt að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum.
Páll kannaðist við að hnífskörp skynsemin er ein og sér of takmörkuð til að seðja mennskuna. Hann greindi, með aðstoð Charles Sanders Peirce, þrjár leiðir sem við notum samhliða gagnrýnni hugsun að komast að sannindum um heiminn.
Páll nefnir þessar þrjár leiðir þrjóskuleiðina, kennivaldsleiðina og fordómaleiðina og ættu nafngiftirnar að gefa hugboð um hvað er átt við.
Heimspeki og trú geta það sem köld vísindi eru ófær um, orðið ,,þjónustuliður í samskiptum manns og náttúru" eins og Páll Skúlason sagði snemma á ferli sínum. Kynlíf er, samkvæmt skilgreiningu, einnig ,,þjónustuliður" manns og náttúru.
![]() |
Slysið æðra mannlegri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)