Fjölmenningarsamfélagið, flóttamenn og Evrópa

Ungverjar vilja ekki endurtaka mistök Vestur-Evrópu með tilraunum með fjölmenningarsamfélag. Reynslan af fjölmenningarsamfélögum Vestur-Evrópu er slík að ekki er ástæða til að reyna leikinn í Austur-Evrópu.

Í Þýskalandi eru vaxandi efasemdir um að lífvænlegt sé að opna landamærin fyrir straumi flóttamanna. Merkel kanslari er gagnrýnd fyrir að senda ekki skilaboð um að Þýskaland geti ekki tekið við öllum sem vilja koma. Í Bæjaralandi eru samherjar Merkel sérlega gagnrýnir og buðu Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands í heimsókn til að sýna samstöðu með ákvörðun Ungverja að loka landamærunum fyrir flóttamönnum.

Í Austur-Evrópu er andstaða við ákvörðun Evrópusambandsins um að sérhvert ríki skuli taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Í Lettlandi eru mótmælafundir sem sýna Juncker forseta framkvæmdastjórnar ESB með Hitlers-skegg. Mótmælin sameina Letta og rússneska minnihlutann. Báðir hóparnir telja vonlaust að múslímskir flóttamenn aðlagist lettnesku samfélagi. Sömu sögu er að segja í Póllandi, Tékklandi og Slóvakíu.

Fjölmenningarsamfélagið í Vestur-Evrópu er í raun og sann misheppnað. Jafnvel Merkel viðurkenndi það fyrir fimm árum. 

Vandamálið fyrir evrópsk stjórnmál og almenning í ESB er að fjölmenningarsamfélagið er eina hugmyndafræðin í boði í umræðunni um viðtöku flóttamanna. Valkosturinn við hugmyndafræði fjölmenningarsamfélagsins er þjóðernishyggja. Á meginlandi Evrópu, einkum í Þýskalandi, er það sérlega vandmeðfarin pólitísk stefna.


mbl.is Meintur stórsmyglari drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Merkel hefði betur látið af fjölmenningar þráhyggjunni,þegar hún sá hvert stefndi fyrir 5 árum.Þær eru dýrar þessar pólitísku tilraunir,sérstaklega með þvílíku offorsi.                                                                                                        

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2015 kl. 10:51

2 Smámynd: Hörður Þormar

Það kom fram í þætti á þýsku sjónvarpsstöðinni ARD í morgun að kristnir flóttamenn óttuðust mjög múslima sem ofsóttu þá þar sem þeir bjuggu saman í flóttamannabúðum í Þýskalandi.

Hörður Þormar, 27.9.2015 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband