Schengen er búið að vera

Sameiginleg landamæri 22 ESB-ríkja (og Íslands, Noregs, Sviss og Lichentstein) er markleysa þegar milljónir flóttamanna knýja dyra. Flóttamenn, sem einu sinni eru komnir inn fyrir Schengen, eiga samkvæmt reglum samstarfsins frjálsa för innan þess.

Fyrrum ritstjóri Economist leggur til að Schengen verði formlega aflagt og skipuleg landamæravarsla þjóðríkja tekin upp á ný.

En líklega er til of mikils mælst að valdhafar í Brussel viðurkenni mistök og afleggi kerfi sem virkar ekki.


mbl.is Óttast um afdrif Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennarar lækka í launum - fyrirmynd fyrir aðra

Sigurður Þ. Sigurþórsson íþróttakennari í grunnskóla lækkaði í launum skv. síðustu kjarasamningum, segir í frétt á Pressunni þar sem vitnað er í umræðuhóp á samfélagsmiðli. Í umræðuhópi framhaldsskólakennara á Facebook er staðan ekki mikið betri.

Jón Gretar Hafsteinsson skrifar þar: ,,Þegar ég ber saman launaseðla mína frá því fyrir ári síðan og nú þá er hækkun útborgaðra launa 2,4%. Ég er að kenna 4 hópum, líkt og í fyrra, er með kennsluafslátt vegna aldurs og nokkra tíma í stofuumsjón. Vinnuálag er því mjög svo sambærilegt."

Helgi Ingólfsson á sama vettvangi: ,,Ég bar saman þann launaseðil, sem ég fékk í dag, og þann sem ég fékk fyrir sléttu ári til að sjá áhrif vinnumatsins. Forsendurnar eru nákvæmlega þær sömu, þ.e. ekkert hefur breyst í kennslu minni. - Á þessu ári hafa nettólaun mín (sem skipta mig mestu máli) hækkað um 5.1%, en brúttólaun 5,6%. Vinnudögunum hefur fjölgað um 5 á árinu og hugsanlega verður vinna vegna styttingar náms til stúdentsprófs einnig felld þarna undir."

Á vinnumarkaðnum er talað um að kennarar hafi fengið stórkostlega launahækkanir sem ættu að vera fyrirmynd fyrir aðra. Kennarar eru ekki á sama máli.


Múslímar: engin viðskipti við konur, síst frakkar ljóshærðar

Mest lesna frétt Die Welt í dag er af fasteignamiðlaranum Aline Kern sem starfar í Bad Kreuznach í Þýskalandi. Fjölskylda, ættuð frá Sýrlandi, óskaði eftir að sjá íbúð sem Kern auglýsti.

Þegar á vettvang var komið mættu Kern þrír fullorðnir karlmenn, kona með blæju fyrir andliti og þrjú börn. Einn karlmannanna kunni eitthvað fyrir sér í þýsku. Kern stóð frammi fyrir þeim vanda að karlmennirnir neituðu að skoða íbúðina með henni. Sá sem kunni þýsku sagði Kern að hún væri kona, ljóshærð og hefði í ofanálag horft í augu karlanna. Ekki kæmi til greina að þeir ættu viðskipti við hana.

Kern deildi reynslu sinni af þeim sýrlensku á Facebook og sagðist hafa upplifað sig sem annars flokks borgara í eigin landi. Á Facebook fékk hún m.a. glósur um nasistahneigð.


Innanríkisráðherra Merkel ómyrkur um flóttamenn

Innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, segir flóttamenn vanvirða þýska gestrisni: ,,flóttamenn eiga nóg af peningum til að kaupa sér leigubíla að keyra sig mörg hundruð kílómetra vegna þess að þeir eru óánægæðir með aðstæður á einum stað. Þeir fara í verkfall vegna aðbúnaðar, kvarta undan matnum og efna til slagsmála á flóttamannamiðstöðvum."

Í sömu umfjöllun segir varakanslari Merkel, jafnaðarmaðurinn Sigmar Gabriel, að flóttamenn yrðu að átta sig á því að í Þýskalandi gilti jafnrétti, tjáningarfrelsi og trúfrelsi.

Gabriel segir jafnframt að innviðir Þýskalands séu við að bresta vegna álags af flóttamönnum. Ennfremur að það væri ekki kynþáttahatur þótt Þjóðverjar létu í ljós andstöðu við móttöku flóttamanna.

Merkel verður að fá friðarverðlaun Nóbels í næstu viku. Eftir eitt ár verða afleiðingarnar af opingáttarstefnu hennar komnar í ljós og þær verða ekki friðsamar.

 

 


mbl.is Fær Merkel Friðarverðlaun Nóbels?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður Katrín gefst upp sem ESB-sinni

Óánægja í Sjálfstæðisflokknum stafar EKKI af því að flokkurinn er á móti aðild að Evrópusambandsins, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum varaformaður flokksins. Hún segir í viðtali við vísi.is

Það er ákveðinn hópur innan flokksins sem vill sjá aðrar leiðir heldur en forystan er að fara. En menn hafa ekki mikið vit á pólitík og innviðum flokksins ef þeir halda að Evrópumálin séu það sem fólk er óánægt með.

Þorgerður Katrín barðist ásamt Benedikt Jóhannessyni og fáeinum öðrum gegn því á landsfundum Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hafnaði skýrt og skorinort ESB-aðíld.

En núna eru það sem sagt ekki ESB-málin, sem valda óánægju Þorgarðar Katrínar. Óánægða fólkið verður að leita sér að nýju óánægju-máli.

Sumir eiga sér óánægju að hugsjón. 


Sjálfstæðisflokkurinn nærbuxur klíkukapítalismans?

Útrás og hrun kenndu okkur að aðeins ein útgáfa af kapítalisma þrífst á Íslandi; klikukapítlaisminn sem keyrði þjóðina í gjaldþrot fyrir sjö árum.

Klíkukapítalisminn tekur draum Jósefs úr biblíunni bókstaflega og ætlar sér nú, eftir sjö mögur ár, að fá sjö feit. Eins og í útrás er meiningin að flá feita þjóðareignargöltinn til að seðja klíkukapítalismann.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að verða nærbuxnahald klíkukapítalismans tekur flokkurinn meðvitaða ákvörðun um að staðsetja sig á anal-stigi stjórnmálanna.

 


mbl.is „Ríkið á ekki að selja nærbuxur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín lögreglustjóri mið-austurlanda

Rússar ætla að taka að sér lögreglustjórn í mið-austurlöndum. Það felur í sér meiri íhlutunarrétt Rússa í þessum heimshluta en þeir hafa nokkru sinni haft.

Veik staða Bandaríkjanna, eftir misheppnaða innrás í Írak 2003, ásamt lamaðri Evrópu, vegna holskeflu flóttamanna og innbyrðis deilna, opnar Rússum möguleika á langtum stærra hlutverki á alþjóðavettvangi en áður.

Bandalag Rússa við Írani, Íraka og Assad Sýrlandsforseta breytir til frambúðar valdajafnvæginu í þessum heimshluta, með varanlegum afleiðingum fyrir heimspólitíkina.

 


mbl.is Réðust á bandamenn Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið er ekki fyrir Skúla

Auðmenn eru iðulega haldnir þeirri meinloku að ríkisvaldið sé til að þeir græði peninga. Meinlokan stafar af því að til að verða auðmaður útilokar einstaklingur alla aðra hagsmuni en sína eigin.

Velgengni auðmanna réttlætir í þeirra huga að ríkisvaldið krjúpi fyrir þeim.

Við sáum í útrás og hruni hvernig fer fyrir þjóð sem lætur auðmenn ráðskast með sig. Vítin eru til að varast.


mbl.is Hundruð milljarða tjón af hægagangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar frá kommúnisma til kristni

Stærstan hluta síðustu aldar hélt Rússland lífi í draumi þýsks gyðings um stéttlaust samfélag. Rússar buðu valkost við kapítalisma sem líklega bjargaði auðvaldinu frá sínum verstu öfgum.

Á 21stu öld skera Rússar upp kristna herör gegn ofbeldisfullum múslímum. Vestrænar þjóðir hika og efast en Rússar láta til sín taka.

Merkileg þjóð Rússar.


mbl.is Kirkjan styður „heilaga baráttu“ Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöf farsæl, Hanna Birna fórnarlamb

Ólöf Nordal er farsæl í starfi ráðherra og er með burði til að verða framtíðarleiðtogi. Hanna Birna Kristjánsdóttir var fórnarlamb áróðursherferðar sem ekki á sinn líka í seinni tíma stjórnmálasögu.

Sjálfstæðisflokkurinn er vel mannaður með þær tvær sem valkosti í varaformennskuna.


mbl.is Forystumenn skora á Ólöfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband