ESB hrynur - frjálslynt lýðræði sekkur

Hótanir eru sagðar upphátt í samskiptum ESB-ríkjanna en áður voru þær hvíslaðar á lokuðum fundum. Innanríkisráðherra Þýskalands hótar Grikkjum útilokun frá Schengen vegna þess að múslímskir flóttamenn streyma óhindrað inn í Mið-Evrópu frá Grikklandi.

Evrópusambandið hótar Pólverjum rannsókn og refsingu vegna fjölmiðlalaga pólsku ríkisstjórnarinnar er þrengja að tjáningarfrelsinu. Í Póllandi og Ungverjalandi, sem einnig er ESB-ríki, eru ríkisstjórnir sem líta á frjálslynt lýðræði ESB sem löst fremur en kost. Hugtakið ,,andfrjálslynt lýðræði", er orðið viðurkennt í pólitískri umræðu, jafnvel þótt það sé næsti bær við andlýðræði. Flokkum með andfrjálslynt lýðræði á stefnuskrá sinni fjölgar í Evrópu og þeim vex fylgi.

Ástæðan fyrir vexti andfrjálslynds lýðræðis er að háborg frjálslynda lýðræðísins, Evrópusambandið, er að hruni komið. Roger Bootle útskýrir í Telegraph samhengi evru-kreppunnar við flóttamanna-kreppuna. Í báðum tilvikum ætar ESB sér um of og ræður ekki við verkefnið. Evrópusambandið sogar til sín valdheimildir frá aðildarríkjum en er of veikt til að stýra viðfangsefnunum.

,,Europa zerfällt," Evrópa hrynur, segir aðalútgefandi Frankfurter Allgemeine Zeitung, FAZ, og bætir við: í húfi er friður, frelsi og velmegun. Útgefandinn hvetur Þjóðverja til að setja saman c-áætlun, þar sem Kjarna-Evrópa kæmi í stað ESB. Kjarna-Evrópa væri Þýskaland, Bnelúx-löndin, Austurríki en líklega ekki Frakkland og varla Ítalía. FAZ túlkar sjónarmið góðborgaranna í Þýskalandi. Þeir eru að missa þolinmæðina gagnvart Evrópusambandinu.

Donald Trump, sá stjórnmálamaður í Bandaríkjunum sem mest er talað um, er andfrjálslyndur í stíl við leiðtoga í Pólland, Ungverjalandi og Rússlandi. Nærtækt er að álykta að tímabil frjálslynds lýðræðis, sem má segja hefjist eftir seinna stríð, sé að renna sitt skeið.

Alþjóðastjórnmál standa frammi fyrir leiðréttingu ef ekki uppstokkun. Áhugaverðir tímar eru framundan.

  

 


mbl.is „Getum tekið við fleiri með betri samvinnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kiev-stjórnin efnir ekki Minsk, Gunnar Bragi í tómu tjóni

Vesturveldin styðja stjórnina í Kiev, sem deilir við uppreisnarmenn, er Rússar styðja, um yfirráðin yfir austurhéruðum Úkraínu. Minsk-samkomulagið kveður á um sjálfsstjórn austurhéraðanna gegn því að Kiev-stjórnin fái yfirráð yfir landamærum.

Kiev-stjórnin hefur hingað til ekki efnt sinn hluta Minsk-samkomulagsins með því að gera ekki nauðsynlegar laga- og stjórnarskrárbreytingar til að veita austurhéruðunum sjálfsstjórn.

Gunnar Bragi, utanríkisráðherra Íslands, á eftir að útskýra það fyrir okkur hvers vegna Ísland er í viðskiptastríði við Rússa vegna Krímskaga, - sem Minsk-samkomulagið tekur ekki til. Krímskagi verður hluti af Rússlandi.


mbl.is Viðskiptabanni jafnvel aflétt í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álverinu ætti að loka núna

Álverið í Straumsvík er barn síns tíma en er löngu orðið úrelt á þeim stað sem það er rekið. Álverið hamlar eðlilegri byggðaþróun með ströndinni og ætti að loka þegar af þeirri ástæðu einni.

Þegar við bætist að eigendur álversins eru í skæruhernaði gagnvart starfsfólki sem flýr undan þá er einboðið að álverið loki.

Atvinnuástandið í landinu er þannig að eftirspurn er meiri eftir vinnuafli en framboð. Sem sagt: lokum álverinu í Straumsvík.


mbl.is Fyrirtækið að étast upp innan frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Machiavelli og Mussolini í forsetaslag

Hillary Clinton er valdapólitíkus sem Machiavelli skrifaði um; gerir það sem til þarf að ná völdum og halda þeim. Samnefnarinn fyrir bakland Donald Trump er krafan um sterkan leiðtoga, n.k. Mussolini.

Öfgalaus, litlaus og áferðasnotur Michael R. Bloomberg telur sig eiga möguleika gegn fyrirbærunum Hillary og Donald.

Eftir átta ár með Obama er hvít útgáfa sitjandi forseta ekki líkleg að selja. Meiri líkur eru að nýsósíalistinn Sanders taki Clinton í forvali demókrata en að Bloomberg skori sem óháður.

 


mbl.is Bloomberg íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er á Kvíabryggju

Þrír fangar á Kvíabryggju, sem sjónvarp Jóns Ásgeirs birti viðtal við, eru pólitískt andlit Sjálfstæðisflokksins. Fangarnir komust til álna þegar einkavæðing Sjálfstæðisflokksins stóð yfir og frjálshyggja æðstavald í pólitík.

Þjóðinni gast ekki að föngunum á Kvíabryggju. Þeir eru hrokafullir og þess albúnir að endurtaka leikinn frá útrás til hruns. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn: ætlar að einkavæða bankakerfið á einu bretti, - vegna þess að auðmönnum er svo vel treystandi fyrir fjármálastofnunum þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn lærði ekkert af hruninu. Flokkurinn heldur í sömu kilisjupólitíkina og leiddi okkur í hrunið. Nýmælin í pólitík Sjálfstæðisflokksins eru helst þau að éta upp misheppnaða fjölmenningarstefnu góða fólksins.

Auðmanna- og fjölmenningarstefna Sjálfstæðisflokksins skilar 19,5 prósent fylgi. Flokkurinn er huggulegur smáflokkur, eins og Halldór Jónsson orðar það.

Sjálfstæðisflokkurinn gat orðið þjóðarflokkur ef hann hefði lesið rétt í spilin kjörtímabilið 2009 til 2013. Þá réð hér vinstristjórn sem gerði atlögu að stjórnskipun lýðveldisins. Stjórnarskránni átti að kollvarpa og flytja fullveldið til Brussel.

Atlögu vinsstriflokkanna á lýðveldið var hrundið. Í nafni hvaða hugmynda? Kom einkavæðing eða frjálshyggja þar við sögu? Nei, lítið sem ekkert.

Fullveldi, gróin borgaraleg gildi um varkárni og íhaldssemi í félagslegum málefnum og ríksfjármálum voru ráðandi í andófinu gegn vinstristjórninni.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í ríkisstjórn vorið 2013, mest fyrir tilstilli kosningasigurs Framsóknarflokksins, þá hélt forysta flokksins að þjóðin hefði veitt umboð fyrir nýrri einkavæðingu á grunni frjálshyggju. Það var mikill misskilingur.

Davíð Oddsson sá fyrir sér hörmungarferlið sem frjálshyggjan var komin í haustið 2003 þegar hann tók út einkasparnaðinn úr Kaupþingi-Búnaðarbanka. Þá voru fimm ár í hrun og engu var hægt að breyta vegna þess að tiltekin pólitísk hugmyndafræði hafði sigrað. Ári eftir reyndi ríkisstjórn Davíðs að setja lög á fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs en tapaði þeim slag. Einkavæðingar-auðræðið var allsráðandi í samfélaginu.

Með hruni varð einavæðingar-auðræðið að gjalti. Forysta Sjálfstæðisflokksins átti vitanlega að urða líkið sjö fet undir yfirborði jarðar. Orðræða flokksins á að snúast um sígilda borgaralega stefnu s.s stjórnfestu, fjölskylduvelferð og lög og rétt í samfélaginu.

Sjálfstæðisflokkurinn er á Kvíabryggju og losnar ekki þaðan fyrir næsta þingkosningar. Pólitísk orðræða kemur ekki eins og kanína upp úr hatti töframanns kortéri fyrir kosningar.

 


mbl.is Fylgi Pírata eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Albanía ekki lengur fyrirmynd Íslands

Eigendur sjúkrahótelsins í Ármúla, Ásdís Halla Bragadóttir og félagar, fengu hagfelldan samning við ríkið sem forstjóri Sjúkratrygginga varði með klóm og kjafti þegar Landspítalinn gagnrýndi fyrirkomulagið.

Ásdís Halla telur að Albanía eigi að vera fyrirmynd fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi og flutti um það erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins. Albanía er það ríki í Evrópu og Asíu sem mismunar mest þegnum sínum m.t.t. heilbrigðisþjónustu. En eflaust er hægt að græða góðan pening á þeirri misskiptingu.

Fyrirsjáanlega eru slit á aðild Ásdísar Höllu og félaga að heilbrigðiskerfinu. Mætti álykta að Albanía er ekki lengur fyrirmynd Íslands í heilbrigðismálum. Sumir myndu telja það framför.


mbl.is „Þetta eru vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður: Árni Páll skilur hvorki pólitík né efnahagsmál

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingar, lagði fram frumvarp um afnám verðtryggingar, ásamt Helga Hjörvar, sem formaðurinn afneitar. Árni Páll formaður segist bíða eftir evru í stað krónu - þá munu öll efnahagsmál á Íslandi lagast af sjálfu sér.

Sigríður Ingibjörg segir Árna Pál ekki ekki fatta að slagurinn um evruna sé tapaður:

Nú, þegar ljóst sé að ekki verði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan í fyrirsjáanlegri framtíð, sé nauðsynlegt að losna við verðtrygginguna.

Árni Páll sigraði Sigríði í formannsslag Samfylkingar með einu atkvæði. Hún segist ekki ganga með formanninn í maganum en finnur hjá sér þörf að benda alþjóð á að sitjandi formaður skilji hvorki pólitík né efnahagsmál.


Vel meint hjá Kára, en vanhugsað

Heilbrigðiskerfið er langdýrasti þátturinn í ríkisrekstri. Almennt má segja að þjóðarsátt sé um að við setjum nægan pening í heilbrigðisþjónustuna til að hún sé á heimsmælikvarða.

Við erum með þing og ríkisstjórn til að ákveða framlög til heilbrigðismála. Á þeim vettvangi, og almennri pólitískri umræðu, fer fram forgangsröðun sem birtist í fjárlögum hvers árs.

Eflaust er það vel meint hjá Kára Stefánssyni að styrkja heilbrigðiskerfið með undirskriftasöfnun. En undirskriftarsafnanir eru ekki stjórntæki sem koma i stað þings og stjórnarráðs.

Undirskriftarsöfnun - einnig þjóðaratkvæði - á við þegar um alger undantekningatilvik er að ræða, samanber Icesave-málið. Heilbrigðiskerfið er viðvarandi viðfangsefni. Engin ein ákvörðun gerir það betra eða verra. Þess vegna mun söfnun undirskrifta á netinu ekki gera stóra hluti fyrir heilbrigðiskerfið, nema þá í skamma stund.

Stjórnfesta færi veg allrar veraldar ef undirskriftasafnanir leystu af hólmi pólitíska orðræðu á þingi, í ríkisstjórn og í samfélaginu. Við sætum uppi með múgræði.


mbl.is Reiknar með ásökunum um lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát góða fólksins

Æðstiklerkur í Sádí-Arabíu bannar manntafl og segir það tímasóun og tengt veðmálum. Þar með er skákbann orðið að trúarmenningu múslíma. Gagnrýni á skákbann múslíma gæti þótt móðgun við trú þeirra.

Annað dæmi: múslímskir karlar í Englandi komast upp með að banna eiginkonum sínum að læra ensku, samkvæmt frásögn lækna og annarra sem þekkja til. Gagnrýni á ólæsi múslímakvenna er móðgun við múslímska karlamenningu.

Gagnrýni og móðganir eins er hatursorðræða annars.

Góða fólkið er komið með lögregludeild sem fylgist með gagnrýni á trúarmenningu múslíma. Annað tveggja gerist, að við mátum góða fólkið eða góða fólkið setur skák og mát á tjáningarfrelsið.


mbl.is Vita lítið um hatursglæpi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll afneitar eigin þingmönnum

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, afneitar frumvarpi tveggja þingmanna flokksins, Helga Hjörvar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur. Framvarpið er um afnám verðtryggingar og sætti harðri gagnrýni þegar það var lagt fram.

Árni Páll segir frumvarpið ekki samrýmast stefnu Samfylkingar og hann muni ekki styðja það. Í þessu máli líkt og mörgum öðrum er erfitt að henda reiður á stefnu Samfylkingar. Flokkurinn á sér ekki pólitíska kjölfestu, er ýmist hægriflokkur eða vinstriflokkur en alltaf tækifærissinnaður.

Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli á síðasta landsfundi flokksins. Árni Páll hélt formannsembættinu með einu atkvæði. Sennilega ekki með atkvæði Helga Hjörvar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband