Hverjir eiga Ísland? Rétt svar gefur sigur 2017

Ríkið mun eignast innlendan hluta gjaldþrotabúa hrunbankanna í skiptum fyrir erlendar eigur, sem fara til kröfuhafa búanna.

Ríkið á þá a.m.k. tvo banka, Íslandsbanka og Landsbanka, en sá þriðji, Arion, var í sölu þegar síðast fréttist. Ásamt bönkunum fylgja milljarðaeigur í fasteignum og fyrirtækjum.

Þjóðin er ríkið og þessar eigur eru þjóðareigur. Ríkið mun á hinn bóginn ekki eiga góssið til langframa, þó að vonandi sé að Landsbankinn verðir þjóðarbanki um ókomna tíð.

Ríkisstjórnin fær eitt tækifæri til að koma þjóðareignum í umferð, aðeins eitt. Ef hún klúðrar tækifærinu er úti um sigurmöguleika ríkisstjórnarflokkanna í þingkosningunum 2017.

Lærdómurinn af síðustu einkavæðingu er að hún gekk of hratt fyrir sig. Skynsamleg áætlun fyrir einkavæðinguna sem nú stendur fyrir dyrum er að dreifa sölunni á tíu til tuttugu ár í gagnsæju og opnu ferli.


mbl.is „Stórmál fyrir lausn á höftunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórnin eyddi gögnum til að fela getuleysi

Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingar og Vinstri grænna kunni lítið fyrir sér í handverki stjórnarráðsins. Það kom sér heldur illa þar sem fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins fékk það hlutverk að endurreisa Ísland eftir bankahrun.

Getuleysi er alveg hægt að fyrirgefa. Verkefnin voru stór og fordæmalaus.

En til að fá fyrirgefningu þarf að viðurkenna mistökin. Ráðherrar Jóhönnustjórnarinnar eru of smáir til að viðurkenna getuleysið sem blasir þó við alþjóð - samanber handvömmina í Icesave.

Einkavæðing bankanna í hendur útlendinga er annað dæmið um getuleysi vinstristjórnarinnar. Og þar virðist einsýnt að gögnum hafi verið eytt til að fela sporin. Eyðing opinberra gagna til að hylja getuleysi er ekki pólitík heldur afbrot.


mbl.is Mikilvægar fundargerðir eru týndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni góður kostur á Bessastaði

Hreyfing er í þá átt að fá Guðna Ágústsson til framboðs forseta í sumar þegar Ólafur Ragnar lætur af húsmennsku á Bessastöðum.

Guðni er góður kostur á Bessastaði. Hann kann stjórnmál afturábak og áfram, er stjórnarskrármaður, seinþreyttur til vandræða en hvikar hvergi þegar á hólminn er komið.

Lýðveldið væri í góðum höndum Guðna Ágústssonar.


Ráðhúsið: engin könnun, aðeins fegraðar skýrslur

Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík tekur ekki þátt í samaburðakönnun sveitarfélga um þjónustu við íbúana. Þess í stað pantar borgin skýrslur um gæluverkefni vinstrimanna, atkvæðagreiðslur um hvort leggja skuli gangstíg þar eða byggja leikvöll hér.

Kosturinn við pantaðar skýrslur er að þær má alltaf endursenda til verksala til að fá útkomu sem hentar verkkaupa.

Samanburðarkönnun sveitarfélaga á þjónustu við íbúa er á hinn bóginn ekki hægt að fegra. Þess vegna vilja vinstrimenn í ráðhúsinu við Tjörnina ekki vera með.


mbl.is „Reyna að forðast óþægilegt umtal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratafylgið hafnar Sjálfstæðisflokki

Stærsta fréttin í nýrri skoðanakönnun, að frátöldu 40 prósent fylgi Pírata, er fylgistap Sjálfstæðisflokksins upp á sex prósentustig.

Á síðasta landsfundi reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að höfða til píratafylgis með popúlistamálum eins og áfengi í matvöruverslunum, frjálshyggjulegri forystu og einkavæðingu.

Píratafylgið, sem einu sinni hét lausafylgi, leitar ekki að píratamálum í Sjálfstæðisflokknum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leitar á þessi mið, sem einu sinni voru sameiginleg með Samfylkingu, er næsta víst að annað fylgi, borgaralegt íhald, haldi á aðrar slóðir.


Neytendur standa undir hagnaði Haga

Hagar eru með nógu háa álagningu á matvöru til að standa undir milljarðahagnaði ár hvert. Þeir sem borga gróða Haga eru neytendur fyrst og fremst en framleiðendur einnig.

Í fákeppni matvöruverslunarinnar blóðmjólka Hagar bæði framleiðendur og neytendur til að skila milljörðum í vasa eigenda Haga.

Það er svívirðan.


mbl.is Svívirðileg framsetning hjá Sindra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar eru valdaflokkur

Birgitta kapteinn Pírata var ekki fyrr búin að úthýsa frjálshyggjumönnum úr flokknum en að Helgi háseti sagði frjálshyggjumenn velkomna.

Píratar eru óðum að verða allt fyrir alla til að halda sem lengst í fylgi skoðanakannana.

Valdaflokkar eru með þá stefnu sem hentar hverju sinni.


mbl.is Vill frjálshyggjumenn úr Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eichmann-rökin tekin gild í héraðsdómi

Adolf Eichmann vildi náðun vegna þess að hann framfylgdi fyrirskipunum. Fyrir ofan Eichmann voru Heydrich, Himmler og sjálfur foringinn.

Héraðsdómur Reykjavíkur tekur Eichmann-rökin góð og gild í Chesterfield-málinu. Engin gögn, segir dómurinn, staðfesta að fyrirskipun hafi verið gefin um tefla stórum fjárhæðum í hættu. En hvaða kom fyrirskipun um að reka banka eins og mafíuverkefni þar sem allir topparnir græddu, og nota gróðann til að reisa hótel um allar þorpagrundir, en samfélagið sat uppi með tapið?

Héraðsdómur á eftir að útskýra hvaða yfirvald var æðra æðstu stjórnendum Kaupþings. Annars ganga Eichmann-rökin ekki upp í tilfelli bankamanna sem keyrðu fjármálakerfi þjóðarinnar í þrot.

Kannski eru héraðsdómararnir þeirrar skoðunar að guð almáttugur hafi verið að verki? Er búið að kanna hvort viðkomandi dómarar tilheyri sértrúarsöfnuði?


mbl.is Niðurstaða dómsins skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt stjórnmálaafl: læknaflokkurinn

Læknarnir Kári Stefánsson og Magnús Karl Magnússon hljóta að formgera stjórnmálahreyfinguna á bakvið undirskriftarsöfnun um aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins.

Læknaflokkur Kára og Magnúsar Karls kann sitthvað fyrir sér í pólitískum vinnubrögðum, enda komnir með 50 þúsund undirskriftir. Í kjarabaráttu lækna, fyrir tveim árum, sýndu læknar fram á að hugvitsamleg notkun almannatengla, sem plöntuðu ,,fréttum" í auðtrúa fjölmiðla, skilar árangri í baráttunni um hylli almennings.

Kári og Magnús Karl vekja athygli á Icesave-málinu, en einmitt baráttan þar kallaði fram nýjan Framsóknarflokk. Læknafélagarnir tveir geta ekki látið staðar numið hér. Þeir eru byrjaðir í pólitík og verða að fylgja því eftir með flokksstofnun. Annars dæmast þeir úr leik sem óábyrgir eins-máls-menn. Undirskriftarsöfnunin hlýtur að vera forsmekkurinn að öðru og stærra.

Læknaflokkurinn er kannski ekki gott nafn. Hvað með Heilbrigðisflokkinn? Eða Hamingjuflokkurinn? Við-vitum-allt-best-flokkurinn? Mest lýsandi væri þó: Topparaflokkurinn.


mbl.is „Ráðamenn hlusta ekki á þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdefling Kára þýðir veikara stjórnkerfi

Kári Stefánsson er ígildi stjórnmálahreyfingar. Með eins-máls-undirskriftarsöfnun hyggst hann breyta heilbrigðiskerfinu.

Ekkert eitt átak mun breyta heilbrigðiskerfinu. Löngu eftir að undirskriftarsöfnuninni lýkur, og Kári gleymdur, verður rætt um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og tekist á um opinbert fé hvað skuli gert með það.

Nái Kári árangri með erfiði sínu verður það á kostnað stjórnfestu með því að viðurkennd stjórntæki, alþingi og stjórnarráð, eru sniðgengin. Fordæmi eru komin fyrir einsmálshreyfingum sem lýsa frati á þekktar aðferðir til málamiðlunar. Lýðveldið okkar verður ekki betra heldur eykst sundurþykkjan.

Veikra stjórnkerfi og orðræða á borð við ,,forsætisráðherra er fýldur út í allt og alla" er líklega ekki tilgangur Kára. Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum.


mbl.is Forsætisráðherra „fýldur út í alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband