Sjálfstæðisflokkurinn er á Kvíabryggju

Þrír fangar á Kvíabryggju, sem sjónvarp Jóns Ásgeirs birti viðtal við, eru pólitískt andlit Sjálfstæðisflokksins. Fangarnir komust til álna þegar einkavæðing Sjálfstæðisflokksins stóð yfir og frjálshyggja æðstavald í pólitík.

Þjóðinni gast ekki að föngunum á Kvíabryggju. Þeir eru hrokafullir og þess albúnir að endurtaka leikinn frá útrás til hruns. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn: ætlar að einkavæða bankakerfið á einu bretti, - vegna þess að auðmönnum er svo vel treystandi fyrir fjármálastofnunum þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn lærði ekkert af hruninu. Flokkurinn heldur í sömu kilisjupólitíkina og leiddi okkur í hrunið. Nýmælin í pólitík Sjálfstæðisflokksins eru helst þau að éta upp misheppnaða fjölmenningarstefnu góða fólksins.

Auðmanna- og fjölmenningarstefna Sjálfstæðisflokksins skilar 19,5 prósent fylgi. Flokkurinn er huggulegur smáflokkur, eins og Halldór Jónsson orðar það.

Sjálfstæðisflokkurinn gat orðið þjóðarflokkur ef hann hefði lesið rétt í spilin kjörtímabilið 2009 til 2013. Þá réð hér vinstristjórn sem gerði atlögu að stjórnskipun lýðveldisins. Stjórnarskránni átti að kollvarpa og flytja fullveldið til Brussel.

Atlögu vinsstriflokkanna á lýðveldið var hrundið. Í nafni hvaða hugmynda? Kom einkavæðing eða frjálshyggja þar við sögu? Nei, lítið sem ekkert.

Fullveldi, gróin borgaraleg gildi um varkárni og íhaldssemi í félagslegum málefnum og ríksfjármálum voru ráðandi í andófinu gegn vinstristjórninni.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í ríkisstjórn vorið 2013, mest fyrir tilstilli kosningasigurs Framsóknarflokksins, þá hélt forysta flokksins að þjóðin hefði veitt umboð fyrir nýrri einkavæðingu á grunni frjálshyggju. Það var mikill misskilingur.

Davíð Oddsson sá fyrir sér hörmungarferlið sem frjálshyggjan var komin í haustið 2003 þegar hann tók út einkasparnaðinn úr Kaupþingi-Búnaðarbanka. Þá voru fimm ár í hrun og engu var hægt að breyta vegna þess að tiltekin pólitísk hugmyndafræði hafði sigrað. Ári eftir reyndi ríkisstjórn Davíðs að setja lög á fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs en tapaði þeim slag. Einkavæðingar-auðræðið var allsráðandi í samfélaginu.

Með hruni varð einavæðingar-auðræðið að gjalti. Forysta Sjálfstæðisflokksins átti vitanlega að urða líkið sjö fet undir yfirborði jarðar. Orðræða flokksins á að snúast um sígilda borgaralega stefnu s.s stjórnfestu, fjölskylduvelferð og lög og rétt í samfélaginu.

Sjálfstæðisflokkurinn er á Kvíabryggju og losnar ekki þaðan fyrir næsta þingkosningar. Pólitísk orðræða kemur ekki eins og kanína upp úr hatti töframanns kortéri fyrir kosningar.

 


mbl.is Fylgi Pírata eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Stjórnarskránni átti að kollvarpa." "Hverfa frá hinu norræna módeli stjórnarskráa."

Svona upphrópanir eiga sér enga stoð en hver étur upp eftir öðrum án nokkurs rökstuðnings.

Umbótaákvæðin í frumvarpi stjórnlagaráðs voru fengin úr smiðju þess besta sem gert hefur verið í nýjum stjórnarskrám á Norðurlöndum til að tryggja lýðræðiðð og lýðveldið og andæfa misvægi á myndast hefur milli hinna þriggja þátta valdsins.

Ómar Ragnarsson, 23.1.2016 kl. 12:42

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sjálfstæðisflokkurinn gat aldrei orðið þjóðarflokkur eftir 2008.  Alveg sama hvernig hann hefði lesið í spilin. Hvernig í ósköpunum???  Með því að reka alla bakhjarlana úr flokknum?  Ertu búinn að gleyma landsfundinum 2009?

Í dag þá virðist Framsókn vera svar við þínu ákalli um afturhvarf til borgaralegra gilda. Þeir boða svipaða þjóðmenningarstefnu og þútongue-out

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.1.2016 kl. 13:54

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gat verið að hið sjálfhverfa stjórnlagaráð svaraði á sinn hátt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2016 kl. 13:54

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þegar Páll er farinn að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn, þá er fokið í flest skjól. 

Jón Ragnarsson, 23.1.2016 kl. 15:02

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Smá Fróðleiksmoli: Hér er brot úr viðtali við Hannes Hólmstein úr Reykjavík Grapevine:

You have also worked with the Independence Party for a long time. You’ve often been referred to as the party ideologue.  
You could say that I had a lot of opportunities to implement my ideas and ideologies in the years 1991-2004, when Davíð Oddson was Prime Minister, because we are good friends and collaborators. I will gladly acknowledge that I supported a lot of the changes that were made in our economic system during that time: We increased freedom of trade and of the individual, lowered taxes, opened up the economy, privatised and deregulated. I think it was a great success. When we left the scene in 2004, Iceland was one of the richest and most free nations in the world.

Wilhelm Emilsson, 23.1.2016 kl. 19:29

6 Smámynd: Elle_

Sannarlega var ætlun Jóhönnu og co. að kollvarpa stjórnarskránni, eyðileggja hana svo fullveldinu gæti verið komið til Brussel.  Skiptir engu máli þó í nýju skránni mundu líka hafa verið góðir punktar.  Svo hefur Páll hefur oft gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn, Jón. 

Elle_, 24.1.2016 kl. 00:58

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú er fokið í flest skjól,fátt er því til ráða,vonin sem í brjósti ól,arkar nú til náða. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2016 kl. 02:09

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Elle, er þér rótt  ? "Sannarlega var ætlun Jóhönnu og co. að kollvarpa stjórnarskránni, eyðileggja hana svo fullveldinu gæti verið komið til Brussel"

Er þetta e-ð grín ?

Þú veist greinilega ekkert um stjórnmál.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.1.2016 kl. 16:09

9 Smámynd: Elle_

Góði Tómas, mér er alveg rótt og meinti hvert einasta orð.  Og skildi í ofanálag alveg hvað ég var að segja.

Elle_, 24.1.2016 kl. 16:51

10 Smámynd: Elle_

Sigfús.  Var að hugsa um nafnið Tómas.

Elle_, 24.1.2016 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband