Fimmtudagur, 12. mars 2020
Líf með 3% dauða - eða eymd
Kórónuveiran, COVID-19, er yfirlýstur heimsfaraldur. Viðbrögðin lama alþjóðahagkerfið. Á næstu dögum og vikum blasa við heimsbyggðinni tveir vondir kostir, þar sem annar útilokar hinn.
Í fyrsta lagi að skella í lás, einangra samfélög og loka landamærum ríkja. Kostnaðurinn verður óheyrilegur. Skorturinn í kjölfarið eykur óróa og leiðir til óeirða þar sem þolinmæði er lítil fyrir.
Í öðru lagi að aflýsa heimsfaraldrinum og leyfa veirunni að éta sig í gegnum lönd og lýð. Dauðatollurinn er um 3%.
Frumskylda yfirvalda í hverju ríki er við líf og heilsu íbúanna. Önnur að almenningur fái nóg að bíta og brenna. Skyldurnar verða ekki báðar uppfylltar.
Enginn með mannaforráð útskýrir fyrir almenningi valkostina. Það væri pólitískt sjálfsmorð. Bloggari norður við Dumbshaf er aftur frjáls orða sinna.
![]() |
WHO lýsir yfir heimsfaraldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 11. mars 2020
Samfylkingin fagnar: kreppan er komin, húrra!
Borgarfulltrúi Samfylkingar fagnar efnahagskreppunni í kjölfar kórónuveirunnar. Fólk missir vinnuna, gott mál segir Samfó. Meiri fátækt og Samfylkingin kætist.
Rök borgarfulltrúans er að kaldari heimur eymdar og ömurleika sé rétt pólitík.
Móðuharðindaflokkurinn væri réttnefni á Samfylkingu. Framtíðarsýnin er að Íslendingar hypji sig í moldarkofana, þar eigi þeir best heima.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. mars 2020
Varúð: hálfvitaveira bankamanna komin á stjá
Tillögur bankamanna að ríkissjóður fjármagni ónýt fyrirtæki í gegnum seðlabankann fær uppslátt í Fréttablaðinu.
Síðast þegar við lögðum við hlustir hálfvitanna í bankakerfinu verð þjóðin nærri gjaldþrota.
Drögum réttan lærdóm af hruninu 2008. Hálfvitaveiran smitar hraðar en sú með töluna 19.
![]() |
Gætu boðað til fleiri aukafunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. mars 2020
Hættulegt að ferðast. Punktur.
Öll staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru í Íslendingum nýkomnum frá útlöndum. Aðeins eina ályktun er hægt að draga af þeirri staðreynd: það er hættulegt að ferðast.
Önnur ályktun, sem er nærtæk, en þó röng, er að við gætum lokað landinu til að koma í veg fyrir smit. Tvær ástæður útiloka þá leið. Í fyrsta lagi þýddi lokun landsins efnahagslegar hamfarir af mannavöldum. Kórónuveiran er hættuleg en ekki bráðdrepandi. Aðgerðir verða að hæfa tilefninu.
Í öðru lagi segir sagan okkur að einangrun frá umheiminum er engin trygging fyrir útilokun pestarfaraldra. Á 14. öld herjaði svarti dauði á Evrópu en Ísland slapp. Þangað til í byrjun 15. aldar að Einar nokkur Herjólfsson kom til landsins frá útlöndum. Hann er talinn hafa borið með sér pestina sem drap líklega hálfa þjóðina.
Lokun landsins gæti fræðilega tafið smit af kórónuveirunni. En kæmi hún síðar, þegar umheimurinn væri búinn að mestu að hrista hana af sér, yrði Ísland sett í sóttkví af alþjóðasamfélaginu. Og ekki yrði það vel gott. Í þessu tilfelli er sameiginlegt skipbrot kostur.
En það er hættulegt að ferðast. Punktur.
![]() |
Skilgreina nánast allan heiminn sem gult svæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. mars 2020
Megrun, ekki sultur og seyra
Færri ferðamenn og minni umsvif í efnahagskerfinu veldur atvinnuleysi næstu vikur og mánuði og samdrætti í hagvexti. Ríkissjóður er vel rekinn síðustu ár og getur tekið ágjöfinni en jafnframt lagst á árarnar með atvinnulífinu.
Allar líkur standa til þess að vandinn sé tímabundinn, standi yfir fram á vor.
Nokkurra vikna megrunarátak er ástæðulaust að óttast.
![]() |
Hefur trú á að um tímabundið ástand sé að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. mars 2020
Sósíalistar sækja í félagsauð aldraðra
Sósíalistar lifa sníkjulífi á félagsauði sem aðrir skapa. Núna sækja þeir í félagsauð aldraðra eftir að hafa komið sér fyrir í verkalýðshreyfingunni.
Útkoman verður sú sama og þegar sósíalistar komast yfir efnahagslegan auð. Allt spillist, verður að engu.
Ástæðan er einföld. Sósíalistar skapa engin verðmæti. Sérgrein sósíalista er að lifa á framlögum annarra.
![]() |
Fyrirlitleg vinnubrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. mars 2020
Brynjar og veraldleg kristni
Veraldleg kristni er menningararfur okkar sem við getum illa verið án, ef við viljum skilja vestræna menningu.
Brynjar Níelsson vekur athygli á vanrækslu okkar á þessum menningararfi.
Brynjar er þar í góðum félagsskap. Enski rithöfundurinn Tom Holland setti nýverið saman bók um hvernig kristni skóp vestræna menningu.
Ef við lærum ekki kristni verðum við einfaldlega ólæs á eigin menningu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9. mars 2020
Logi: þjóðfélagssátt er pólitísk stöðnun
Logi formaður Samfylkingar segir sáttastjórn Katrínar Jakobsdóttur pólitíska stöðnun.
Hvernig getur sátt verið stöðnun?
Jú, þegar friður er í samfélaginu þá þýðir það stöðnun í huga þeirra sem þrífast á ófriði.
Við kynntumst samfélagsófriði vinstrimanna alltof vel á tíma Jóhönnustjórnarinnar 2009-2014. Höfuðborginni var att gegn landsbyggð og einni starfsstétt gegn annarri. Undir slagorðinu ,,Ónýta Ísland" var okkur kennt að Íslendingar væru heimsins mestu fáráðlingar til hugar og handa.
Jóhönnustjórninni tókst ekki að ganga af Íslandi dauðu. Meiri seigla reyndist í þjóðinni en vinstrimenn ætluðu.
Loga dreymir um að kveikja nýtt ófriðarbál Samfylkingar og vinstrimanna. Þjóðinni er betur borgið með sátt en óeirðum vinstriflokka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. mars 2020
Verkalýðsfélög eru þjóðfélagsmein smákónga
Sósíalísku smákóngarnir í Eflingu neita að semja við borgina þótt allir aðrir ná niðurstöðu í sínum málum.
Aðeins 8 prósent félaga í Eflingu kaus sósíalistana til forystu.
Ef samfélagið væri ekki hálf lamað vegna kórónuveiru væri kannski hægt að sjá eitthvað fyndið við tilburði sósíalísku smákóngana að skara eld að sinni pólitísku köku með gíslatöku.
En Efling er sorglegt dæmi um ósvífni sértrúarfólks sem krefst ófriðar þegar almenningur vill sátt um krónur og aura til að sigrast á vágesti sem er kórónuveiran.
![]() |
Sex kjarasamningar í höfn - öllum verkföllum BSRB frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 8. mars 2020
Hræðslustjórnun á tímum veiru
Yfirvöld feta einstigi á milli þess að taka kórónuveiruna nógu alvarlega til að draga sem mest úr smiti og þess að valda ekki skelfingu í samfélaginu. Einstigið er vandratað.
Meginhlutverk yfirvalda er að tryggja heilsu og öryggi borgaranna. Í tilfelli veirunnar snýst það um forvarnir, sóttkví/einangrun smitaðra og loks umönnun þeirra sem veikjast.
Önnur skylda yfirvalda er að sjá til þess að samfélagið sé starfhæft. Það þýðir m.a. að atvinnulífið virki og skili af sér vöru og þjónustu.
Afkoma launþega og fyrirtækja ræðst af þeirri truflun sem verður á efnahagsstarfseminni. Verkföll hjálpa ekki til.
En málið snýr ekki að yfirvöldum einum. Hvernig fólk talar sín á milli og á samfélagsmiðlum skiptir máli. Og ekki síst hvernig fjölmiðlar flytja fréttir og umræðu.
Kórónuveiran herjar á samfélagið í heild. Allir verða að axla ábyrgð.
![]() |
Gefa út leiðbeiningar fyrir viðkvæmustu hópana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)