Hræðslustjórnun á tímum veiru

Yfirvöld feta einstigi á milli þess að taka kórónuveiruna nógu alvarlega til að draga sem mest úr smiti og þess að valda ekki skelfingu í samfélaginu. Einstigið er vandratað.

Meginhlutverk yfirvalda er að tryggja heilsu og öryggi borgaranna. Í tilfelli veirunnar snýst það um forvarnir, sóttkví/einangrun smitaðra og loks umönnun þeirra sem veikjast.

Önnur skylda yfirvalda er að sjá til þess að samfélagið sé starfhæft. Það þýðir m.a. að atvinnulífið virki og skili af sér vöru og þjónustu. 

Afkoma launþega og fyrirtækja ræðst af þeirri truflun sem verður á efnahagsstarfseminni. Verkföll hjálpa ekki til.

En málið snýr ekki að yfirvöldum einum. Hvernig fólk talar sín á milli og á samfélagsmiðlum skiptir máli. Og ekki síst hvernig fjölmiðlar flytja fréttir og umræðu.

Kórónuveiran herjar á samfélagið í heild. Allir verða að axla ábyrgð. 


mbl.is Gefa út leiðbeiningar fyrir viðkvæmustu hópana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kórónuveiran ja! Hún er herská helvísk! Var að lesa fréttir af fréttum með henni út í heimi. Sú sem skráði pistilinn ginnti mig aldeilis til að lesa hann allan,þar sem hann byrjaði á Trump, vitandi að enn væru einhverjar eftir sem ´freystuðust til að væna hann um fjölþreifni. Nei,nei bara allt úr fréttum heima að vísu sumt ámlisvert. En ég held að við komumst yfir þessi áföll með samheldni ;já....  

Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2020 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband