Miðvikudagur, 25. mars 2020
SÞ: við deyjum öll núna - eða eftir 30 ár
Í aldarfjórðung hafa Sameinuðu þjóðirnar hótað mannkyni dauða og tortímingu vegna manngerðs loftslags. Þegar ekki tókst að telja meðalgreindum trú um að eldi og eimyrju rigndi yfir heiminn af mannavöldum var áróðrinum beint að börnum og unglingum.
Og svo kemur kórónuveiran sem er raunveruleg vá en ekki vísindaskáldskapur.
Sameinuðu þjóðirnar fá litla áheyrn þar sem púðrið er blautt.
![]() |
Ógnar öllu mannkyninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. mars 2020
Trump alltaf á undan kúrfunni
Trump var fyrstu að tilkynna lokun landamæra og fékk fyrir það ágjöf alþjóðasamfélagsins. Nokkrum dögum síðar fylgdi heimsbyggðin fordæmi Bandaríkjaforseta og lokaði landamærunum. Ísland þó ekki enda búið að aftengja stjórnmálin farsóttarvörnum hér á landi og komið á fót þríeyki lögreglu og tveggja lækna sem ráða heilt.
Nú er Trump fyrstur til að blása af lokun landamæra, segir að það gerist í síðasta lagi um páska. Heimsbyggðin kemur trítlandi á eftir og gerir hið sama næstu daga. Veiruvarnir mega ekki lama samfélög og valda meiri skaða en gagn, verður viðkvæðið.
Trump er einatt á undan öðrum í rás atburðanna.
![]() |
Lokunin gæti eyðilagt landið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 24. mars 2020
Úps, Gulli, Trump opnar en Ísland lokað í Schengen
Trump gæti opnað Bandaríkin á meðan Evrópa er lokuð. Þökk sé Gulla utanríkis er Ísland lokað inn í ESB-bixinu sem kennt er við Schengen.
Gulli kveikti nýverið á því að Ísland væri eyja og ætti að halda samgöngum opnum til austurs og vesturs.
En lærdómurinn fór fyrir lítið. Ísland er enn bundið á klafa Schengen. Það verður skrítið upplitið á Gulla þegar ferðaþjónustan spyr hvers vegna bandarískir ferðamenn fái ekki að koma til landsins.
![]() |
Opna verði landið mjög fljótlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 24. mars 2020
Sósíalistar í Eflingu gefast upp - samstaðan sigraði
Sósíalistarnir í forystu Eflingar mættu samstöðu, bæði almennings og samtaka sveitarfélaga, og gáfust upp á verkfallsaðgerðum sem átti að nota til að lama samfélagið.
Ekki er mikil reisn yfir uppgjöfinni. Sósíalistar hrópa ókvæðisorð, nota orð eins og ,,ómerkileg", ,,skömm" og ,,ósvífni" um viðsemjendur sína.
En hverjir eru viðsemjendur Eflingar? Jú, fulltrúar almennings, sem fengu umboð í lýðræðislegum kosningum til að gæta almannahagsmuna.
Í kosningum til sveitastjórna er almenn þátttaka, um 70 prósent. Aftur tóku um átta prósent, já, 8 prósent, félagsmanna Eflingar þátttöku þegar sósíalistar hrifsuðu til sín völdin.
![]() |
Samninganefnd Eflingar frestar verkfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. mars 2020
Alþjóðlegur vandi, staðbundnar lausnir
Bretar boða útgöngubann í 3 vikur, Hollendingar samkomubann fram í júní, Þjóðverjar eru öfundaðir af þýskri skilvirkni í baráttunni við veiruna á meðan Ítölum er vorkennt.
Kórónuveiran er alþjóðlegur vandi en staðbundnar lausnir eru ráðandi.
Það gildir ekki lengur að alþjóðlegur vandi kalli á alþjóðlegar lausnir. Goðsaga alþjóðasinna er fallin.
Þeir sem tala sama tungumál, búa í eigin menningu og tileinka sér áþekk siðagildi taka ákvarðanir sem eiga við staðbundnar aðstæður.
Kórónufarsóttin staðfesti sannindi sem alþjóðahyggjan reyndi að fela. Trúnaður og traust eru staðbundnir eiginleikar en ekki markaðsvara sem verður seld og keypt á alþjóðlegum markaði
Það er einmitt trúnaður og traust sem bindur saman íbúa og yfirvöld þjóðríkis.
![]() |
Útgöngubann í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. mars 2020
Ísland áfram hundur í bandi Noregs í EES
Á heimasíðu norska stjórnarráðsins má lesa að Noregur og Ísland hafi sent tillögur til Evrópusambandsins um að beygja sig undir reglur ESB í loftslagsmálum.
Áfram á Ísland að vera sóðaríki með sölu á mengunarkvótum og svo á að leggja meiri álögur á almenning og fyrirtæki til fjármagna dómsdagsrugl eins og þetta:
1,5 gráðu skýrslan frá loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna sýnir að brýnt sé að halda heiminum eins og hann er í dag.
(1,5 gradersrapporten fra FNs klimapanel viser at det haster for å beholde verden slik den er i dag.)
,,Halda heiminum eins og hann er í dag"??? Hvað með að gera heiminn hlýrri og betri að búa í, eins og hann var þegar Ísland byggðist frá Noregi? Þá var meðalhitinn 2-3 gráðum hærri en í dag. Mannshöndin kom hvergi nærri.
Landnámsmenn, góðu heilli, skildu dómgreindarlausu fíflin eftir heima. Þar ríkir heiðblá heimska um að mannkindin geti hækkað og lækkað hitastig jarðarinnar eftir hentugleikum. Hvenær ætla Norðmenn að hundskast til að stöðva eldgos og jarðskjálfta?
Hve lengi á Ísland að vera hundur í bandi Noregs?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23. mars 2020
Sóttkví virkar á smit og svínvirkar á atvinnulífið
Þjóðin stundar sóttkví og smitvarnir af samviskusemi sem einkennir allan þorra Íslendinga. Mannslíf eru í húfi og allir leggjast á árarnar.
Viðkvæmustu landsmönnum er komið fyrir í einangrun, aldraðir fá ekki heimsóknir og veikir eru heima eða á sjúkrahúsum þar sem heimsóknarbann er í gildi.
Atvinnulífið leggst í dróma þegar ýmist er bannað í þágu sóttvarna að veita þjónustu eða vegna samdráttar í verslun og viðskiptum sem hlýst af samviskusemi almennings að láta sem minnst á sér kræla.
Sóttkví verður hugarástand þjóðarinnar þangað til ljóst verður að heilbrigðiskerfið ráði við fyrirsjáanlegar fjöldainnlagnir. Það gerist um og eftir páska.
![]() |
Aðeins 21 nýtt smit síðasta sólarhringinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. mars 2020
Smitskömm
Vísbending um þjóðfélagsbreytingar er að ný orð skjóta upp kollinum til að lýsa ástandi eða atburðum sem ekki voru áður frásögur af. Orðið smitskömm kemur fyrir í viðtengdri frétt. Fyrir nokkrum dögum sást nafnorðinu kóviti bregða fyrir.
Fyrir áratug fékk annað nafnorð nokkra útbreiðslu, hrunkvöðull. Sagt var að eitthvað væri svo 2007 þegar vísað var í úrelt hugarfar.
Við skiljum heiminn með orðum. Þegar samtíminn breytist þá breytist orðaforðinn.
![]() |
20 af 24 manna skíðahópi smitaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 22. mars 2020
Veiruhættan er minni en fólk heldur
Innan við prósent smitaðra deyja af kórónuveirunni, segir Guardian eftir breska sóttvarnarlækninum. Hlutfallið er enn lægra, segir Ioannidis faraldsfræðingur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum.
Mögulega veldur, þegar upp er staðið, kórónuveiran ekki fleiri dauðsföllum en gengur og gerist í hörðu flensuári.
Yfirvöld, bæði á Íslandi og erlendis, vilja fyrir alla muni forðast ,,ítalskt" ástand þar sem heilbrigðiskerfið hrynur undan holskeflu sjúklinga í andnauð, flestir aldraðir.
Þess vegna eru gerðar ráðstafanir, í hverju landi fyrir sig, sem taldar eru duga til að koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfa. Sæmilegar líkur eru á að það takist og Ísland gæti orðið þar í sérflokki.
Til að réttlæta víðtækar aðgerðir var ekki slegið á múgæsingu sem tröllríður félagsmiðum og fjölmiðlum, bæði hér heima og í útlöndum. Múgæsingin fær sjálfstætt líf og sækir sér fóður í hamfarafréttir, rétt eins og annar tryllingur, glópahlýnun, sækir sér staðfestingu í hversdagslegum fyrirbærum eins og skógareldum í Brasilíu og Ástralíu.
Múgæsingin gæti varað lengur en farsóttin kennd við kórónu og COVID-19.
![]() |
Mörkin sett við 20 manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 22. mars 2020
ESB leggur á flótta frá Íslandi
Æðsti embættismaður Evrópusambandsins á Íslandi, sjálfur sendiherrann, tilkynnir flótta héðan ,,í flýti".
Sumir skilja ekki hvers vegna sendiherrann sé að flýja það land í heiminum sem best stendur sig í sóttvörnum.
En, sem sagt, raunveruleg ástæða flótta sendiherrans er sú að hann óttast að eftir faraldurinn sé ekkert Evrópusamband að flýja til - aðeins rjúkandi rústir þess sem var.
![]() |
Sendiherra ESB fór í flýti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)