Kóviti - spár, traust og æðruleysi

Kóviti er nýtt nafnorð yfir þann sem veit allt betur um kórónuveiruna en yfirvöld sóttvarna.

Áróðursbragð kóvitans er að taka spár um útbreiðslu veirunnar sem heilagan sannleik og bera saman við mældan fjölda smitaðra dögum eða vikum síðar. Kóvitinn segir: sagði ég ykkur ekki það er ekkert að marka yfirvöld, spárnar gengu ekki eftir.

Ekki-kóvitar vita að spár eru ágiskun, kóvitar vilja ekki vita það.

Veruleikinn er sá að enginn veit hvernig farsóttin mun þróast, hvorki hér á landi né í heiminum. 

Kóvitinn ætti að láta af iðju sinni, treysta sóttvarnaryfirvöldum og tileinka sér æðruleysi.


mbl.is 473 smitaðir af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Gallinn er bara sá að ALLIR, líka þeir sem leyfa sér að gagnrýna án þess að þykjast vita betur eru kallaðir kóvitar af þeim sem þagga vilja niður gagnrýnisraddir á þá aðferð sem verið er að gera tilraun með hér. Þeir hinir sömu eru þá væntanlega vitar annarrar gerðar. Ég er ekki menntaður í heilbrigðisfræðum en leyfi mér að efast um að þetta sé hin eina sanna leið. Ég kann að lesa og reikna og svo hef ég færi á að fylgjast með framvindunni í Asíu og Evrópu, bæði gegnum kunningja þar og fréttamiðla. Ef ná á fram einhvers konar hjarðónæmi er þá ekki bara betra að láta þetta taka skjótt af, gera ekkert og leyfa þeim sem lifa af að gera það en hinum að deyja drottni sínum sem fyrst? Sjálfur á ég í mun meiri samskiptum við annað fólk þegar ég er í túristaleik en þegar ég er heima á Íslandi (er reyndar hættur þáttöku á vinnumarkaði), þannig að m.v. það þá stenst ekki að erlendir ferðamenn eigi í minni samskiptum við annað fólk en íbúarnir sjálfir. Það virðist hins vegar vera búið að mynda hjarðsefjun þar sem helst á að henda öllum í svarthol sem lýsa einhverjum efasemdum um þær aðgerðir sem nú eru í gangi og óska frekari upplýsinga um hvernig nálgunin er fengin. Það komu td. nýlega fram efasemdir frá 200 vísindamönnum í Bretlandi um þetta. En spyrjum að leikslokum og vonum að tilraunin heppnist vel hér á landi og sem flestir sleppi vel.

Örn Gunnlaugsson, 21.3.2020 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband