Trump alltaf á undan kúrfunni

Trump var fyrstu að tilkynna lokun landamæra og fékk fyrir það ágjöf alþjóðasamfélagsins. Nokkrum dögum síðar fylgdi heimsbyggðin fordæmi Bandaríkjaforseta og lokaði landamærunum. Ísland þó ekki enda búið að aftengja stjórnmálin farsóttarvörnum hér á landi og komið á fót þríeyki lögreglu og tveggja lækna sem ráða heilt.

Nú er Trump fyrstur til að blása af lokun landamæra, segir að það gerist í síðasta lagi um páska. Heimsbyggðin kemur trítlandi á eftir og gerir hið sama næstu daga. Veiruvarnir mega ekki lama samfélög og valda meiri skaða en gagn, verður viðkvæðið.

Trump er einatt á undan öðrum í rás atburðanna. 


mbl.is Lokunin gæti eyðilagt landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef ekki tekst að drepa veiruna innan ekki svo langs tíma munu aðgerðirnar sjálfar verða hættulegri heilsu fólks en sjálf veiran. Þeim verður því sjálfhætt þegar stefnir í óefni, jafnvel fyrir sumarið. Það tekur of langan tíma að þróa mótefni gegn "veirunum" sem eru sífellt að stökkbreytast.

80 prósent af "grunnefni" sem þarf til lyfjagerðar á vesturlöndum kemur frá Kína. Allir hugsa fyrst um hag sinna eigin þegna. Það er eðlilegt.  Þjóðverjar brugðust Ítölum en Rússar sendu hjálparsveit til Ítalíu, bæði til að fá prik í kladdann og til að læra á veiruna. 

Hér eftir verða allir þjóðir að vera sjálfbærar um matvæli, lyf og fleira en geta sent hvor annarri leikföng fyrir börn og fullorðna. 

Trump ýtir á "takka" til að fá ókeypis umfjallanir um sig og menn bregðast við eins og fyrirsjáanlegir sælgætissjálfsalar sem klikka aldrei. 

Benedikt Halldórsson, 25.3.2020 kl. 08:23

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég spái (trúi) því að vegna aðgerða stjórnvalda og þríeykisins frábæra munum við ná fyrri heilsu og góðum efnahagslegum bata. Amen

Benedikt Halldórsson, 25.3.2020 kl. 10:29

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Trump er viðskiptajöfur og skilur að það er óumflýjanlegt að taka hagfræðinga inn í myndina.

Ragnhildur Kolka, 25.3.2020 kl. 10:53

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trump er reyndur stjórnandi. Hann gerir sér auðvitað grein fyrir þeim hræðilegu sálrænu áhrifum sem langvarandi útgöngubann hefur. Hann veit auk þess eflaust að tíðni dauðsfalla og alvarlegra veikinda er stórlega ýkt og réttlætir engan veginn þær hörmungar sem útgöngu- og ferðabönnin valda.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2020 kl. 11:38

5 Smámynd: Ívar Ottósson

Trump reyndur stjórnandi og viðskiptajöfur?

Jahá.....sitt sínist hverjum....

Ívar Ottósson, 25.3.2020 kl. 12:18

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eitt er að loka landamærum fyrir ferðamönnum, annað að setja allsherjar útgöngubann heima fyrir. Jafnvel íslensk fyrirtæki eru farin að biðla til almennings um viðskipti, enda mikið í húfi bæði fyrir rekstur og starfsmenn. 
Hérlendis eru sýktir rúmlega 700 í einangrun en eru í rauninni ekki margir miðað við höfðatölu og þeir um 9000 sem eru í sóttkví eru ekki endilega allir sýktir.  Verra gæti það verið!  

Kolbrún Hilmars, 25.3.2020 kl. 14:00

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Læknar mega þó ekki taka við stjórn landsins. Við erum með í tímabundnum aðgerðum. Ef ekki tekst að svelta veiruna í hel er margt hægt að gera til að verja fólk. Ríkið gæti t.d. tekið góða sumarbústaði leigu og boðið elstu borgurunum sem vilja og eru við þokkalega heilsu, ókeypis vist og heimsendan mat í boði okkar, eins lengi á þörf er á. Helst með heitum potti og nettengingu. Það er nóg af sjálfboðaliðum í það verkefni.  

Benedikt Halldórsson, 25.3.2020 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband