Smitskömm

Vísbending um þjóðfélagsbreytingar er að ný orð skjóta upp kollinum til að lýsa ástandi eða atburðum sem ekki voru áður frásögur af. Orðið smitskömm kemur fyrir í viðtengdri frétt. Fyrir nokkrum dögum sást nafnorðinu kóviti bregða fyrir.

Fyrir áratug fékk annað nafnorð nokkra útbreiðslu, hrunkvöðull. Sagt var að eitthvað væri svo 2007 þegar vísað var í úrelt hugarfar.

Við skiljum heiminn með orðum. Þegar samtíminn breytist þá breytist orðaforðinn.


mbl.is 20 af 24 manna skíðahópi smitaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Við erum öll smitfælin.

2016.

Hreinlætið er mjög mikilvægt, en það er engin ástæða til að gerast svo smitfælinn að þora ekki að taka í hurðarhún eða heilsast og svo framvegis.

2020

Ég passaði mig á því að koma ekki ná­lægt þeim, tók ekki utan um þau eða neitt. Ég fór inn með mat­inn og lagði hann á eld­hús­borðið og sett­ist út í horn í tveggja, þriggja metra fjar­lægð frá þeim. Ég fékk einn kaffi­bolla og kannski smitaðist ég af boll­an­um. En mögu­lega smitaðist ég af hún­in­um á úti­dyra­h­urðinni.

Benedikt Halldórsson, 23.3.2020 kl. 08:27

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fólk tekur þátt í lottóum þótt vinningslíkur séu hverfandi. Það eru meiri líkur á að fá "vinning" í ólukkupotti veirunnar. 

Stjórnvöld tala sem betur fer ekki um "hamfarir". Þau ýta ekki undir hysteriu. Það er gott að hlusta á jarðbundið fólk skýra stöðuna sem breytist dag frá degi. 

Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir eins og alltaf. Það er svo erfitt að spá fyrir um framtíðina. 

En, þegar verið var að selja okkur "snákaolíu" hamfarahlýnunar var engin óvissa um kolsvarta framtíð. Efasemdum var jafnvel líkt við helfararafneitun. Nýjar upplýsingar breyttu engu. 

Benedikt Halldórsson, 23.3.2020 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband