Sunnudagur, 26. apríl 2020
Jón Baldvin, hugsjónir, kapítalismi og lífsháskinn
Samfélag er ekki höfundarverk heldur verður það til í tímans rás. Ótal smáatriði, sem engin leið er að henda reiður á, búa til samfélag. Við notum stór hugtök til að ná utan um þróunina: saga, siðir og menning. Lítilræði til viðbótar er tungumálið.
Þegar menn reyna að búa til samfélög, t.d. í frönsku byltingunni 1789 eða þeirri rússnesku 1917, leysir tilraunin úr læðingi óheftar frumhvatir þar sem mannslífum er miskunnarlaust fórnað fyrir hugsjónir.
Jón Baldvin skrifar grein um hvernig kerfi við ættum setja á fót. Stutta svarið er að við eigum ekki að búa til samfélagskerfi heldur bæta það samfélag sem við höfum.
Eins og sönnum alþjóðasinna sæmir leitar Jón Baldvin að einni uppskrift fyrir öll samfélög.
Það er að koma æ betur í ljós að kapítalismi (markaðskerfi) án afskipta ríkisvaldsins fær ekki staðist til lengdar. Ástæðurnar eru margar, en sú helst, að samþjöppun auðs og valds á fárra hendur er innbyggð í kerfið. Fjármálakerfi, sem þjónar þeim tilgangi að ávaxta fé hinna ofurríku, breytist í kapítalisma á sterum.
Tvær athugasemdir: a. kapítalismi án ríkisvalds er hvergi til og hefur aldrei verið. b. ef staðhæfing Jóns Baldvins væri rétt myndi auður safnast í hendur fárra fjölskyldna líkt og hjá landeigendaaðili miðalda. En það gerist ekki. Kapítalismi verður til með iðnbyltingunni, sem er ekki nema um 200 ára gömul. Auðmenn heimsins í dag eru fæstir afkomendur auðmanna frá því um 1800.
Kapítalisminn er jákvæður lífsháski, býr til eignir og tortímir þeim. Hugsjónir um eitt samfélag fyrir alla er illskan í sauðagæru, drepur saklaust fólk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 25. apríl 2020
Fyrirtæki þurfa ekki framfærslu, heldur fólk
Ríkið á ekki að fjármagna rekstur fyrirtækja nema þau séu kerfislega mikilvæg. Hótel, veitingahús og innlend ferðaþjónusta eru ekki innviðir sem verða að halda hvað sem á bjátar.
Ríkið á fyrst og fremst að huga að framfærslu fólks. Fyrirtækin eru lögaðilar sem sumir standa vel en aðrir síður, svona eins og gengur í markaðsbúskap.
Fyrirtækin fengu 20 milljarða í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að halda ráðningarsambandi við starfsmenn sína.
Óvíst er hvenær ferðaþjónustan fær á ný hráefni, sem mest eru erlendir ferðamann. Ríkið getur ekki haldið greininni á floti fram á næsta ár eða þarnæsta.
Offjárfestingar ferðaþjónustu fóru margar á afskriftarreikning banka við fall WOW sem mokaði inn ferðamönnum með ósjálfbærum hætti. Sú grisjun hlýtur að halda áfram án stórra afskipta ríkisvaldsins.
Stjórnmálamenn verða að segja upphátt hið augljósa. Annars missa þeir tiltrú.
![]() |
Fara í þrot ef þau þurfa að greiða uppsagnarfrest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 25. apríl 2020
Ráðgjafi Gulla utanríkis: fullveldi er óæskilegt
Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins var aðalráðgjafi Gulla utanríkis í orkapakkamálinu.
Grein Baudenbacher í Morgunblaðinu segir efnislega að ótækt sé að Norðmenn verji fullveldi sitt gagnvart yfirþjóðlegu valdi.
Lögfræðingurinn lofar Ísland fyrir að vera hlýðinn hundur í bandi yfirþjóðlegs valds.
EFTA og EES er samstarf um að flytja fullveldi smáríkja eins og Íslands og Noregs til meginlands Evrópu. Löngu tímabært er að snúa baki við þeirri þróun.
Bretar með Brexit-stefnu sína í fyrirrúmi ætti að vera fyrirmynd Íslands.
![]() |
Gagnrýnir Norðmenn harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. apríl 2020
ESB-sinni gefst upp á draumaríkinu
Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins var til skamms tíma eitilharður ESB-sinni. Af er sem áður var. Jón skrifar grein í Kjarnann og þvær hendur sínar.
Um þjóðríkið skrifar Jón:
Bankahrunið og kórónufaraldurinn núna hafa staðfest að aðeins þjóðríkið hefur lögmæti í augum almennings til þess að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða.
Og um ESB:
En sjálfsagt renna tvær grímur á ýmsa, bæði hérlendis og annars staðar, ef á það er bent að einstök aðildarríki geta notað ESB sem skálkaskjól fyrir heimalagaða spillingu, og að ESB er að taka sér yfirþjóðlegt stórríkisvald...
Jón er heiðarlegri en margur ESB-sinninn. Hann viðurkennir upphátt staðreyndir sem blasa við. Flestir ESB-sinnar þegja þunnu hljóði.
![]() |
Veita milljörðum í aðstoð vegna veirunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 24. apríl 2020
New York Times: norræn þjóðhyggja er fyrirmynd
Norræn ríki menntuðu borgara sína til þjóðhyggju og skópu þannig samfélag til fyrirmyndar. Þjóðhyggjan er langtímaþróun, byrjaði á 19. öld með almennri skólaskyldu er ræktaði ábyrgð einstaklingsins gagnvart sjálfum sér, samfélagi og þjóð. (Skólaskylda er á Íslandi frá 1907.)
Á þessa leið er greining sem birtist í stórblaðinu New York Times.
Það rennur upp ljós fyrir mönnum þar vestra. Þeir gerðu líka að forseta fyrir fjórum árum mann sem í móðurætt er frá forn-norrænu byggðinni Ljóðhúsum við strendur Skotlands.
Falla nú öll vötn til þjóðhyggju.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23. apríl 2020
Maðurinn, loftslagsbreytingar og Homo Idioticus
Homo sapiens er um 200 þúsund ára gömul tegund. Neandertalsmaðurinn er eldri en dó út, líklega eftir of ,,náin" kynni við okkur. Tvö prósent var alveg nóg. Við notum kenningu Darwins til að skilja þróunina.
Síðustu ísöld lauk fyrir um 12 þúsund árum. Hún var ekki af mannavöldum, eins og nærri má geta. Fátt var um fabrikkur og bensínvélar þegar hretinu lauk.
Sérstök undirtegund mannsins, fræðiheitið er Homo Idioticus en í daglegu tali nefnist hún vinstrimenn og frjálslyndir, reynir að telja okkur trú um manngert veðurfar.
Framtíð mannkyns er undir því komin að íblöndun Homo Idioticus við okkur verði ekki meiri en nemur hlutfalli Neandertalsmannsins. Tvö prósent er yfrið nóg.
![]() |
Tvö prósent má rekja til Neanderdalsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 23. apríl 2020
Trump sannur leiðtogi, maður meðalhófsins
Sem fyrr er Trump Bandaríkjaforseti fordæmi fyrir skynsamlegar farsóttarvarnir. Hann var sá fyrsti sem lokaði landamærum. Fyrir það fékk hann ágjöf frá alþjóðasinnum, Gulla utanríkis hér á landi, sem vildu bíða eftir alþjóðlegum ráðstöfunum - er aldrei voru í kortunum.
Að fordæmi Trump lokuðu aðrar þjóðir landamærum sínum til að stemma stigu við smiti. Margvíslegar lokanir aðrar komu í kjölfarið, allt frá mildu samkomubanni yfir í útgöngubann.
Nú þarf að losa um höftin og aftur er það Trump sem er lýsandi dæmi um skynsamlegt meðalhóf. Ekki of mikið og ekki of snemma er ráðlegging húsbónda Hvíta hússins.
Heimsbyggðin fylgir leiðtoganum en formælir Trump sem aldrei fyrr. Enda laun heimsins vanþakklæti.
![]() |
Trump vill bíða örlítið lengur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 22. apríl 2020
Ríkisstjórnin á réttri leið
Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar er óljósar. Þó er vitað að þær verða högg, bæði fyrir Ísland og umheiminn.
Ríkisstjórnin nálgast vandann af yfirvegum, þótt alltaf megin deila um einstök áhersluatriði. Stuðningur til fjölmiðla er t.d. misráðinn.
Á meðan enn er óljóst hve efahagslægðin vegna farsóttarinnar verður djúp og langvinn er óráð að tæma alla sjóði. Hyggindi og ráðdeild eru ómissandi í þessari vegferð.
![]() |
Fagna aðgerðum stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 22. apríl 2020
Landamæri lokast, heimur batnar
Löngu fyrir kórónuveiruna var fulljóst að alþjóðavæðingin eyðilagði samfélög. Mýrarljós fjölmenningar taldi fólki trú um að mannréttindi væru að hlamma sér niður á hvaða byggða bóli sem er, einkum á vesturlöndum, og heimta lífskjör og þjónustu fyrir sig og sína.
Samfélög strituðust við að mæta meintu kalli tímans og lifuðu á ímyndinni um hugaða nýja veröld þar sem öll dýrin í skóginum væru vinir.
Löngu gleymt var innsæi forn-gríska Aristótelesar að maðurinn væri pólitískt dýr er þrifist best með sínum líkum. Mannréttindi eru einskins virði nema einhver nenni að verja þau. Þjóðarheimilið sér um sína, það er frumkrafan. Farsóttin gerir kröfur á þjóðríkið en ekki einhverja langt í burtu alþjóðastofnun sem ekkert kann og getur til að verja fólk fyrir smiti.
Trúaðir myndu segja að almættið stæði með farsóttinn fyrir kennslustund um hvaða skipan samfélagsins sé farsælust og vara mannfólkið við að alþjóðagötur leiða til glötunar.
![]() |
Hlé á útgáfu græna kortsins í 60 daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 21. apríl 2020
Berin eru súr, segja fjölmiðlarefirnir
Samkvæmt umfjöllun Blaðamanna án landamæra um Ísland skýrist lækkun landsins undanfarin ár á listanum af súrnandi samskiptum stjórnmálamanna og blaðamanna.
Ofanritað er tilvitnun sem á að útskýra hvers vegna Ísland er í 15. sæti yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum.
Hér getur hvaða auli sem er stofnað fjölmiðil og sagt og skrifað hvað hann vill. Ef það er ekki frelsi þá er frelsi ekki til.
,,Súrnandi" samskipti milli blaðamanna, sem flestir eru ómenntaðir í faginu og láta sig dreyma um feita stöðu almannatengils, og stjórnmálamanna hljómar eins og póstmódernískur brandari sem slengt er fram í von um lófaklapp.
![]() |
Ísland í 15. sæti yfir fjölmiðlafrelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)