Landamæri lokast, heimur batnar

Löngu fyrir kórónuveiruna var fulljóst að alþjóðavæðingin eyðilagði samfélög. Mýrarljós fjölmenningar taldi fólki trú um að mannréttindi væru að hlamma sér niður á hvaða byggða bóli sem er, einkum á vesturlöndum, og heimta lífskjör og þjónustu fyrir sig og sína.

Samfélög strituðust við að mæta meintu kalli tímans og lifuðu á ímyndinni um hugaða nýja veröld þar sem öll dýrin í skóginum væru vinir.

Löngu gleymt var innsæi forn-gríska Aristótelesar að maðurinn væri pólitískt dýr er þrifist best með sínum líkum. Mannréttindi eru einskins virði nema einhver nenni að verja þau. Þjóðarheimilið sér um sína, það er frumkrafan. Farsóttin gerir kröfur á þjóðríkið en ekki einhverja langt í burtu alþjóðastofnun sem ekkert kann og getur til að verja fólk fyrir smiti. 

Trúaðir myndu segja að almættið stæði með farsóttinn fyrir kennslustund um hvaða skipan samfélagsins sé farsælust og vara mannfólkið við að alþjóðagötur leiða til glötunar.


mbl.is Hlé á útgáfu græna kortsins í 60 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hver og einn sér um viðhaldið á sínu heimili - með góðum árangri. Við þekkjum líka landið okkar. Vitum hvar skóinn kreppir. Því nær sem vandinn er, því líklegra er að hann verði leystur - fljótt og vel. Því fjarlægara sem framkvæmdavald alþjóðasamvinnu er, því meri er holtaþokan, vanhæfnin og spillingin. Glópaisminn er of flókið valdanet sem leiðir til einræðis og ofríkis sjálfsútvalinna, sem engin þekkir, engin kaus og fá ekkert aðhald vegna þess að þeir eru á bakvið tjöldinn og sjást ekki frekar en draugar, en stjórna í raun alþjóðlegum stofnununum, sem áður voru traustar og gerðu gagn. Öll starfsemin er meira og minna ósýnileg fjarstöddum. 

Það er bara lúxus að geta valið á milli "mismunandi" flokka í eigin landi. 

Dr Fauci er andstaða Þórarins. Dr Fauci ætlast til að Trump hlýði sér eins hundur. Dr Fauci lítur stórt á sig og fyrirlítur Trump eins og ofurglópalistar sem láta eins og þeirra sé mátturinn og dýrðin, en vonandi ekki að eilífu, amen.

Dr Fauci ber enga ábyrgð ef ráðum hans er fylgt og illa fer, en þakkar sér sigurinn ef vel fer.

Það er ekki hlutverk Þórarins, Ölmu né Víðis að ráðskast með lýðræðiskjörinn stjórnöld. Hamfarir eru ópólitískar. Það voru aðeins vondir kostir í boði og skásta leiðin valin í öllum löndum að mati ráðamanna. Skynsamt fól kemst ekki að sömu niðurstöðu. 

Þórarinn kemur með tillögur til ráðherra sem hann ráðskast ekki með. Þórarinn er jú vísindamaður og embættismaður. Allir eru með hlutverk sín á hreinu. Ríkisstjórnin ber pólitísku ábyrgðina, ekki þeir sem ráða stjórninni heilt. Ef Þórarinn hegðaði sér eins og Dr Fauci myndi þjóðin skiptast í tvær andstæðar hatursfylkingar. 

Hverjum þjónar það?

Ógagnsæa valdið á bakvið Dr Fauci var tekið með valdi. Það eru ekki vísindi, sérfræðikunnátta eða lýðræði sem kom valdamestu glópalistunum á stallinn. Þeir eru ekki með umboð kjósenda, sem þýðir, að ekki er hægt að kjósa þá af stallinum - ekki einu sinni eftir 8 ár. Öll gagnrýni á illsjáanlegt ofurvald er sett í flokk með samsæriskenningum. En ólýðræðislega ofurvaldið verður æ sýnilegra eftir því sem fleiri fótspor "risaeðlanna" finnast. 

Áróðursvél þeirra lýsir Trump sem hættulegum einræðisherra. 

Trump var kosinn forseti í kosningum. Hann var reynslulaus í fyrstu, eins og allir nýkjörnir forsetar, öfugt við reynslubolta einræðis og foringja glópalista sem lýðræðiskjörnir ráða illa við. Trump hefur lært að "sérfræðingum" er yfirleitt ekki treystandi. 

Um það leiti sem þjóðkjörnir forsetar hafa reynsluna og getuna, er tími þeirra liðinn. Jafningjar ofurglópalista og kollegar eru einræðisherrar sem eru ekki sífellt að skipta um vinnu. Við þá er gott að semja. 

Nú er Trump fjórum árum reyndari og er enn forseti, sem gengur kraftaverki næst, eftir að glópalistar ákváðu að steypa honum af stóli með hjálp áhafnarinnar. Liðið um borð kemur úr ýmsum áttum en kannski eru kultúrmarxistar í dulargerfi blaðamanna áhrifamestir. Um borð eru líka pilsfaldakapítalistar sem hata samkeppni. Adam Smith varaði við þeim

Trump getur í mesta lagi verið forseti í fjögur ár til viðbótar. Þökk sé góðum leikreglum getur hann ekki orðið einræðisherra.

Ofurglópalistar hafa andstyggð á heimskum almenningi sem kýs jafningja sína á fjögurra ára fresti. Þeir kalla það pöpulisma. Kosningaréttur heimskingjanna er bara hindrun að settu marki, sem nota bene, við höfum ekki hugmynd um hver eru.

Bill Gates er Jesúbarn glópalistanna. Hann er ekki Dr Bill Gates. Það er fráleit vitleysa að hann leiði heiminn í sóttvörnum og bólusetningum. Bill Gates vill bólusetja allan heiminn.  Bill Gates er góður tölvukall sem sló í gegn en hefur enga heilbrigðismenntun, ekki einu sinni hjúkrunarfræðimenntun. Sjálfsmenntun er ágæt, en amatörar eru ekki ráðnir út á uppblásið sjálfsálit á spítala - til að sinna sjúklingum, hvað þá um heim allan. Þegar tölvan bilar lagar sá sem kann, en þegar við veikjumst eigum við að treysta því að sá sem sker okkur upp, sé ekki bara útlærður kjötiðnaðarmaður. 

Engin kaus eða réð Bill Gates til að leiða mannkynið í heilbrigðismálum. Því fátækari sem þjóðir eru, því ólíklegra er að leiðtogarnir hafi efni á því að standi upp í hárinu á æðra glópal ofurvaldi, sem er með annan hvern leiðtoga ríku landanna í vasanum, og ráðast með offorsi á alla sem ekki hlýða, líka vísindamenn sem þjóna illa.

Hvernig væri ástandið ef við hefðum engin landamæri og værum opinn upp á gátt fyrir duttlungum fjarlægs miðstjórnarvalds, sem "virðir engin landamæri" eins og safnaðarmeðlimir hins nýja siðar segja við hvert tækifæri. Eitt skala yfir alla ganga. Söfnuðurinn setur sér heimsmarkmið sem aðrir eiga að fylgja (ekki) eftir. Eittvað nógu stórt sem aldrei verður að veruleika, og eitthvað mjög göfugt, sem engin er í sjálfu sér á móti í hjarta sínu, en er því miður bara gabb og gulrót valdafíklana, sem leika sér með heiminn eins Chaplin 1940.

Benedikt Halldórsson, 22.4.2020 kl. 11:14

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það má sjá sterkan svip á "mannréttindum", þegar land eins og Kína, Saudi Arabía, gegna forystu hlutverki mannréttinda sameinuðu þjóðanna.

Glóbalismi, gengur ekki út á mannréttindi ... heldur út á að eyða slíkum. Við verðum að beygja okkur fram, og láta Kína taka okkur aftan frá ... svo við fáum aur frá þeim. Við þurfum að líta í hina áttina, meðan hryðjuverkahópar og innyfla-sala ríður yfir heiminn. Við gætum móðgað aumingja fjöldamorðingjann og kunningja þeirra.

Örn Einar Hansen, 22.4.2020 kl. 18:22

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hver hefði trúað því fyrir nokkrum vikum að hálf þjóðin hlustaði daglega á sóttvarnalækni, löggu og landlækni?  Áhorfið jafnast á við landsleik í fótbolta. 

En eitthvað hafa skilaboðin farið öfugt ofan í þjóðina að mati ríkisstjórnarinnar. Til að koma í veg fyrir landlæga "upplýsingaóreiðu" um covid-19 hefur verið stofnaður starfshópur.

Hvað er malið? Hvað á að rannsaka? Heldur fólk að Víðir sjái enn um öryggisgæslu fyrir KSÍ, að Alma sé læknir landsliðsins í fótbolta og Þórarinn sjúkraþjálfari þess? 

Er fólk kannski að misskilja tveggja metra regluna, sem tveggja kílómetra regluna? Er fólk að éta rottueitur til að drepa covid-19? 

Eitthvað alvarlegt er að, úr því að starfshópur var fenginn til að rannsaka málið. Varla er heill starfshópur á góðum launum kallaður út að óþörfu til að - kortleggja vandann - kannski með Google Maps eða öðrum háþróuðum búnaði frá ónefndum ríkjum sem kunna að höndla "upplýsingaóreiðu"?

Benedikt Halldórsson, 22.4.2020 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband