Þriðjudagur, 5. maí 2020
Sósíalismi gegn lýðræði
Lýðræðislega kjörnar sveitarstjórnir standa frammi fyrir óbilgjörnum kröfum Eflingarsósíalista um að sprengja upp launakerfi opinberra starfsmanna. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Okkur er ókleift að semja við þau þar sem kröfur þeirra eru langt umfram það sem við höfum samið um við aðra starfsmenn sveitarfélaga. Við erum búin að semja við rúmlega 40 félög og í þeim eru um 7.000 starfsmenn sveitarfélaga þannig að það er alveg útilokað að við getum með einhverjum hætti samið um annað og miklu meira við Eflingu en við höfum þegar samið um.
Efling er Reykjavíkurfélag en tekur börn í gíslingu í öðrum sveitarfélögum. Úrelt lög um verkalýðsfélög leyfa þessa háttsemi. Þetta fyrirkomulag er ótækt.
![]() |
Verkfall Eflingar hefst á hádegi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 4. maí 2020
Katrínaróður til Íslands - þríeykið fer í aukahlutverk
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti Íslendingum ávarp í tilefni af afléttingu veiruhafta að hluta.
Mannúð, kærleikur og ábyrgð einkenndi ávarpið, sem var að öðru leyti óður til samheldinnar sem einkennir íslenskt samfélag þegar á bjátar.
Daginn eftir ávarpið er tilkynnt að þríeykið Víðir, Þórólfur og Alma helminga þjóðstjórnarfundi sína, verða annan hvern dag í stað daglega á heimilum og í hugskotum landsmanna.
Allt er þetta eins og vera ber. Við erum á leið úr neyðarástandi farsóttar, þótt afleiðingarnar munu fylgja okkur drjúga stund enn. Einkum þær efnahagslegu.
![]() |
Við þurfum að fara hægt í sakirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. maí 2020
Wuhan-veiran: Frankenstein eða erfðasyndin
Tvær frásagnir eru í samkeppni um að útskýra kórónuveiruna. Sú fyrri er að áníðslu mannsins á náttúrunni sé um að kenna. Loftslagsglópar bera fram þessa frásögn í þágu málstaðarins að maðurinn sé vondur og ætti að skammast sín fyrir eigin tilveru.
Seinni frásögnin er að COVID-19 stafi af Frankenstein-veiru. Brjálaðir vísindamenn í Kína gerðu tilraunir sem þeir hefðu betur látið vera.
Sem stendur er Frankenstein-frásögnin með yfirhöndina í samkeppni við kenninguna um veiran sé vegna erfðasyndar mannsins.
![]() |
Mjög sterkar vísbendingar um uppruna veirunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 3. maí 2020
Lokað samfélag, já takk
,,Ég mætti einum manni á hjóli. Þetta var bara eins og þegar maður var strákur í sveit fyrir fimmtíu árum," segir Árni Sæberg ljósmyndari. Orðin eru löngun eftir liðnum tíma einfaldleika og lífsfyllingu í fásinni.
Allir horfðu á sama sjónvarsefnið - Helga Björns þess tíma. Skjárinn var stillimynd á fimmtudögum og á sumrin. Samskipti voru mannleg en ekki stafræn. Reglur voru skýrari um hvað mátti og hvað ekki. Utanlandsferðir voru sjaldgæf ævintýri og vöruúrvaldið fábreytt, Mackintosh var jólasælgæti.
Við erum ekki ein um eftirsjá eftir gamla tímanum. Bretar eru giska ánægðir í útgöngubanni og vilja framlengingu á meðan sóttin varir. Íslandsvinurinn og ESB-andstæðingurinn Daníel Hannan segir óhugnanlegt að fylgjast með afturhvarfinu.
Farsóttin og varnir gegn henni skelltu samfélaginu í lás. Frjálshyggjumenn eru þeir einu sem mótmæla. Við hin unum glöð í læstu samfélagi og bíðum skipafrétta í hádegisútvarpinu.
![]() |
Kippt áratugi aftur í tímann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 2. maí 2020
Skortur á dauðsföllum - blekking án höfundar
Óttinn við fjöldadauða og samfélagshrun vegna kórónuveirunnar er meiri, raunar langtum meiri, en raunveruleg dauðsföll af farsóttinni.
Líkur aukast á því að eftir örfáar vikur verði horft um öxl og spurt: var faraldurinn blekking?
Gangi það eftir verður einnig spurt hverjir séu ábyrgir fyrir blekkingunni og hver tilgangurinn var með henni.
Alþjóð verður svarfátt. Líkt og einstaklingi sem krefst ytri höfundar eigin ímyndunar.
Í daglegu tali kallast fyrirbærið sjálfsblekking.
![]() |
Óttast að tölurnar gefi ekki rétta mynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 1. maí 2020
Verkó-skattmann bandalagið
Launþegar greiða í tekjuskatt um 35 prósent af launum sínum. Í óbeina skatta sennilega um 20 prósent. Á verkalýðsdegi skyldi ætla að einhver talsmaður launþega skyldi stynja upp eins og einu orði um að skattar væru kannski komnir í efri mörk eða, guð hjálpi okkur, orðnir of miklir.
En, nei, ekki eitt orð um að létta þyngstu byrðinni af launafólki sem tekur til sín meira helming launanna.
Bandalag verkalýðsforystunnar og ríkisrekstursins er skiljanlegur. Forysta launamanna lifir á framlögum vinnandi fólks, líkt og ríkið.
![]() |
Metum störf kvenna að verðleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. maí 2020
Hvað gerir VR fyrir launafólk?
Opnar VR digra sjóði sína fyrir sveltandi og umkomulausum á degi verkalýðs? Ræðst VR í að stofna fyrirtæki til að veita atvinnulausum starf? Lækkar VR félagsgjöld sem launþegar eru neyddir til að greiða?
Nei og aftur nei. VR gerir ekkert slíkt fyrir launafólk.
Aftur vill VR að launafólk geri byltingu.
Fyrir VR.
![]() |
Hótar annarri búsáhaldabyltingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 1. maí 2020
Mannúðleg fátækt er ríkidæmi
Farsóttin gerir nær alla fátækari til að fleiri haldi lífi um sinn. Iðjuleysið í samkomubanni notar fólk til útiveru, ferðalaga innanhúss og íhugunar í einveru.
Tíminn fær aðra merkingu. Ekki lengur mældur í útseldum vinnustundum heldur skapandi bið eftir því sem verða vill.
Ekkert verður eins og það var, að minnsta kosti næstu mánuðina. Sú vitneskja veitir frelsi frá hversdagsleikanum. Einbeittur vilji andspænis óvissu er eins og að vera sérfræðingur í því sem ekki er vitað.
Mannfélagið mun samt sem áður finna sinn takt, gerir það alltaf. Þá munu margir horfa með eftirsjá til ríkidæmis mannúðlegrar fátæktar á tímum farsóttar.
![]() |
Hvorki gerlegt né æskilegt að leita í sama farið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. apríl 2020
Snjall sótti, fellur ekki í umba-gildruna
Umboðsmaður alþingis felldi Hönnu Birnu þáverandi innanríkis með aðstoð núverandi útvarpsstjóra og múgæsingu vinstrimanna. Embætti umboðsmanns gjaldféll, varð pólitísk gólftuska.
Vinstrimenn lögðu umba-gildru fyrir Þórólf sótta og óskuðu eftir blessun þríeykisins í herförinni gegn fjölskyldubílnum.
Sótti sagðist enga skoðun hafa á stjórnsýslu vinstrimanna í höfuðborginni.
Snjallt.
![]() |
Hefur ekki skoðun á götulokun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 30. apríl 2020
Sólveig Anna: lögin leyfa okkur að reka börn úr skóla
Hagsmunum barna skal fórnað fyrir sósíalisma. Sólveig Anna formaður Eflingar segist hafa ,,lögvarðan rétt" til að reka börn úr skólum.
Nú er það svo að alþingi setur lög fyrir lýðveldið. Ef öfgasamtök geta tekið réttindi yngstu borgara landsins í gíslingu með lögum frá alþingi er augljóst að þingheimur verður að grípa í taumana.
Lögin eiga að vera réttlát, þeim er ekki ætlað að þjóna ranglætinu.
![]() |
Var brugðið þegar hún las erindið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)