Sólveig Anna: lögin leyfa okkur að reka börn úr skóla

Hagsmunum barna skal fórnað fyrir sósíalisma. Sólveig Anna formaður Eflingar segist hafa ,,lögvarðan rétt" til að reka börn úr skólum. 

Nú er það svo að alþingi setur lög fyrir lýðveldið. Ef öfgasamtök geta tekið réttindi yngstu borgara landsins í gíslingu með lögum frá alþingi er augljóst að þingheimur verður að grípa í taumana.

Lögin eiga að vera réttlát, þeim er ekki ætlað að þjóna ranglætinu.

 


mbl.is Var brugðið þegar hún las erindið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Menn getq verið JAFNAÐARMENN 

þó að menn séu ekki sammála formanni Eflingar.

Jón Þórhallsson, 30.4.2020 kl. 08:56

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skyldan til að bjóða börnum upp á viðeigandi menntun hvílir á hinu opinbera, ekki launþegasamtökum. Auk þess eiga börn þeirra launþega sem eru að berjast fyrir afkomu sinni ekki síður rétt á að alast upp við mannsæmandi framfærslu eins og þau sem og önnur börn að fá viðeigandi menntun.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2020 kl. 13:48

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Kommúnistar eru ekkert minna hættulegir núna en áður.Þessi kona er ótímndur skemmdarverkamaður sem vill bara ófrið umfram allt undir yfirskini og hræsni um umhyggju fyrir þeim smáu.

Halldór Jónsson, 1.5.2020 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband