Þriðjudagur, 6. apríl 2021
Með lögmönnum skal land smita
Fyrirsögnin er fengin úr páskaeggjamálshætti sem gengur á samfélagsmiðlum.
Sumir lögmenn, t.d. Ómar R. Valdimarsson, slógu sjálfa til tvöfaldrar riddaratignar pólitísks rétttrúnaðarins, þóttust vinna kauplaust í þágu mannréttinda.
Á lögmenn verður ekki logið.
![]() |
Þórólfur kærir til Landsréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. apríl 2021
Farsóttarpólitík er jarðsprengjusvæði kosningasumars
Mælikvarðinn á sóttvarnir er skýr og einfaldur, hlutfall sýktra af mannfjöldanum. Aftur er flóknara að framkvæma sóttvarnir, eins og síðast sést á úrskurði héraðsdóms um skylduvist ferðamanna á sóttkvíarhóteli.
Ríkisstjórnarflokkarnir verða í haust dæmdir eftir því hvernig til tókst með farsóttarvarnir. Í heildina er staðan góð. Tiltölulega breið samstaða er um að halda daglegu lífi fólks að mestu óröskuðu vegna Kínaveirunnar. Það þýðir skimun og sóttkví ferðamanna.
Framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnarinnar. Ef framkvæmdin klúðrast sitja stjórnarflokkarnir uppi með Svarta-Pétur í haust.
![]() |
Snýst ekki um sóttkvíarskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. apríl 2021
Femínisti um karlmennsku, epli um appelsínu
Þegar yfirlýstur femínisti tjáir sig um karlmennsku er það eins og eplið sem sagði við appelsínuna ,,vertu eins og ég".
Þegar karl segist femínisti er hann að einhverju marki búinn að gefast upp á sjálfum sér, vill vera annað en hann er frá náttúrunnar hendi. Kynin eru tvö og maður velur ekki kyn sitt. Einstaklingur sem kennir sig við annað kyn en viðkomandi er náttúrulega er ekki sáttur í eigin skinni, glímir við persónulegt vandamál.
Þeir sem glíma við persónuleg vandamál eru gjarnir á að samfélagsvæða einkalíf sitt. Þeir kenna samfélaginu um vandkvæðin við að koma reiðu á eigið líf. Í fjölmiðlum finna þeir viðhlæjendur enda fjölmiðlar uppteknir af hinu afbrigðilega.
Allir bera ábyrgð á eigin lífi. Maskúlín sem kennir sig við femínin rís ekki undir ábyrgðinni.
![]() |
Eru ekki sjálfkrafa karlrembur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 4. apríl 2021
Sóttvörn er skerðing á frelsi - óhjákvæmilega
Sóttvörn er til að einn smiti ekki annan af skæðri veiru. Börn missa af skóla vegna sóttvarna, atvinnurekstur leggst niður, áskilnaður er um grímunotkun og ungir og aldnir sæta frelsisskerðingu heima hjá sér í sóttkví og einangrun.
Þá eru það loks ferðamenn sem koma til landsins. Þeir eru settir í sóttkvíarhótel uns gengið er úr skugga um að þeir beri ekki smit inn í landið. Tekur fimm daga.
Af öllum sóttvörnum er sóttkvíarhótel mikilvægust. Nýsmit kemur inn í landið frá útlöndum.
Ef lög standa ekki til þess að sóttkví ferðamanna sé heimil blasa við víðtækar samfélagslokanir með tilheyrandi skerðingu á frelsi fólks innanlands.
Ferðalög eru valkvæð. Enginn þarf að ferðast. En fólk þarf að geta átt daglegt líf að mestu óraskað af farsótt.
Dómstólar geta ekki veitt ferðamönnum veiðileyfi á líf og heilsu landsmanna.
![]() |
Seinagangur sóttvarnalæknis óásættanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 3. apríl 2021
Bill Gates-samsærið, endurræsingin og pólitík efitr farsótt
Fyrir tíu mánuðum þegar bólusetning heimsbyggðarinnar stóð fyrir dyrum tröllriðu húsum samsæriskenningar um að væntanlegt bóluefni væri með smáforriti ættuðu úr smiðju Bill Gates auðkýfings og stofnanda Microsoft. Þegar íbúar heimsþorpsins væru allir bólusettir yrði forritið virkjað og þeim stýrt eins og tannhjólum í vél. Bóluefnið reyndist ekki eitt heldur mörg og samsærið missti tiltrú. Bill Gates er ábyggilega máttugur en hann framleiðir ekki Spútnik í Rússlandi.
Stóra endurræsingin var önnur samsæriskenning um að eftir kófið myndi alþjóðleg elíta skipta auðæfum heimsins upp á nýtt og við byggjum í martraðarríki. Háborg alheimshyggjunnar, ESB, er rúin trausti og trúverðugleika eftir bóluefnaklúður. Án ESB er ekkert alþjóðaríki.
Tökum stöðuna á laugardegi fyrir páska í þrem Evrópuríkjum. Þriggja daga útgöngubann er á Ítalíu, sbr. meðfylgjandi frétt. Í Þýskalandi er útgöngubann næturlangt á sumum stöðum sem virkar ekki. Bretar ræða reglur um hverjir megi ferðast til útlanda í sumar og undir hvaða formerkjum. Allt eru þetta skammtímaaðgerðir til að verjast bráðavanda. Ekkert plan, bara viðbrögð.
Leggjum til hliðar samsæriskenningar. Spáum í líklega pólitíska framvindu næstu misserin. Gefum okkur að Kínaveiran hjaðni í sumar og haust. Farsóttir eiga sinn líftíma, burtséð frá brölti mannsins.
Eftir farsótt verður spurt hvað virkaði til að hemja hana. Svarið verður tvíþætt. Staðbundið vald og samstaða. Óttinn við farsóttina, eða aðra sambærilega, lifir áfram. Sú krafa verður uppi að staðbundin yfirvöld haldi vöku sinni. Almenningur væntir stöðugleika og binst sterkari tryggðarböndum en áður við samfélag sitt. Smitið kemur alltaf utan frá. Landamæri eru vörn gegn vá.
Mannréttindi, eins og þau voru skilgreind fyrir kófið, láta á sjá. Það verður ekki lengur samþykkt að hvaða dúddi sem er geti vaðið á skítugum skónum hvert sem er og krafist alþjóðlegra mannréttinda. Þau eru ekki til og hafa aldrei verið til nema sem draumsýn. Staðbundið vald tryggir réttindi og lýðheilsu þeirra sem búa í samfélagi og hafa komið sér saman um meðferð opinbers valds. Að vera laus undan veiru og samfélagslokunum er frelsi sem trompar meint alþjóðleg mannréttindi.
Pólitíkin eftir kóf verður íhaldssamari en hún var fyrir faraldurinn. Samsæriskenningarnar, sem vikið var að hér að ofan, eru tilbúningur sem fjarska margir trúðu. Sameiginlegt þeim báðum er að hið illa er alþjóðlegt.
![]() |
Útgöngubann um páska á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. apríl 2021
Farsótt og misskilið frelsi
Kínaveiran og sóttvarnir skerða frelsi sem áður var sjálfgefið. Þúsundir Íslendinga hafa setið í sóttkví og einangrun vegna kófsins. Það heitir stofufangelsi og er frelsissvipting á mælikvarða sem gilti fyrir farsótt.
Ferðamenn sem koma til landsins eru sendir í farsóttarhús til að fyrirbyggja nýsmit veirunnar. Sumir kalla það frelsissviptingu. En ferðmann hafa val, þeir þurfa ekki að koma hingað. Undarlegt er að fáir segja skerðing á frelsi þegar Íslendingar eru settir í stofufangelsi, sóttkví eða einangrun, í sama tilgangi. Spéhræðsla við útlendinga brýst þarna fram. En tilfellið er að Íslendingar standa sig ljósárum betur en flest útlönd í sóttvörnum.
Í meðfylgjandi frétt er sagt frá háu hlutfalli þeirra sem veikjast af COVID-19 og eru allt að 3 mánuði að jafna sig. Lægra hlutfall, raunar mun lægra, jafnar sig aldrei, fer ofan í gröfina.
Kínaveiran er skæð farsótt. Tveir möguleikar eru í stöðunni. Í einn stað að grípa til margvíslegra ,,frelsisskerðinga" s.s. sóttkvíar, einangrunar og farsóttarhýsingu ferðamanna. Í annan stað blasa við samfélagslokanir til að ráða við endurteknar smitbylgjur.
Svíar reyndu þriðju leiðina, að leyfa farsóttinn að éta sig í gegnum samfélagið. Þeir sneru við blaðinu þegar líkin hrönnuðust upp og heilbrigðiskerfið fór á hliðina.
Enginn hefur frelsi til að smita aðra sjúkdómi sem getur leitt til langvinnra veikinda og í versta falli ótímabærs andláts. Skrítið hve margir ágætlega gefnir einstaklingar skilja ekki þessi einföldu sannindi. Hverjum dytti í hug að kalla það frelsisskerðingu að bannað sé aka á vinstri vegarhelmingi? Hvað með frelsið til að bera vopn? Kaupa vændi? Komast í heróínvímu?
Samfélag þarf lög og reglur til að það sé starfhæft. Annars gilda frumskógarlögmálin.
![]() |
Einn af hverjum sjö með langvarandi einkenni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 1. apríl 2021
Fréttaskortsala RÚV
Skortsala á hlutabréfum er að fá lánuð hlutabréf í fyrirtæki, selja á markaðsverði og veðja á að þau lækki. Gangi veðmálið eftir hirðir skortsalinn hagnað þegar hann kaupir nýja hluti á lægra markaðsverði og skilar lánveitanda.
RÚV hefur á seinni árum þróað fréttaskortsölu. Aðferðin gengur út á að velja sér skotmark er liggur vel við höggi, t.d. stjórnmálamann, fyrirtæki eða stofnun, og búa til fréttir til hneisu fyrir viðkomandi. Gangi veðmálið upp og skotmarkið er rúið trausti og virðingu valdeflist RÚV, fær greiðari aðgang að sjóðum almennings og fréttamenn e.t.v. verðlaun Blaðamannafélags Íslands.
Skortsalar á hlutabréfamarkaði koma af stað gróusögum um að rekstur fyrirtækisins sem þeir tóku skortstöðu í sé á fallandi fæti. Fréttamenn RÚV eru virkir á samfélagsmiðlum við að útmála sekt skotmarksins. Þá gera þeir stundum formlegt bandalag við aðra fjölmiðla, Stundina til dæmis, þegar verulega mikið er í húfi, svo sem í fréttaskortsölu á Samherja.
Skortsala á hlutabréfum þjónar því hlutverki að grisja markaðinn af veikburða rekstri. Fréttaskortsala RÚV skilur eftir sig sviðna jörð þar sem grunngildi samfélagsins um sanngirni, réttlæti og heiðarleika eru fótum troðin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. mars 2021
Helgi Seljan er RÚV
Helgi Seljan er virkur í athugasemdum. Samherjaárátta Helga lýsir sér þannig að ýmist er fölskum pappírum flaggað eða fyllibyttum og fréttamaðurinn kallar heimildir.
Nú segir fréttastjórinn á Efstaleiti að Helgi Seljan sé RÚV.
Lengi liggur grunur á að RÚV sé sjálftektarsamfélag starfsmanna stofnunarinnar. Fyrr í dag þvoði stjórn RÚV hendur sér af Helga og samstarfsmönnum hans. Skilaboð stjórnarinnar eru að starfsmenn stjórni RÚV og öll gagnrýni á þá sé guðlast.
Helgi er einfaldlega mesti frekjuhundurinn á Efstaleiti. Leitt fyrir alla viðkomandi að maður sem jafn lélega dómgreind sé æðstiprestur RÚV.
![]() |
Segir kröfu Samherja atlögu að Helga Seljan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. mars 2021
Jafnréttið og Bensi seinheppni
Stofnandi Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, segir ríkisstjórnina ekki tryggja jafnrétti kvenna.
Kjóstu Viðreisn og konur fá loksins, loksins jafnrétti á Íslandi, skrifar stofnandinn í Moggagrein í dag.
Samkvæmt meðfylgjandi frétt er Ísland heimsmethafi í jafnfrétti kynjanna tólfta árið í röð.
Bensi er a.m.k. þrem kjörtímabilum of seinn með boðskap sinn. Viðreisn er afturhaldsflokkur sem hvorki sér samtímann né framtíðina, aðeins fortíðina.
![]() |
Jafnrétti kynjanna mest á Íslandi í 12. sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 30. mars 2021
Þórdís Kolbrún gerir mistök
Ekki fer vel á því að ráðherra gagnrýni eigin ríkisstjórn. Tvennt má lesa úr slíkri gagnrýni. Í fyrsta lagi að ekki sé hlustað á ráðherra á ríkisstjórnarfundum, hann sé léttvigt. Í öðru lagi að ráðherra sé á leið í stjórnarandstöðu.
Kínaveiran og sóttvörnin gegn henni gengur ekki að neinni uppskrift vísri. Stjórnvöld um allan heim eru í vanda og sum í verulegum vandræðum að kljást við veiruna.
Íslensk stjórnvöld, þökk sé þríeykinu, hafa staðið sig betur en nær allar aðrar ríkisstjórnir.
Þórdís Kolbrún vill hvorki vera léttvigt né í stjórnarandstöðu. Því ætti hún að tala ríkisstjórnina upp en ekki niður.
![]() |
Gagnrýnir sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)