Farsóttarpólitík er jarðsprengjusvæði kosningasumars

Mælikvarðinn á sóttvarnir er skýr og einfaldur, hlutfall sýktra af mannfjöldanum. Aftur er flóknara að framkvæma sóttvarnir, eins og síðast sést á úrskurði héraðsdóms um skylduvist ferðamanna á sóttkvíarhóteli.

Ríkisstjórnarflokkarnir verða í haust dæmdir eftir því hvernig til tókst með farsóttarvarnir. Í heildina er staðan góð. Tiltölulega breið samstaða er um að halda daglegu lífi fólks að mestu óröskuðu vegna Kínaveirunnar. Það þýðir skimun og sóttkví ferðamanna.

Framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnarinnar. Ef framkvæmdin klúðrast sitja stjórnarflokkarnir uppi með Svarta-Pétur í haust.


mbl.is Snýst ekki um sóttkvíarskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki flóknari en svo að framkvæma sóttvarna aðgerðir en að fara eftir løgum. Það var ekki lagastoð fyrir þessari nauðungarvistun. En Svandís hefur aldrei látið slíka smámuni stoppa sig. Fræg eru orð hennar eftir að hún fékk á sig dóm fyrir nokkrum árum  að brjóta løg - þetta er pólitík.

Menn hafa misst ráðherrastól fyrir minna en að verða uppvísir að vísvitandi brjóta løg. Og það tvisvar. 

Ragnhildur Kolka, 6.4.2021 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband