Sóttvörn er skerðing á frelsi - óhjákvæmilega

Sóttvörn er til að einn smiti ekki annan af skæðri veiru. Börn missa af skóla vegna sóttvarna, atvinnurekstur leggst niður, áskilnaður er um grímunotkun og ungir og aldnir sæta frelsisskerðingu heima hjá sér í sóttkví og einangrun.

Þá eru það loks ferðamenn sem koma til landsins. Þeir eru settir í sóttkvíarhótel uns gengið er úr skugga um að þeir beri ekki smit inn í landið. Tekur fimm daga. 

Af öllum sóttvörnum er sóttkvíarhótel mikilvægust. Nýsmit kemur inn í landið frá útlöndum.

Ef lög standa ekki til þess að sóttkví ferðamanna sé heimil blasa við víðtækar samfélagslokanir með tilheyrandi skerðingu á frelsi fólks innanlands.

Ferðalög eru valkvæð. Enginn þarf að ferðast. En fólk þarf að geta átt daglegt líf að mestu óraskað af farsótt.

Dómstólar geta ekki veitt ferðamönnum veiðileyfi á líf og heilsu landsmanna. 


mbl.is Seinagangur sóttvarnalæknis „óásættanlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það eru til ráð í kistunni sem brjóta ekki Stjórnarskrá Lýðveldisins. Það væri nær að nota þau í stað þess að spila á meðvirkni pöpulsins.

Sindri Karl Sigurðsson, 4.4.2021 kl. 11:55

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gerist ekki oft, en er sammála höfundi í þetta skiptið.

Líklegst er höfundur góðglaður eftir súkkulaðiát dagsins, því nokkuð skynsamur, í þetta skiptið.

Bezt væri auðvitað að loka á ferðir til landsins fyrir aðra en heimamenn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.4.2021 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband