Þriðjudagur, 10. ágúst 2021
Úlfur, úlfur vísindi
Menn eru byrjaðir að lesa nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Einn lestrarhestur er Roger Pielke yngri. Hann vekur athygli á að skýrslan segir svart á hvítu:
Almennt eru líkindi sviðsmynda ekki gefin í þessari skýrslu. (In general, no likelihood is attached to the scenarios assessed in this Report)
Hmm. Vísindin eiga einmitt að gefa okkur líkindin á þessari eða hinni útkomunni að gefnum forsendum, s.s. gróðurhúsalofttegundum í andrúmslofti. Þessi yfirlýsing jafngildir að kirkjuþing tæki fram að guðs vilji væri aukaatriði í málefnum kirkjunnar.
Pielke yngri segir að af þessu leiðir verði notendur sviðsmynda að ákveða líkindin, - sem sagt giska. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs gefur sitt gisk í meðfylgjandi frétt: mannkynið er í kapphlaupi við að tortíma sér ekki.
Á RÚV er önnur ágiskun, að 95% af lífríki jarðar deyi út.
Gréta Thunberg, Gummi umhverfis, Al Gore og allir hinir spámennirnir gefa út sína ágiskun um væntanlegar heimshamfarir.
En eldgosið í Fagradal heldur áfram að framleiða koltvísýring, aðalfæðu plönturíkisins, og jörðin verður grænni.
Úlfur, úlfur vísindi eru aftur aðalfæða fjölmiðla og þeir gera heiminn verri.
![]() |
Mannkynið er komið í kapphlaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 9. ágúst 2021
Gos, glópar og ótti
Fyrir tveim mánuðum hafði eldgosið við Grindavík losað álíka af einni gróðurhúsalofttegund, H2O, og allur bílafloti Íslendinga losar á einu ári. Í kynningu á skýrslu Sameinuðu þjóðanna er Ísland sett í samhengi við loftslagsbreytingar, t.d. í ítarlegri fréttaskýringu RÚV.
En það er ekki stakt orð um framlag Íslands til gróðurhúsalofttegunda með Fagradalsgosi.
Ástæðan er vitanlega sú að hvorki glóparnir hjá SÞ né á Efstaleiti hafa áhuga á að upplýsa heldur vekja ótta.
Áhugasömum um loftslag og vísindi skal bent á fyrirlestur Richard Lindzen. Hann er alvöru vísindamaður. Í lok fyrirlestursins segir Lindzen engin gögn styðja hamfarahlýnun. En það aftur styttist í næstu ísöld - eftir nokkur þúsund ár.
![]() |
Rauð aðvörun fyrir mannkynið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 9. ágúst 2021
Svartur sunnudagur Samfylkingar
Samfylkingin ætlaði að gera sóttvarnir að aðalkosningamáli sínu. Þingmenn flokksins, Helga Vala og Guðmundur Andri, voru gerðir út að kynda undir óvissu og ótta um miðja síðustu viku.
Svo kemur Þórólfur sótti og blæs af krísuna á sunnudegi.
Í gærkvöld örvænti Samfylkigin og ræsti út hagsmunahópinn á Efstaleiti sem óðara hannaði frétt um misræmi milli orða Þórólfs og staðgengils hans.
En skaðinn er skeður. Kosningamál Samfylkingar, að loka landinu vegna Kínaveirunnar, er farið í vaskinn.
![]() |
Þetta eru stórar fréttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. ágúst 2021
Minna frelsi, meiri valdhyggja
Frelsi er skert í nafni vísinda. Gildir bæði um kófið og loftslagsbreytingar. Vísindi í dag eru það sem guð var miðaldamönnum, réttlæting á valdi.
Vísindamenn eru orðnir þrælpólitískir og oftar en ekki vinstripólitískir, segir Freddie Sayers.
Hér heima er Arnar Þór Jónsson með fingurinn á púlsinum. Hann skrifar
Meðan við viljum kenna stjórnmálin við lýðræði leyfist okkur ekki að afhenda tæknimönnum félagslega og pólitíska stefnumörkun. Samt stöndum við nú frammi fyrir því að tæknimenn hafa fengið allt of mikil völd. Í reynd er verið að fela þeim að stjórna samfélaginu.
Farsótt og meintar loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ekki aðalorsakir valdhyggju, fremur myndbirting þróunar. Íslandsvinurinn og aðalhöfundur Brexit, Daniel Hannan, segir dýpri langtímaferla á ferðinni. Hannan tilfærir alþjóðleg dæmi um aukna valdhyggju en ræðir ástæðurnar ekki út í hörgul.
Ef gefið er að frelsið sé undanhaldi og valdhyggja í sókn verður spurningin hvort sé skárra innlend eða útlend valdhyggja. Höfundur tilfallandi athugasemda er með sitt svar á hreinu. Við eigum að segja upp EES-samningnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 7. ágúst 2021
Evran hamlar sjálfstæði Skota
Um helmingur Skota vill sjálfstæði frá Stóra-Bretlandi. En stuðningur við sjálfstæði og inngöngu í Evrópusambandið hrapar niður í samfylkingarfylgi ef Skotar þurfa að taka upp evru og fórna pundinu, samkvæmt könnun sem Telegraph birtir.
Á Íslandi reyna Samfylking og Viðreisn að selja ESB-aðild með evru. Skotar sem vita sitthvað um fjármál vilja ekki sjá evrópska gjaldmiðilinn.
Merkilegt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. ágúst 2021
Bjargaðu heiminum, ekki ferðast - nema heima
Ódýr ferðalög heyra sögunni til. Margvíslegar íþyngjandi reglur, settar í nafni sóttvarna, fá framhaldslíf þegar farsótt lýkur til að bjarga heiminum frá loftslagsbreytingum.
Á þessa leið er skrifað í Telegraph og tilfærð dæmi um það sjónarmið ráðandi afla að sóttvarnir séu sniðmát fyrir breytta lífshætti. Flugvélar menga og þær verða ekki knúnar rafmagni í fyrirsjáanlegri framtíð. Því verði að fækka flugferðum.
Skilvirkasta leiðin til að draga úr CO2 útblæstri flugvéla er að draga úr ódýrum flugferðum með hverskyns reglum sem gera ferðalög með flugi óhagkvæm.
Allt yrði þetta gert í nafni göfugs málstaðar, að bjarga heiminum frá loftslagsbreytingum af mannavöldum.
![]() |
Óljóst hvernig útfæra á nýjar reglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 6. ágúst 2021
Guðmundur Andri: svona býr maður til krísu
Samfylkingin kann að búa til pólitíska krísu. Að vekja óvissu er fyrsta skrefið, næst er að ala á ótta og loks að telja fólki trú um að himinn og jörð séu að farast.
Helga Vala reið á vaðið í fyrradag og smjattaði á sögum um farsóttina. Í gær kastaði Guðmundur Andri á eldinn þessum sprekum:
Það kom fram hjá menntamálaráðherra að það sé stefnt að því að skólastarf verði haldið með eðlilegum hætti en leiðirnar til þess að svo megi verða, eru óljósar...Við erum í óvissuástandi og þegar það er í óvissuástand þá segir mín eðlishvöt að fara með gát. Taka ekki sénsa og láta fólk njóta vafans.
Guðmundur Andri er í orði kveðnu að tala um skólahald. En hann er fyrst og fremst að vekja óvissu og ala á ótta, búa til krísu. Fjarska einfalt er skólahald fari fram með eðlilegum hætti. Kennarar og nemendur mæta einfaldlega í skóla landsins og sinna sínu.
Til að þingmenn Samfylkingar séu ekki hrópendur í eyðimörkinni er hnippt í vini og velunnara í stéttarfélögum sem koma fram til að segja allt vera að hrynja. Hagsmunahópurinn á Efstaleiti er virkjaður og leiðir fram heimsendaspámenn úr röðum Pírata.
Ef vel tekst til hjá Guðmundi Andra, Helgu Völu og félögum fer fólk að trúa því að himinn og jörð séu að farast. Óvissa og ótti rænir fólk dómgreindinni. Til þess er leikurinn gerður. Í framhaldi stíga óttastjórnendur vinstrimanna á stokk og segja þjóðina þurfa nýja stjórnarskrá til að sigrast á Kínaveirunni.
![]() |
Stefna að skólahaldi án takmarkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Þrotafólk í stað þotuliðs
Í útrás réð þotuliðið ferðinni í landsmálum. Til að komast til valda og áhrifa urðu menn að vera í einhverju útrásarliðinu sem fjármagnaði einstaklinga og flokka, átti Ísland meira og minna.
Í fimmtu þingkosningunum eftir hrun, 2021, stefnir þrotafólkið að landsyfirráðum. Þrotaframbjóðendur kynna sig sem ógæfufólk með vímuefnasögur, sjálfsvígstilraunir, hjónaskilnaði og gjaldþrot að baki. Gott ef ekki líka innlögn á geðdeild.
Framfarir? Tja, það skýrist 25. september.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Enginn Trump en Bandaríkin lokuð
Vinstrimenn og frjálslyndir höfðu það til marks um öfgar Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta að hann lokaði landinu óæskilegum útlendingum. Joe Biden hefur haldið Bandaríkjunum lokuðum alla sína embættistíð, heila átta mánuði.
Joe Biden er fulltrú vinstrimanna og frjálslynda og er því ekki kallaður öfgamaður þótt hann fylgi sömu stefnu og forverinn.
Bandaríkin eru að breytast. Þar sem áður var opið land áhugasamt um útflutning á eigin menningu til fjarlæra ríkja s.s. Afganistan, Íraks, Sýrlands, Líbýu og Úkraínu er komin einangrunarhyggja. Skipti á forsetum, Biden fyrir Trump, haggar ekki þeirri þróun.
![]() |
Bólusettir mega brátt ferðast til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Helga Vala smjattar á sögum
Á samfélagsmiðlum eru margar sögur um Kínaveiruna og afbrigði hennar. Sumar sögurnar eiga stoð í veruleikanum en aðrar eru heilaspuni samsæriskenningasmiða.
Helga Vala þingmaður Samfylkingar krafðist fundar í þingnefnd til að smjatta á sögunum.
Verði Helgu Völu að góðu.
![]() |
Margar sögur í gangi um alvarleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)