Trú

Við trúum á heilbrigðisvísindin í farsótt. Nema þegar við viljum undanþágur. Trú á manngert veður er útbreidd og að koltvísýringur spilli náttúrulegu loftslagi. Loftslagstrú er þó sett ofan í skúffu þegar fólki langar að ferðast og tekin upp til dygðaskrauts þegar heim er komið.

Maðurinn var ekki hreinni og skírlífari þegar hann trúði á óræðan guð. Veraldleg hentisemi réð ekki síður ferðinni fyrrum en nú um stundir.

Helsti munurinn á óræðum guði og vísindatrú nútímans er að í fyrra tilvikinu er upphaf og eilífð en tilgangslaus endurtekning í seinna fallinu.

Maðurinn sem tegund er ekki nema um 200 þúsund ára. Jörðin er 4,5 milljarða ára. Við höfum fyrir satt að maðurinn hafi orðið til með líffræðilegri þróun. Sem væntanlega stendur enn yfir.

Samkvæmt viðurkenndum vísindum er maðurinn tilviljun. Ef ein stökkbreyting í fyrndinni hefði orðið á annan veg hefðum ,,við" orðið slöngur eða fiðurfé. Svo er hitt sjónarhornið, líka viðurkennt og kallað nauðhyggja, að allt sem er gæti ekki verið öðruvísi. Fyrst líf á annað borð kviknaði á móður jörð hlaut það að leiða til mannskepnunnar. 

Hvorugt sjónarhornið, að lífið sé annað tveggja tilviljun eða lögmál, kemur heim og saman við daglega reynslu okkar, síst nauðhyggja. Við höfum frjálsan vilja. Ég gæti sleppt að skrifa þetta blogg, fengið mér tár og hugsað um fótbolta. Tilviljunin heggur þó nærri. Fyrir 65 milljónum ára spókuðu sig risaeðlur á henni jörð. Hvergi var maðurinn. Fyrir tilviljun eyddu hamfarir stórum eðlunum og bjuggu í haginn fyrir smærri lífverur, fíngerðari og hugvitssamari; okkur. 

Tilviljun er tilgangslaus. Það er sjálf skilgreiningin á tilviljun. En ef það er eitthvað sem einkennir manninn er það leit að tilgangi. Við finnum aldrei tilganginn, með ákveðnum greini, en leitum hans sí og æ, kynslóð fram af kynslóð. Sú leit getur ekki verið sprottin af þróun. Líffræðileg þróun býr ekki til eðlishvötina ,,tilgangslaus leit að tilgangi". Líffræðin gerir okkur hæf að komast af. Aðlögunarhæfni í síbreytilegri náttúru bjó til tegundina. Það er beinlínis andstætt afkomuöryggi að velta vöngum yfir tilgangi. Éta, lifa og fjölga sér er viðurkenndur darwinismi. Önnur spendýr spá ekki í tilgang lífsins.

Aðeins guð gefur tilgang. Á óræða vísu. 

Gleðileg jól 


Hitabylgja á Grænlandi - fyrir 1000 árum

Fyrir 1000 árum var meðalhitinn á Grænlandi um 1,5 gráðum hærri en í dag. Eiríkur rauði flutti þangað og stundaði landbúnað að norrænum hætti. Byggðin þar vestra var möguleg vegna miðaldahlýskeiðsins frá um 900 til 1300. 

Litla ísöld tók við og hélst fram undir 1900. Á miðju því tímabili, á 15. öld, lagðist norræn byggð af í Grænlandi.

Sé horft lengra aftur í tímann var enn hlýrra á Grænlandi en menn hafa löngum talið.

Loftslag breytist og hefur alltaf gert. Nýtt í sögunni er að telja loftslag manngert.


mbl.is Meðalhiti tæplega 20 stigum hærri á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur ekki konur, heldur trans og raun

Til skamms tíma voru konur eins og karlar, hlutlægur veruleiki í mannlífinu. Nú gildir það ekki lengur. Konur eru tvískiptur hópur. Í fyrsta lagi raunkonur, sem hafa verið kvenkyns frá fæðingu, og í öðru lagi transkonur sem voru einu sinni karlar.

Ástæða umskiptanna er menningarleg. Snarklikkaðir fræðimenn og aðgerðasinnar töldu almenningi trú um að kyn væri ekki líffræðilegt ástand heldur félagslegt og huglægt. Samkvæmt fávísisfræðum getur maður ákveðið sjálfur kyn sitt. Ekki nóg með það heldur getur maður líka verið þriðja, fimmta eða seytjánda kynið, kjósi maður svo.

Forsetafrú Frakkland verst ásökunum um að hún sé transkona sökum þess að þær eru orðnar svo margar. Konur hafa tapað sérstöðu sinni með kynrænu kennitöluflakki móðursjúkra karla.

Karlar í auknum mæli gefast upp á karlmennskunni og gerast kerlingar. Af þeirri þróun leiðir að konur eru ekki lengur konur heldur transkonur og raunkonur. Fjölmenning í framkvæmd.

Framför? Nei, menningarlegur fávitaháttur.


mbl.is Leitar réttar síns vegna samsæriskenninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar í kófinu

Nú þegar fyrir liggur að farsóttin rennur sitt skeið í janúar 2022 er nærtækt að spyrja hverjir hafa verið til fyrirmyndar í háttum og siðum sóttvarna. 

Voru það þeir sem treystu ,,vísindunum" og biðu eftir að leiðbeiningum að ofan um hvernig skyldi reka veirusamfélag? Eða þeir sem vildu skeika að sköpuðu og skerða athafnafrelsi ekki nema í lengstu lög? Öfgarnar í hvorri meginfylkingu voru lokunarsinnar, er bæði vildu loka landinu og fólk heima hjá sér í stofufangelsi annars vegar og hins vegar þeir sem engar samfélagslegar sóttvarnir vildu hafa. 

Þeir sem voru til fyrirmyndir tileinkuðu sér meðalhófið. Þeir voru meðvitaðir um óvissuna en keyrðu hvorki þjóðarskútuna hart í bak né blint í stjór. 

Meðalhófið, sem sagt, er oftast til fyrirmyndar.

 


mbl.is Allir þingmenn skimaðir á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fangelsi frásagnarinnar

Ráðandi frásögn af ómíkrónútgáfu Kínaveirunnar er að hún sé hættuleg. Sömu sóttvarnir og notaðar voru gegn frumútgáfunni og deltaafbrigðinu skal viðhafa í þessari umferð. Segir ráðandi frásögn.

,,Ef við horf­um á reynsl­una, sér­stak­lega í Dan­mörku, þá seg­ir það okk­ur að skyn­sam­legt sé að fara var­lega," segir Sigurður Ingi innviðaráðherra og endurómar viðtekna speki.

Ekki er hægt að áfellast stjórnvöld. Þau reyna sitt besta til að skerðingar og lokanir verði ekki meiri en brýnasta þörf krefur innan ramma frásagnarinnar.

Kóngur vill sigla en frásögnin hlýtur að ráða. Þeir sem efast ættu að ígrunda að eftir þrjá daga er vestræn alheimshátíð i tilefni af frásögn af fæðingu sveinbarns í útjaðri Rómarveldis. 

Fyrir tvö þúsund árum skyldi skrásetja heimsbyggðina. Nú skal hún bólusett. 


mbl.is „Virðist engan enda ætla að taka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veirusamfélagið; lokað, opið eða í hálfa gátt?

Sóttvarnir í rauntíma eru nauðsynlegur ómöguleiki. Enginn veit fyllilega hvernig nýjasta afbrigðið hagar sér. Vitað er að ómíkrón er bráðsmitandi en einkenni vægari.

Öfgarnar eru að loka samfélaginu annars vegar og hins vegar opið samfélag með engar opinberar sóttvarnir. Ekkert þjóðríki fylgir opingáttarstefnu. Lokanir hafa verið misharkalegar. Íslenska leiðin hefur verið að hafa opið í hálfa gátt, slaka og herða á víxl. Fram að þessu hefur það gefist þokkalega.

Á bakvið umræðuna um sóttvarnir hér og nú glittir í aðra umræðu um hvort við fáum endurheimt samfélagið eins og það var fyrir farsótt. Stutta svarið er líklega ekki. Eðlilega veldur það nokkurri angist. Þá er ágætt að hugfast að eftir vetur kemur vor.

 


mbl.is Bólar ekkert á minnisblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðreyndavakt Facebook er skoðun

Facebook er með á sínum snærum staðreyndavakt. Einnig aðrir samfélagsmiðlar. Tilgangurinn er að fanga rangar staðreyndir og koma í veg fyrir falsfréttir og upplýsingaóreiðu. En nú ber svo við að Facebook viðurkennir að staðreyndavakt miðilsins sé byggð á skoðunum.

Fréttamaðurinn John Stossel var fyrir barðinu á staðreyndavakt Facebook. Frétt Stossel var um meint manngert veðurfar. Samfélagsmiðillinn ritskoðaði - í nafni staðreynda - og merkti frétt Stossel ,,ranga og misvísandi." Fréttamaðurinn stefndi Facebook fyrir dóm til að fá ritskoðuninni hnekkt. Vörn Facebook fyrir dómi er að staðreyndavakt samfélagsmiðilsins byggir á skoðunum en ekki staðreyndum.

Hér heima hafa sumir fjölmiðlar gefið sig út fyrir að standa staðreyndavaktina. Fyrir fimm árum sakaði Kjarninn t.d. Bjarna Benediktsson um að fara með ,,haugalygi" í krafti staðreynda sem Kjarninn þóttist hafa á hreinu. Morgunblaðið staðreyndatékkaði Kjarnann og fann staðreyndavillur í ásökun jaðarútgáfunnar.

Staðreyndir máls flækjast fyrir mönnum. En líka hitt að greina á milli hvað staðreyndir eru og hvað skoðanir. 

Vandlifað er í heimi margra staðreynda og enn fleiri skoðana. Maðurinn hefur ekki í annan tíma átt greiðari aðgang að öllum heimsins staðreyndum og þorra skoðana. En skilningur mannsins á sjálfum sér og henni veröld virðist í öfugu hlutfalli við aðgengi upplýsinga.

Sumt í heiminum, sem má kalla hráar staðreyndir, er óháð mannlegri vitund. Fjallið Esjan er hvort heldur okkur líkar það betur eða verr, sama gildir um Atlantshafið. Annað í heiminum er aðeins til í vitund mannsins. Verðbólga er ekki hrá staðreynd heldur manngerð, brúðkaup sömuleiðis, vinnutími, sumarfrí og ótal margt annað í mannlífinu. 

Manngerðar staðreyndir eru háðar samkomulagi. Jón og Gunna eru hjón vegna samkomulags um að tiltekin athöfn með áfastri yfirlýsingu geri þau hjón. Verðbólga er rúm 4 prósent á grunni samkomulags um hvernig verðbreytingar skulu mældar.

Það liggur í hlutarins eðli að í nær öllum manngerðum staðreyndum er innbyggður skoðanaþáttur. Manngerðar staðreyndir lýsa sameiginlegum vilja til að hafa þetta eða hitt svona eða hinsegin, hafa eitt fyrir satt en telja annað ósatt. Það er til dæmis satt að tveir eru í hjónabandi, hvorki fleiri né færri. En Píratar láta sér detta í hug að þrír, fimm eða sjö gætu áttu sameiginlega hjónasæng.

Við lifum tíma lausungar. Því miður gildir það bæði um hráar staðreyndir og mennskar.

Margt sem áður þótti gott og gilt sem hrá staðreynd er það ekki lengur. Til dæmis að veðurfar sé náttúrulegt en ekki manngert. Að kynin séu tvö en ekki þrjú, fimm eða seytján. Af sjálfu leiðir að þegar hráar staðreyndir eru í uppnámi gildir það í enn ríkari mæli um manngerðar staðreyndir.

Í brimróti staðreynda og skoðana er ekki auðvelt að aðgreina hvað er gegnheilt og ekta og hvað bull, vitleysa og firra. Boðskapur alkabænarinnar, sem byggir á Markúsi Árelíusi, á erindi við samtímann: sumt er háð vilja okkar og vitund en annað ekki. Við getum unnið með vit og vilja en Esjan og Atlantshafið verða á sínum stað burtséð hvað okkur finnst. Grétu Thunberg og fylgismönnum hennar má finnast að maðurinn stjórni veðurfarinu. En það er náttúran sem sér um þann þátt tilverunnar og hefur alltaf gert.

Skortur á samkomulagi um hvað er og hvað ber einkennir samtímann. Menningin er ófyrirséð og spennandi. En það er ekki þrautalaust að lifa tíma þegar meintar staðreyndir eru í raun skoðanir.

 

 

(Það sem segir hér að ofan um hráar staðreyndir og mennskar er fengið frá gömlum manni vestur í Kaliforníu. Sá heitir John Searle og kennir heimspeki þar vestra. Enginn tilfallandi hugverkastuldur hér.)


Blaðamenn eru hópsálir, segir formaður þeirra

Blaðamenn virka ekki nema þeir séu nokkrir saman á ritstjórn, segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Einn blaðamaður geti ekki verið ritstjórn og því getur blogg ekki verið blaðamennska.

Hópsálir hugsa ekki sjálfstætt. Hópsálin skilgreinir heiminn sem ,,við" og ,,þeir." Þegar Helgi Seljan fékk á sig siðadóm um alvarlegt brot í Samherjamálinu brást hópsálin á Efstaleiti snarlega við, stökk ofan í skotgrafirnar. Kallað var á hjálp starfsfélaga og vinstriþingmanna. Enginn þorði að ræða upphátt hvað Helgi hafði gert. Þess vegna var vörnin hans æfing í dómgreindarleysi og botnlausri fákunnáttu í faginu sem heitir blaðamennska.

Sigríður Dögg formaður og fréttamaður á RÚV segir að hið

mik­il­væga sam­tal sem á sér stað inn á rit­stjórn­um, sem ger­ir fjöl­miðil að fjöl­miðli, en þar sé meðal ann­ars rætt um hvernig efni skuli meðhöndlað, hvað sé frétt og hvers vegna. 

Einmitt. Samtalið á ritstjórn RÚV eftir siðadóminn yfir Helga komst að þeirri niðurstöðu að virða ætti siðareglur að vettugi þegar þær koma ,,okkur" illa. Hópsálir, sem sagt.

Sjálfstæðir einstaklingar eru gagnrýnir, hjörðin fylgir boðskap. Gagnrýninn einstaklingur tekur áhættu einn gegn viðteknum rétttrúnaði, hópsálin sækir í skjól múgsins á samfélagsmiðlum. 

Sigríður Dögg setur hópsálir á ritstjórn skör hærra en eins manns útgáfur. Formaðurinn krefst að ríkið fjármagni hópsálarblaðamennsku en hafni einyrkjum.

Helsti glæpur einyrkja á ritvellinum er að stela orðum og hugmyndum frá öðrum einstæðingum. Á Glæpaleiti þykir það of lítilfjörlegt afbrot til að fá ríkisstyrk. 

 

 

 


mbl.is Ekki fjölmiðill nema þar starfi ritstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækning á kófi kæfð í þágu bóluefnaherferða?

COVID-19 er læknanlegt og var það snemma í farsóttinni. En lyfin voru gerð tortryggileg og öll áhersla á bólusetningu og að hræða almenning. 

Þessa sögu segir bandarískur læknir, Peter McCullough, sjá hér og hér.

Eitthvað verulegt fór úrskeiðis þegar vesturlönd ákváðu ,,rétt" viðbrögð við Kínaveirunni.

 


Doddi bloggar, biður um ríkisstyrkt frelsi

Ritstjóri Kjarnans skrifar laaaangt blogg um að fá ríkisstyrk til að ,,bjarga frjálsri fjöl­miðlun á Íslandi."

Ríkisfé tryggir frelsi, trúir Doddi.

Sjálfur iðkar hann frelsið til að höndla með þýfi frá ríkisreknu Glæpaleiti.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband