Fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Enginn Trump en Bandaríkin lokuð
Vinstrimenn og frjálslyndir höfðu það til marks um öfgar Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta að hann lokaði landinu óæskilegum útlendingum. Joe Biden hefur haldið Bandaríkjunum lokuðum alla sína embættistíð, heila átta mánuði.
Joe Biden er fulltrú vinstrimanna og frjálslynda og er því ekki kallaður öfgamaður þótt hann fylgi sömu stefnu og forverinn.
Bandaríkin eru að breytast. Þar sem áður var opið land áhugasamt um útflutning á eigin menningu til fjarlæra ríkja s.s. Afganistan, Íraks, Sýrlands, Líbýu og Úkraínu er komin einangrunarhyggja. Skipti á forsetum, Biden fyrir Trump, haggar ekki þeirri þróun.
![]() |
Bólusettir mega brátt ferðast til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Helga Vala smjattar á sögum
Á samfélagsmiðlum eru margar sögur um Kínaveiruna og afbrigði hennar. Sumar sögurnar eiga stoð í veruleikanum en aðrar eru heilaspuni samsæriskenningasmiða.
Helga Vala þingmaður Samfylkingar krafðist fundar í þingnefnd til að smjatta á sögunum.
Verði Helgu Völu að góðu.
![]() |
Margar sögur í gangi um alvarleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Smit og innlagnir, Ísland og útlönd
Sóttvarnir á Íslandi taka mið af innlögnum á sjúkrahús en ekki smitum í samfélaginu. Þetta er rökrétt afleiðing af þeirri vitneskju að smit í bólusettu samfélagi eru væg.
Aftur miða ferðaráðleggingar erlendra ríkja, t.d. Bandaríkjanna, við smithættu - en ekki innlagnir. Sem þýðir að Ísland er komið í áhættuflokk.
Að lifa með veirunni er snúið verkefni.
![]() |
CDC hækkar hættustig vegna ferða til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Lög, pólitík og samfélag
Lög verða til í samfélögum um hvernig skuli málum háttað. Þegar Íslendingar gengust undir Noregskonung á 13. öld áskildu þeir sér íslensk lög. Menn vissu þegar fyrir 800 árum að jafnvel þegar bræðraþjóðir áttu í hlut, Íslendingar og Norðmenn, að norsk lög hentuðu ekki íslensku samfélagi.
Á síðustu áratugum stendur yfir viðleitni í Evrópu, kennd við Evrópusambandið, að setja ein lög fyrir alla álfuna. Íslendingar ánetjuðust þessari viðleitni með EES-samningnum, sem bráðum er 30 ára.
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, útskýrir samhengi stjórnmála og lagasetningar með hugtakinu lifandi lögskýringar.
Það er að búa til nýjar reglur, sem ekki verða raktar til lýðræðislegrar ákvörðunar innan þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. Við rekum hérna lýðræði, sem þýðir að það er lýðræðislega kjörinn löggjafi, sem setur lög á Íslandi. Og það er enginn dómstóll í Evrópu sem hefur vald til þess að breyta þeim lögum eftir einhverjum lifandi lögskýringum eins og það er kallað.
Á meðan við erum undirseld EES-samningnum búa Íslendingar við þá áþján að evrópsk pólitík er innleidd á Íslandi undir formerkjum ,,lifandi lögskýringa."
Þess vegna eigum við að segja upp EES-samningnum.
![]() |
Tekur undir með Baudenbacher en fagnar nálgun Páls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 2. ágúst 2021
Pírati verður sósíalisti - nýsjálenska leiðin
Birgitta Jónsdóttir gengur til liðs við Gunnar Smára sem heldur úti Sósíalistaflokknum. Gunnar Smári kynnti nýverið til sögunnar ,,slembival" á framboðslistum flokksins. Í fréttinni um vistaskipti Birgittu er slembivalið útskýrt svona:
Slembival var notað við val í kjörnefnd, sem síðan annaðist val á lista flokksins í kjördæminu..
Í byrjun júní sendi Gunnar Smári rútu á landsbyggðina til að leita að fólki í framboð. Það einfaldlega vantaði fólk í flokkinn. En núna, nokkrum dögum síðar, er fólksmergðin orðin slík hjá sósíalistum að ,,Slembival var notað við val í kjörnefnd" sem síðan velur fólk á framboðslista. Fyrir skemmstu voru ekki nógu margir í flokknum til að manna kjörnefnd, hvað þá framboðslista. Og fyrir þessum sjónhverfingum falla fjölmiðlar.
Gunnar Smári selur blekkingar sínar á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem hann fær áheyrn. Um daginn skrifaði Gunnar Smári um nýsjálensku leiðina í sóttvörnum. Gunnar Smári og bróðir hans, Sigurjón, hrundu af stað undirskriftarsöfnun í vor einmitt um nýsjálensku leiðina.
Íslenskur maður búsettur í Nýja-Sjálandi, Sigurgeir Pétursson, útskýrir nýsjálensku leiðina í sóttvörnum:
Landamærin Nýja Sjálands hafa verið lokuð öllum nema Nýsjálendingum síðan í mars í fyrra. Nýsjálendingar sem vilja koma til Nýja Sjálands þurfa allir að fara á sóttvarnarhótel í 14 daga og borga fyrir það sem samsvarar 280.000 krónum. Þá skiptir engu máli hvort fólk sé bólusett eður ei. Allir þurfa að gera það sama. Það sem verra er, er að það þarf að bóka herbergi á þessum sóttvarnarhótelum áður en keyptur er flugmiði.
Í löngum pistli sínum útskýrir Gunnar Smári ekki að nýsjálenska leiðin myndi gera Ísland að risastóru fangelsi. Gunnar Smári treystir á að fólk sé fífl, fréttamenn sérstaklega.
![]() |
Birgitta gengin til liðs við Sósíalistaflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 1. ágúst 2021
ESB-pólitík skrifuð í íslensk lög
Evrópusambandið samþykkir lög sem endurspegla ráðandi pólitík sambandsins. Í áratugi er samrunaþróun Evrópu ráðandi pólitík ESB og lagabálkar taka mið af þeirri pólitísku stefnu. Lög ESB eru gerð gildandi á Íslandi með EES-samningnum og EFTA-dómstólnum.
Ísland er ekki ESB-aðildarríki og ætti ekki að una Evrópuvæðingu íslenskrar löggjafar.
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, segir Pál Hreinsson ekki nógu ESB-sinnaðan í störfum sínum sem forseti dómstólsins.
Frægasti dómur Páls, kenndur við Icesave, féll Íslendingum í vil. Baudenbacher segir
Hæpið er að úrskurður eins og sá sem kveðinn var upp í Icesavemálinu árið 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins.
Auðvitað ekki. Samrunaþróun Evrópu krafðist þess að Ísland yrði gjaldþrota, yrði tekið upp í skuld einkabanka við Breta og Hollendinga.
Grein Baudenbacher hlýtur að verða miðlæg í kosningabaráttunni sem fer í hönd eftir verslunarmannahelgi. Það er eftirspurn eftir íslenskri pólitík sem segir hingað og ekki lengra í Evrópuvæðingu Íslendinga.
![]() |
Páll hafi glatað sjálfstæði sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)