Þriðjudagur, 13. maí 2014
Evrópubúar: minna ESB í stað Stór-Evrópu
Meirihluti íbúa Evrópusambandsins ber ekki traust til Evrópusambandsins. Skipbrot sameiginlegs gjaldmiðils er ein ástæða og önnur er yfirþyrmandi íhlutunarstefna sambandsins í stór mál og smá sem mætti fremur leysa staðbundið.
Lýðræðishalli er á Evrópusambandinu þar sem embættismenn stjórna án aðhalds frá kjósendum. Tilraunir til að auka vægi almennings, t.d. með auknum áhrifum Evrópuþingsins, mistakast í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi lækkar stöðugt kosningaþátttaka til Evrópuþingsins og í öðru lagi vex flokkum andvígum ESB stöðugt ásmegin en hefðbundnu flokkarnir, sem bera ábyrgð á stöðu mála, veikjast.
Brussel-elítan er sannfærð um að til að bjarga ESB verði að stórauka miðstýringuna, búa til Stór-Evrópu. Almenningur er á öndverðum meiði og krefst afbyggingar ESB-veldisins. Það veit ekki á gott að ráðandi öfl og almenningur horfi hvort í sína áttina þegar framtíð Evrópusambandsins er í húfi.
![]() |
Meirihlutinn ber ekki traust til ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 13. maí 2014
Lífeyrissjóðir mala forstjórum gull á kostnað launþega
Launþegar eru neyddir að borga í lífeyrissjóði sem hygla forstjórum á kostnað almennra starfsmanna. Skýrasta dæmið um misnotkun lífeyrissjóðanna er Icelandair þar sem æðstu stjórnendur fá hækkun sem nemur allt að hundruðum prósenta á meðan launþegum er boðin ,,SA-hækkun" upp á fáein prósent.
Lífeyrissjóðirnir eiga Icelandair nánast að fullu og það eru þeir sem bera ábyrgð á skefjalausri mismunun þar sem æðstu stjórnendum er hampað en launabremsa setta á almenna starfsmenn.
Spillinguna sem lífeyrissjóðirnir stunda verður að uppræta.
![]() |
Gífurleg launahækkun stjórnenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. maí 2014
Ekki-flokkurinn og lömuð stjórnmál
Stjórnmál á Íslandi eru lömuð. Skýrasta opinberun lömunarinnar er að ekki-flokkurinn Björt framtíð mælist næst stærstur íslenskra stjórnmálaflokka í könnun. Björt framtíð er skipuð þingmönnum sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga og með formann sem skiptir um skoðun eftir hentugleikum.
Björt framtíð er ekki-flokkur með enga sögu, enga stefnu og enga framtíð. Og einmitt þess vegna segist fólk í skoðanakönnun styðja ekki-flokkinn.
Björt framtíð fær ekki fylgi vegna eigin verðleika heldur andverðleika hinna flokkanna.
![]() |
34,5% styðja ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 13. maí 2014
Samfylkingin tapar - Dagur formaður í stað Árna Páls
Á landsvísu tapar Samfylkingin stórt en gerir gott mót í Reykjavík með Dag B. Eggertsson í forystu. Gangi fram sem horfir verður kallað á Dag til forystu á landsvísu strax í haust.
Árni Páll Árnason reynir að markaðssetja Samfylkinguna sem hægrisinnaðan ESB-flokk en það er dæmt til að misheppnast. Hægrimenn með ESB-sannfæringu eru einfaldlega ekki nógu margir til að bæta upp fylgistapið meðal vinstrimanna.
Reykvíkingar sem kjósa Dag í lok maí eru í reynd að skipta um formann í Samfylkingunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. maí 2014
Icelandair ekki of stórt til að fara í gjaldþrot
Ísland er ekki Vestmannaeyjar og Icelandair er ekki Herjólfur. Ef Icelandair er í raun ónýtt fyrirtæki, með óhæfa stjórnendur og óbilgjarna flugmenn, þá eigum við að leyfa fyrirtækinu að fara í gjaldþrot.
Ísland verður ekki án lífsnauðsynlegra samgangna ef Icelandair hættir flugi, líkt og Eyjamenn myndu einangrast án Herjólfs. Yfir tíu áætlunarflugfélög fljúga til Íslands.
Lífeyrissjóðirnir eiga Icelandair að stærstum hluta. Þeir bera ábyrgð á yfirgengilega heimskulegri launastefnu sem hyglar milljónafólkinu á toppnum en skilur launþega eftir. Meinsemd Icelandair er að æðstu stjórnendur eru oflaunaðir í hlutfalli við aðra starfsmenn.
Ef ríkisvaldið ætlaði að grípa inn í launadeilur Icelandair við flugmenn þá yrði jafnframt að setja lög á laun forstjóra og yfirmanna félagsins. Og þar með væri Icelandair orðið ríkisflugfélag enda bæri ríkisvaldið ábyrgð á rekstrinum.
Eigendur, stjórnendur og starfsmenn Icelandair bera sameiginlega ábyrgð á fyrirtækinu. Þessir aðilar munu tapa mestu ef fyrirtækið fer í þrot.
Skýr skilaboð ríkisstjórnarinnar um að lagasetning komi ekki til greina til að leysa launadeilu flugmanna er skynsamlegasta og ábyrgasta afstaðan.
![]() |
Ógnar 500 flugferðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. maí 2014
Forstjóri Icelandair segi af sér
Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair ber ábyrgð á ógöngum félagsins og ferðaþjónustunnar. Björgólfur hugsar meira um að hlaða undir sjálfan sig og nánustu samverkamenn en að byggja upp samheldni í fyrirtækinu.
Björgólfur á að segja af sér hið snarasta. Stjórnin ráði nýjan forstjóra á 50 prósent lægri laun og þá er hægt að fara að tala við flugmenn.
Ábyrgð Björgólfs er því meiri að hann er jafnframt formaður Samtaka atvinnulífsins. Ef hann sjálfur kveikir ekki á perunni verða lífeyrissjóðirnir, sem eiga stærsta hlutinn í Icelandair, að reka manninn.
![]() |
Fjölmargir afpanta Íslandsferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. maí 2014
Sjálfstæðisflokkurinn er aulinn í sauðagærunni
Hann hefnir sín sauðsháttur forystu Sjálfstæðisflokksins, að koma til móts við flokkslegu ESB-örverpin með því að hætta við afturköllun ESB-umsóknar annars vegar og hins vegar leiða ESB-sinna til forystu í höfuðborginni.
Í stað þess að standa í ístaðinu og bera fram þá stefnu sem flokkurinn var kjörinn til að framfylgja fyrir ári er stöðugur afsláttur gefinn óbilgjörnu minnipokafólki sem getur ekki einu sinni að safnað undirskriftum án þess að svindla.
Sjálfstæðisflokkurinn fær sína verstu kosningu í höfuðborginni í manna minnum vegna þess að fólk treystir ekki aulum í sauðagæru.
![]() |
Samfylking stærst í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 12. maí 2014
Leyfum Icelandair að blæða út
Ofurlaun forstjóra Icelandair og æðstu stjórnenda eru fordæmi fyrir flugmenn. Ríkisstjórnin á ekki að skera forstjórann úr snörunni sem hann hnýtti sér sjálfur.
Að stofni til er Icelandair flugmannafélag. Forverar félagsins, Flugfélag Íslands og Loftleiðir, voru stofnuð af flugmönnum. Forstjórar voru með rúm flugmannslaun. Í tíð Sigurðar Helgasonar var forstjórinn með 1,5-föld flugmannslaun. Snillingurinn sem stýrir félaginu núna er með þreföld flugmannslaun auk fríðinda.
Icelandair er rotið félag sem á ekki að bjarga með lagsetningu. Forstjóri félagsins, Björgólfur Jóhannesson, er jafnframt formaður Samtaka atvinnulífsins sem mótað hefur kjarastefnu sem aðeins er fyrir almenna launþega en ekki stétt forstjóra. Launþegar fá skammtað skít úr hnefa en forstjórarnir maka krókinn.
Björgólfur situr sem forstjóri í skjóli lífeyrissjóðanna sem tóku þátt í útrásarruglinu með auðmönnum og lærðu ekkert af þeirri reynslu.
Látum Icelandair blæða út, verða gjaldþrota ef ekki vill betur. Icelandair var einu sinni djásn íslenskra fyrirtækja en er orðið græðgisöflum að bráð. Engin hætta er á að landið verði samgöngulaust - enda fljúga hingað reglulega fleiri en tíu áætlunarflugfélög.
Það á ekki að setja lög í þágu veruleikafirrtra forstjóra og óábyrgra eigenda.
![]() |
Lög á flugmenn ekki útilokuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 11. maí 2014
Launasjálftektin í háloftum byrjar á jörðu niðri
Forstjórar stunda launasjálftekt á Íslandi og nú í æ ríkari mæli í skjóli lífeyrissjóða sem eiga stóra hluti í helstu fyrirtækjum landsins. Forstjórar landsins og klíkubræður þeirra í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða skapa fordæmi sem flugmenn Icelandair hyggjast fylgja.
Icelandair er ekki jafn einrátt í flugi til og frá landinu og löngum áður. Ein tíu eða tólf félög bjóða áætlunarflug hingað. Hörmungarstaðan hjá Icelandair gefur öðrum tækifæri; Wow kom með fulla vél af farþegum frá Kaupmannahöfn áðan en gær var innan við helmingur sætanna seldur.
Skæruhernaður 200 flugmanna Icelandair heldur vonandi áfram nógu lengi til að kenna þeim sjálfum lexíu og fyrirtækinu. Þegar flugmenn Icelandair sækja um hjá Wow eru ekki í boði heildarlaun upp á 1,5 m. kr. á mánuði. Og þegar Icelandair verður að skera niður starfsemina vegna þess að farþegar leita annað þá kannski skilja lífeyrissjóðirnir að launasjálftekt æðstu stjórnenda er ekki til farsældar.
![]() |
Fleiri ferðum til Ameríku aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. maí 2014
ESB ber ábyrgð á óöldinni í Úkraínu
Viktor Janúkóvítsj var löglega kjörinn forseti Úkarínu. Þegar hann hafnaði samstarfssamningi við Evrópusambandið ákvað elítan í Brussel að styðja andstæðinga Janúkóvítsj sem steyptu honum af stóli. Pútín Rússlandsforseti notaði upplausnina í kjölfarið til að styrkja stöðu sína í Úkraínu, m.a. með því að innlima Krím.
Evrópusambandið hratt af stað atburðarás sem það réði ekki við og hefði betur farið fram af meiri varkárni. Á þessa leið greinir Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan stöðu mála í Úkraínu.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, viðurkennir óbeint að vangeta sambandsins hafi komið fram í Úkraínu-deilunni vegna þess að ESB sé alltof upptekið af því að deila um hvernig ákvarðanir eru teknar - fremur en að fjalla um stefnumörkun og einstök stefnumál.
Evrópusambandið er klofið í afstöðu sinni til Úkraínu. Opinberu afstöðunni er andmælt af sterkum pólitískum hópum í Þýskalandi sem gagnrýna hörkuna í afstöðu ESB til Rússa. Helmuth Schmidt, fyrrum kanslari Þýskalands, telur innlimun Pútíns á Krímskaga fullkomlega eðlilega aðgerð.
Úkraínudeilan sýnir vangetu Evrópusambandsins að fóta sig í valdatafli alþjóðstjórnmála. Annað tveggja hlýtur að gerast, að sambandið haldi áfram að gliðna og verða æ marklausari á alþjóðavettvangi eða að ógnin af Rússum, raunveruleg eða ímynduð, stórauki samrunaþróunina í átt að Stór-Evrópu sem yrði mótvægi við forræði Rússa í Austur-Evrópu.
![]() |
Greiða atkvæði um sjálfstæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)