Leyfum Icelandair að blæða út

Ofurlaun forstjóra Icelandair og æðstu stjórnenda eru fordæmi fyrir flugmenn. Ríkisstjórnin á ekki að skera forstjórann úr snörunni sem hann hnýtti sér sjálfur. 

Að stofni til er Icelandair flugmannafélag. Forverar félagsins, Flugfélag Íslands og Loftleiðir, voru stofnuð af flugmönnum. Forstjórar voru með rúm flugmannslaun. Í tíð Sigurðar Helgasonar  var forstjórinn með 1,5-föld flugmannslaun. Snillingurinn sem stýrir félaginu núna er með þreföld flugmannslaun auk fríðinda.

Icelandair er rotið félag sem á ekki að bjarga með lagsetningu. Forstjóri félagsins, Björgólfur Jóhannesson, er jafnframt formaður Samtaka atvinnulífsins sem mótað hefur kjarastefnu sem aðeins er fyrir almenna launþega en ekki stétt forstjóra. Launþegar fá skammtað skít úr hnefa en forstjórarnir maka krókinn.

Björgólfur situr sem forstjóri í skjóli lífeyrissjóðanna sem tóku þátt í útrásarruglinu með auðmönnum og lærðu ekkert af þeirri reynslu. 

Látum Icelandair blæða út, verða gjaldþrota ef ekki vill betur. Icelandair var einu sinni djásn íslenskra fyrirtækja en er orðið græðgisöflum að bráð. Engin hætta er á að landið verði samgöngulaust - enda fljúga hingað reglulega fleiri en tíu áætlunarflugfélög.

Það á ekki að setja lög í þágu veruleikafirrtra forstjóra og óábyrgra eigenda. 


mbl.is Lög á flugmenn ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HEYR HEYR !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.5.2014 kl. 08:27

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Páll.Þetta er óþolandi græðgi!!Bara leifa þeim að blæða út!

Eyjólfur G Svavarsson, 12.5.2014 kl. 10:00

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Græðgin á leið að flæða yfir bakka sína og kaffæra allt annað eftirsóknarvert.

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2014 kl. 10:00

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eiga þeir ekki að fá 2,8% eins og við hin ?

Jón Ingi Cæsarsson, 13.5.2014 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband