Forstjóri Icelandair segi af sér

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair ber ábyrgð á ógöngum félagsins og ferðaþjónustunnar. Björgólfur hugsar meira um að hlaða undir sjálfan sig og nánustu samverkamenn en að byggja upp samheldni í fyrirtækinu.

Björgólfur á að segja af sér hið snarasta. Stjórnin ráði nýjan forstjóra á 50 prósent lægri laun og þá er hægt að fara að tala við flugmenn.

Ábyrgð Björgólfs er því meiri að hann er jafnframt formaður Samtaka atvinnulífsins. Ef hann sjálfur kveikir ekki á perunni verða lífeyrissjóðirnir, sem eiga stærsta hlutinn í Icelandair, að reka manninn.


mbl.is Fjölmargir afpanta Íslandsferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Ef annar Björgólfur Jóhannsson forstóri á að segja af sér á hinn að gera það líka.

enda sami maðurinn.

Maður skilur ekki svona bull...

Birgir Örn Guðjónsson, 12.5.2014 kl. 15:32

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Enn einu sinni óskiljanlegt rugl úr þessum ranni. Samhengislausar rökleysur.

Eiður Svanberg Guðnason, 13.5.2014 kl. 01:16

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eftirlaunaaðallinn er fljótur að fara af stað og styðja sinn mann.Sumir búa við það að fá verðtryggð eftirlaun úr obinberum lífeyrissjóðum obinberra starfsmanna, sem þarf ekki að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna tryggingafræðilegrar stöðu,meðan lífeyrisþegar úr almennum sjóðum eru stöðugt skertir.Misréttið og ójöfnuðurinn sem fer vaxandi meðal íslenskra launþega er meðal annars tilkominn vegna manna sem kalla sig jafnaðarmenn.Þeir styðja nú ofurlaunafólk innan Samtaka atvinnulífsins,sem stöðugt hefur hækkað sín laun með samþykki ASÍ.Tillögur Páls um að ofurtlaunataka forstjóra Icelandair verði leiðrétt svo hægt sé að halda frið á vinnumarkaði er eðlileg.En aðallinn í obinbera geiranum styður sinn mann. 

Sigurgeir Jónsson, 13.5.2014 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband