Verkföll til að finna skynsemina

Nokkrar vikur í verkfalli þarf til að leita uppi skynsemina hjá óábyrgum verkalýðsforingjum sem ímynda sér að verðmæti verði til með því að ala á óánægju.

Allir sem kunna eitthvað fyrir sér í hagstærðum vita að til næstu tveggja til þriggja ára má reikna með tíu prósent kauphækkun eða þar í nágrenni.

Alveg sama hve óánægjan er mikil þá breytir hún ekki grunnstærðum hagkerfisins. Ef fólk þarf nokkurra vikna verkföll til að skilja einfaldar staðreyndir þá er um að gera að láta þeim það eftir.


mbl.is Skortir á skilning á afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi Pírata er sjúkdómseinkenni samfélagsins

Í skoðanakönnunum eru Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Pólitík Pírata er á huldu og þeir greiða ekki atkvæði á alþingi, þ.e. þeir taka ekki afstöðu, nema í undantekningatilfellum.

Engu að síður eru Píratar með skoðun á öllu milli himins og jarðar og eru þaulsetnir í ræðustól alþingis - þeir bara þora ekki að taka afstöðu með þvi að greiða atkvæði.

Í samfélaginu eru tröllauknar skoðanir á stóru og smáu og enginn skortur á fólki að útvarpa þeim skoðunum sí og æ.

En þeir eru færri sem axla ábyrgð, fylgja skoðunum sínum eftir og eru tilbúnir að standa og falla með þeim.

Fylgi Pírata er í hlutfalli við ábyrgðalausa fólkið í samfélaginu; fólkið sem gerir kröfur en ætlast til að aðrir standi undir þeim en ekki það sjálft.


mbl.is Tjá sig um mál en kjósa ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun og starf er sitthvað

Menntun er viðleitni einstaklingsins að skilja umhverfi sitt og samfélag og sjálfan sig í leiðinni.

Skólar bjóða upp á tækifæri til menntunar. Einnig sækir maður ýmsa starfsþjálfun í skóla, hvort heldur á framhaldsskólastigi s.s. iðnám eða háskólastigi og má þar nefna tannlækningar. Í sumum tilvikum fléttast menntun og starfsþjálfun saman, t.d. í lögfræði og verkfræði og viðskiptagreinum.

Við búum svo vel á Íslandi að allir eiga kost á kost á framhalds- og háskólanámi.

Á seinni árum ber á þeim misskilningi að vegna þess að allir eiga möguleika á menntun þá eigi að skaffa þeim vinnu sem tengist námsgráðu. Þeir sem halda slíku fram skilja ekki menntun.


mbl.is Færri nýta menntun sína í starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur auðmaður, eiginkonan og 75 milljarðarnir

Al Thani-málið gekk út á að blekkja almenning til að halda að Kaupþing væri starfhæfur banki þegar hann var í reynd gjaldþrota. Blekkingin var í þágu aðalstjórnenda og stærstu eigenda og Ólafur Ólafsson fyllti báða flokka.

Al Thani-fléttan var þaulhugsuð og byggði á sama módeli og þegar S-hópurinn svokallaði eignaðist Búnaðarbankann en þar var óþekktur þýskur banki í hlutverki Al Thani.

Ólafur og Ingibjörg eiginkona hans skilja ekki gangverk réttarríkisins. Auður stíflar bæði dómgreind og skilningarvit enda segir gömul hversdagsspeki að margur verður af aurum api.

Ólafur var ekki sakfelldur á grunni eins símtals, eins og Ingibjörg eiginkona hans heldur fram.

En fyrst Ingibjörg er tilbúin í umræðu um Kaupþing og afdrif bankans þá lætur hún kannski svo lítið að upplýsa okkur hvað varð um 75 milljarðana sem bankinn fékk rétt fyrir hrun af opinberu fé. Þessir peningar voru í beinhörðum gjaldeyri og ekkert til þeirra spurst.

Hvað er að frétta af 75 milljörðunum, Ingibjörg Kristjánsdóttir?


mbl.is Segir Óla vera lögfræðing, ekki eiginmann sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moska er valdefling múslíma - trúin er aukaatriði

Bygging mosku í Reykjavík er valdefling múslíma en ekki trúarjátning. Og þessi valdefling er fjármögnuð með erlendu fé og með slíku fé fylgja múslímskir siðir.

Sverrir Agnarsson, sem núna er með forskeytið Ibrahim, sagði í fréttum RÚV fyrir tveim árum að moska ,,gæti orðið eitt af helstu táknum borgarinnar."

Valdeflingu múslíma með erlendu fjármagni fylgir aukin múslímavæðing sem byggir meðal annars á kúgun kvenna.

Við sem samfélag eigum ekki undir nokkrum kringumstæðum að stuðla að valdeflingu múslíma.

 

 


mbl.is Engin moska án erlends fjármagns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll betri en verbólgusamningar

Verkföll eru langtum betri niðurstaða en ósjálfbærir samningar sem leiða til verðbólgu. Raunhæfar hækkanir á opinberum markaði eru 8-10 prósent og nokkru minna á almennum markaði enda þar launaskrið meira.

Hagvöxtur er við efri mörk og verkföll í fjórar til tólf vikur yrðu til bóta fyrir hagkerfið.

Verkalýðshreyfingin verður að vera raunhæfari í sinni kröfugerð en hingað til


mbl.is Deila um formsatriði frekar en að reyna finna lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking auglýsir eftir uppreisn gegn góðæri

Varaþingmaður Samfylkingar til skamms tíma, Margrét Kristmannsdóttir, hvetur ungt fólk til uppreisnar með pistli á ESB-útgáfunni Hringbraut. Vefritið Kjarninn tekur undir uppreisnarheróp Margrétar, enda Kjarninn samfylkingarútgáfa.

Og hver eru rökin fyrir uppreisninni? Gefum Margréti orðið

Við ungu kynslóðinni blasir við mjög einföld sviðsmynd sem sýnir að valið stendur á milli þess að taka verðtryggð fasteignalán með +/- 4% vöxtum eða óverðtryggð lán með +/- 8% vöxtum.

Þegar vextir eru á bilinu 4 til 8 prósent þá þýðir það kröftuga eftirspurn í hagkerfinu eftir lánsfé. Enda er það svo að íslenska hagkerfið er á fullum dampi, með traustan hagvöx og nær ekkert atvinnuleysi.

Hagkerfi evru-ríkjann, en þangað inn vill Samfylking, er með lága vexti og jafnvel mínus vexti, einmitt vegna þess að hagvöxtur er þar lítill sem enginn og atvinnuleysi í tveggja stafa tölu. Mannúðarsamtök stóðu fyrir úttekt á hagkerfi ESB-ríkjanna og segja að fjórðungur íbúanna eigi í erfiðleikum að framfleyta sér.

Einu sinni var sagt um Samfylkinguna að þangað hafi safnast það fólk sem minnst hefði vit á efnhagsmálum. Margrét og Kjarninn staðfesta að engu er logið upp á samfylkingarfólk þegar efast er um að kunni eitthvað fyrir sér í undirstöðuatriðum efnahagsmála.

Stjórnmálaflokkur sem vill uppreisn gegn góðæri og krefst innleiðingar hallæris er kominn á slíkar villigötur að ekki tekur tali.


Vg er lexía um að klúðra sigri - og flokki

Eftir hrun stóðu vinstri grænir með pálmann í höndunum. Þeir voru flokkurinn með hreinar hendur; allir hinir óhreinkuðu sig í útrásinni.

Enda tvöfaldaði Vg fylgi sitt í kosningunum 2009, fékk yfir 20 prósent fylgi. Samfylking bætti aðeins við sig 2-3  prósentustigum.

Vg splundraði kosningasigrinum 2009, og flokknum í leiðinni, með því að skrifa upp á ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009. Katrín Jakobsdóttir átti sinni hlut í þessum degi skammar róttækra vinstristjórnmála.

Eftir 16. júlí 2009 er Vg jaðarsport íslenskra stjórnmála.


mbl.is Ekki að undirbúa forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn stjórnar umræðunni

Hvort heldur um er að ræða skipulagsmál í miðbænum eða Vatnsmýrinni, fjármálakerfið, húsnæðismál eða byggðamál þá er Framsóknarflokkurinn miðlægur í umræðunni.

Útspil forsætisráðherra í Landsspítalamálinu, skýrsla Frosta um peningamál, frumvarp Eyglóar um húsnæðismál og umræðan um skagfirska efnahagssvæðið eru allt framsóknarmál.

Hvaða snillingur sér um pr-mál Framsóknarflokksins?


Ekki-pólitík er krúttleg og ábyrgðalaus

Í þingflokkum hjá alvöruflokkum er verkskipting milli þingmanna. Sérhver þingmaður þarf því ekki að setja sig inn í öll mál en taka samt sem áður afstöðu, byggða á sameiginlegu mati þingflokksins.

Píratar eru ekki alvöru stjórnmálaflokkur heldur hópur nörda sem þar hver lifir í sínum heimi. Þeir vinna ekki saman sam pólitískt afl enda eru þeir hver úr sinni áttinn og syngja hver með sínu nefi.

Píratar róa á þau mið að vera ekki með skoðun nema í undantekningatilfellum. Ábyrgðalausir nördar út í horni stjórnmálanna geta leyft sér slíka framkomu en hún er ábyrgðalaus.

Nördaleg ekki-pólitík er krúttleg.

 


mbl.is Greiðir bara upplýst atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband