Mánudagur, 18. apríl 2016
Bernskan vill kjósa strax um ekkert, þeir eldri bíða umræðunnar
Yngri kjósendur vilja kjósa strax, segir könnun Gallup, þeir eldri bíða til loka kjörtímabilsins.
Ef við kysum innan tveggja mánaða yrði engin umræða. Flokkarnir myndu hrófla saman framboðum og lítt ígrunduð stefnumál yrðu blásin upp. Kosningarnar yrðu meira happadrætti en lýðræðislegt ferli. Í eðlilegum aðdraganda kosninga verða til málefni, sem eru vegin og metin, og fá óformlega afgreiðslu í umræðunni áður en kjósendur kveða upp úr.
Æðibunugangur æskunnar er í þessu tilviki nokkru síðri en yfirvegun þeirra eldri.
![]() |
Rúmur þriðjungur vill kosningar strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 18. apríl 2016
ESB ákallar kirkjuna um hjálp
Forseti Evrópuþingsins, Martin Schultz, óttast að ESB sé að rifna í sundur sakir óeiningar. Hann ákallar kaþólsku kirkjuna um aðstoð við að græða sárin sem sundurþykkjan opnar vegna ónýts gjaldmiðils, ágreinings um flóttamannastefnu og deilna um valdmörk ESB og þjóðríkja.
Kaþólska kirkjan var sameiningarafl Evrópu á miðöldum. Hún lagði til trúarsannfæringu og sameiginlegt tungumál, latínu. Undir vernd kirkjunnar óx fram valdastétt í Vestur-Evrópu sem átti meira sameiginlegt innbyrðis en með þegnum sínum, sem töluðu þjóðtungum og fundu lítt fyrir ábata yfirstéttarinnar af sameiginlegum gildum.
Bandalag kirkju og lénsvalds hratt sókn múslíma inn í Evrópu á ármiðöld og lagði grunninn að útþenslu Evrópuríkja til miðausturlanda á hámiðöldum. Í sækja múslímar inn í Evrópu sem farandfólk og reynir að koma sér fyrir í stórborgum álfunnar án þess að aðlagast vestrænum gildum.
Þótt kaþólska kikjan sé víða máttug ræður veraldarhyggja ferðinni, einkum í Vestur-Evrópu. Þar er spurt hvað virkar og hvað ekki. Eitt af því sem ekki virkar er gjaldmiðill ESB, evran. Jafnvel sauðtryggir ESB-sinnar segja daga evrunnar í núverandi mynd talda.
RobertSkidelsky vonast til að landar sínir á Bretlandi samþykki áframhaldandi ESB-aðild. Rök hans eru þau að þegar evran líður undir lok sé nauðsynlegt að Bretland byggi brú milli Norður- og Suður-Evrópu. Sjónarmiðið er heldur langsótt og lýsir örvæntingu ESB-sinna.
![]() |
Fleiri Bretar vilja úr ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. apríl 2016
Pólitíkin þarf að breytast, ekki samfélagið
Á Íslandi ríkir ekki byltingarástand, nema kannski á alþingi og meðal virkra í athugasemdum. Engin krafa er uppi í samfélaginu um gerbreytt Ísland. Austurvallarmótmæli síðustu daga eru fáfengileg; kosningar strax, heimta mómælendur, en ekki eftir sex mánuði. Eins og það sé lausn á einhverjum vanda.
Ríkisstjórn vinstriflokkanna, 2009-2013, reyndi að breyta Íslandi. ESB-aðild og ný stjórnarskrá áttu skila okkur breyttu samfélagi. Vinstriflokkarnir voru gerðir afturreka í kosningunum 2013, guldu þar meira afhroð en dæmi eru um hjá stjórnarflokkum í gervallri Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Formannsframbjóðandi Samfylkingar, Magnús Orri Schram, virðist átta sig á að stjórnmálakerfið steytti á skeri. Hann talar um óheiðarleika gömlu Samfylkingar og vill að stjórnmálamenn taki sér taki.
Það væri ágætis byrjun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 17. apríl 2016
Katrín: vinstriflokkar þurfa leiðsögn grasrótarinnar
Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, biður um leiðsögn grasrótarinnar við að endurhanna vinstriflokkana. Síðasta endurhönnun vinstrimanna var gerð fyrir 15 árum, þegar Vinstri grænir og Samfylking urðu til.
Játning Katrínar kemur í kjölfar viðurkenningar formannsefnis Samfylkingar um að vinstriflokkarnir verði að snúa baki við óheiðarlegum stjórnmálum.
Hreinskilni Katrínar er virðingarverð. Hún viðurkennir að forystufólk vinstriflokkanna viti ekki hvað kjósendur vilja. Síðast þegar kjósendur voru spurði vildu 10,9 prósent Vinstri græna en 12,9 prósent Samfylkinguna.
Katrínu verður ekki að ósk sinni. Grasrótin er ekki í stakk búin að veita leiðsögn. Á tímum samfélagsmiðla er hægt að kalla fólk til funda, bæði á Austurvelli og Iðnó, en þeir fundir auglýsa i mesta lagi hvað fólk vill ekki.
Það er ekki hægt að búa til ný framboð með mótmælum. Ný framboð verða að byggja á pólitískri greiningu um hvaða úrbóta sé þörf annars vegar og hins vegar sannfærandi stefnu um hvernig skuli haga landsstjórninni.
Grasrótin kann að mótmæla en er ófær um að móta pólitíska stefnu. Til þess eru stjórnmálaflokkar, sem eru á framfæri almennings, - sem er ekki aðeins grasrótin heldur allt túnið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. apríl 2016
Forseti alþingis verði forseti lýðveldisins
Einar K. Guðfinnsson hélt alþingi á floti þegar stjórnarandstaðan og virkir i athugasemdum reyndu að sökkva málstofu þjóðarinnar. Einar kemur fram af hógværð og vekur tiltrú og traust.
Einar er maðurinn sem við þurfum á Bessastaði. Og þótt hann sjálfur segist best geymdur í vík milli vestfirskra fjalla þarf túnið á Álftanesi húsbónda sem kann til verka.
Einar hlýtur að endurskoða afstöðu sína og taka að sér verkefni sem er sniðið fyrir hann.
![]() |
Einar K. hættir eftir kjörtímabilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 16. apríl 2016
Óheiðarlegu stjórnmálin í gömlu Samfylkingunni
Einn frambjóðenda til formennsku í Samfylkingunni, Magnús Orri Schram, vill heiðarlegri stjórnmál og gera upp við gömlu óheiðarlegu stjórnmálin.
Ágætis byrjun á slíku uppgjör væri að viðurkenna í hverju óheiðarleiki gömlu stjórnmálanna fólst.
Samfylkingin var stofnuð um aldamótin til að vinna að sameiningu vinstrimanna. Flokkurinn var í ríkisstjórn frá 2007 til 2013 og bjó að tækifærum til að láta til sína sem handhafi framkvæmdavaldsins.
Eftir sex ár í ríkisstjórn sagði þjóðin nei,takk við viljum ekki Samfylkinguna sem ráðandi afl. Í kosningunum 2013 fékk flokkurinn 12,9 prósent fylgi. Í könnunum núna, sex mánuðum fyrir næstu kosningar, er Samfylkingin með 8 prósent fylgi.
Uppgjörið við óheiðarlegu stjórnmálin í Samfylkingunni verður að fara fram strax til að almenningur fái að vita hvað fór úrskeiðis og hvernig skal bæta fyrir mistökin 2007 til 2013.
![]() |
Vilja reka heiðarleg stjórnmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. apríl 2016
Samfylkingin og Sigmundur Davíð
Launa- og bitlingaskrá stjórnmálaflokka er hvergi birt opinberlega þar sem almenningur getur fræðst um hverjir séu á launum stjórnmálaflokka, hvaða bitlingum þeir úthluta, til hverra og með hvaða rökum. Hvorki eru til reglur um samskipti stjórnmálaflokka við bakhjarla sína né um aðgengi þeirra að forystu og trúnaðarmönnum, t.d. þingmönnum.
Samfylkingin gengur lengra en aðrir flokkar í spillingu og ógegnsæi með því að halda leyndu hverjir fjármagna flokkinn og hvað þeir fá í staðinn. Auðmenn eins og Jón Ásgeir Jóhannesson fjármögnuðu Samfylkingu á dögum útrásar og notuðu til þess margar kennitölur.
Engin skráning er til á samskiptum Jóns Ásgeirs og annarra auðmanna við Samfylkinguna, þingmenn flokksins og ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Vitað er að Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra Samfylkingar, tók á móti Jóni Ásgeiri og enskum viðskiptafélaga sem vildu kaupa eigur úr gjaldþrotabúi bankanna eftir hrun. Þessi heimsókn er ekki skráð ásamt öðrum viðlíka í hagsmunaskráningu Samfylkingar. Enda er slík skráning ekki til.
Föðurarfur eiginkonu Sigmundar Davíðs, Wintris-reikningurinn, verður beinlínis hjákátlegur í samhengi við ógegnsæi hagsmunatengsla Samfylkingar.
Á ekki allt að vera upp á borðinu? Eða bara sumt?
![]() |
Segir félagið tengt Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. apríl 2016
Eftir frjálshyggju kom klíkukapítalismi. Hvað næst?
Þverpólitíska greiningin á íslenska hruninu 2008 er þessi: í nafni frjálshyggju yfirtóku einkaaðilar samfélagslegar eigur (banka, fjarskipti, ofl.). Einkaaðilar mynduðu klíkur sem gerðu Ísland nær gjaldþrota.
Klíkukapítalisminn varð gjaldþrota 2008 og nokkrir leiðandi menn fengu fangelsisdóma, sumir bíða enn á sakamannabekk. Efnahagshugsunin, sem leiddi til klíkukapíalismans, breyttist ekki. Vinstristjórnin 2009-2014 ríkisvæddi ekki góssið heldur slakaði því út til einkaðila og lífeyrissjóða (sem á vissan hátt er samfélagsvæðing). Eftir uppgjör þrotabúa bankanna eignaðist ríkið enn meira af eignum og þær verða seldar einkaaðilum/lífeyrissjóðum, alveg saman hvort í landinu situr vinstri- eða hægristjórn.
Það er einfaldlega enginn valkostur við efnahagsstefnu sem byggir á einhvers konar frjálshyggju. Vörn gegn frjálshyggjuvæðingu tekst mögulega á afmörkuðum sviðum, s.s. að koma í veg fyrir að áfengi verði selt í dagvöruverslunum. En frjálshyggja er enn ráðandi í efnahagshugsun.
Vandinn er ekki séríslenskur. Efnahagshrunið 2008 afhjúpaði vankanta frjálshyggjunnar á heimsvísu, eins og George Monbiot skrifar. Og vegna þess að vestræn hagspeki hvílir á forsendum frjálshyggjunnar, um yfirburði markaðsfyrirkomulagsins, olli hrunið víðtækri pólitískri kreppu. Jeremy Warner rekur skilmerkilega lögmætiskreppu frjálshyggjunnar og áhrif hennar á stjórnmálakerfi vesturlanda.
Í þessu samhengi verða mótmælin á Austurvelli, uppgangur Donald Trump og Bernie Sanders í Bandaríkjunum og sterkari staða mótmælaflokka í Þýskalandi og Frakklandi, hluti af sömu þróun. Kjósendur eru afhuga pólitíska kerfinu og eru tilbúnir að hlusta á pólitík sem áður var á jaðrinum, hvort heldur til vinstri eða hægri.
Hagspeki frjálshyggjunnnar, segir Joseph Stiglitz, gerir seðlabanka heims ófæra um að glíma við afleiðingar kreppunnar frá 2008. Alþjóðlegt umrót verður næstu árin, ef ekki áratugi, á meðan ný viðmið um hagsstjórn vaxa fram. Frjálshyggjan, í þeirri mynd sem hún blasir við síðustu áratugi, mun taka breytingum. Ef hún á annað borð lifir af.
Ísland er að sumu leyti vel í stakk búið að sitja af sér storminn sem fylgir veðrun frjálshyggjunnar. Við búum við fullveldi og sjálfstæðan gjaldmiðil og getum aðlagað efnahagsleg stærðir að samfélagslegum þörfum.
Eitt ætti þó öllum að vera ljóst. Við endurreisum ekki Ísland á grunni frjálshyggjunnar sem leiddi til klíkukapítalisma. Önnur pólitík og aðrar áherslur en frjálshyggjunnar verða að koma í stað hugmyndafræðinnar sem leiddi okkur í hrunið 2008.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. apríl 2016
Abstrakt fylgi Pírata
Fylgi Pírata í skoðanakönnunum nær ekki til foringja þeirra. Sárafáir vilja Helga Hrafn sem forsætisráðherra og enn færri Birgittu.
Ef píratafylgið nær ekki til foringjanna er nærtækt að halda að fylkið sé vegna hugmyndanna. En það getur ekki verið vegna þess að Píratar eru ekki með neina stefnu í helstu málum.
Maður finnur ekki landslag í abstrakt málverki og heldur ekki pólitíska stefnu hjá Pírötum. Þegar fyrir liggur að kjósendur vilja ekki persónurnar sem Píratar bjóða upp á hlýtur skýringin á fylgi þeirra að vera sú að Píratar eru ekki ,,hinir flokkarnir".
Þegar nær dregur kosningum er hætt við að abstrakt fylgi Pírata verði klessuverk með eins stafs tölu.
![]() |
Flestir vilja Katrínu sem forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. apríl 2016
Vextir sýna krónuna betri en evru, dollar og jen
Seðlabanki Bandaríkjanna prentaði peninga til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og fór með vexti niður í núll. Evrópski seðlabankinn rekur mínusvaxtastefnu og sá japanski sömuleiðis.
Nóbelshagfræðingurinn Joseph E. Stiglitz útskýrir áhrif mínusvaxtastefnu: þeir ríku verða ríkari enda eiga þeir greiðastan aðgang að peningum. Millistéttin og fátækir sitja eftir.
Íslenska krónan er með jákvæða vexti, sem stundum eru full jákvæðir, en alltaf jákvæðari en mínusvextir.
![]() |
Fleiri telja krónuna henta vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)