Þriðjudagur, 8. mars 2016
Enn engin pólitísk framboð til forseta
Enginn stjórnmálamaður hefur enn tilkynnt formlega um framboð til forseta Íslands. Sumir segjast íhuga málið, t.d. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, á meðan aðrir kanna á bakvið tjöldin fylgið - Össur Skarphéðinsson þar á meðal.
Stjórnmálamenn eru almennt ekki í hávegum eftir hrun og lítil eftirspurn eftir þjónustu þeirra í almannaþágu. Þessi óvinsældaþröskuldur er nokkuð hár. Sá fyrsti sem fer yfir hann skapar fordæmi og aðrir koma í kjölfarið.
Mögulegt er að enginn stjórnmálamaður bjóði sig fram. Nema kannski einn sem gerir það svo seint að aðrir fá ekki tækifæri til að bregðast við.
Slægð er íþrótt stjórnmálamanna.
![]() |
Vigfús Bjarni fer í forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. mars 2016
Flóttamenn og harðlínustjórnmál
Múslímskur flóttamannstraumur til Evrópu breytir stjórnmálum. Æ stærri hluti almennings lítur svo á að múslímar ógni vestrænu lýðræðissamfélagi. Í kosningunum í Hessen í Þýskalandi fengu harðlínuflokkar, AfD og NPD, sterkan framgang.
AfD, sem þykir stofuhæfur í þýskum stjórnmálum, var stofnaður sem flokkur andstæðinga ESB. Eftir að múslímskur flóttamannastraumur skall á Þýskalandi varð AfD gagnrýninn á stefnu Merkel kanslara að hleypta inn í landið milljón flóttamönnum. NPD er aftur flokkur nýnasista og aukinn styrkur hans veldur titringi í þýskri umræðu.
Bæði AfD og NPD fengu yfir tíu prósent fylgi í mörgum sveitarfélögum í Hessen. Á sunnudag efna fleiri héröð til kosninga og búist er við að þróunin frá Hessen haldi áfram.
Múslímar aðlagast illa vestrænum siðum og háttum. Þótt stjórnvöld víða i Evrópu leggi áherslu á að aukin áhersla verði lögð á aðlögun er almenningur gagnrýninn og styður í auknum mæli stjórnmálaöfl sem vilja harðari stefnu gagnvart flóttamönnum.
![]() |
AfD á mikilli siglingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. mars 2016
Hippakynslóðin snuðar y-kynslóðina
Þeir sem fæddir eru á árabilinu 1980 til 1995, eða þar um um bil, eru kallaðir y-kynslóðin. Þessi kynslóð verður illa úti efnahagslega á meðan hippakynslóðin, þeir sem er á sjötugsaldri, fleytir rjómann.
Rannsókn sem Guardian gerði á efnahag y-kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Bretlandi og nokkrum öðrum Evrópuríkjum sýnir hana standa höllum fæti gagnvart eldri kynslóðum.
Líklega er það huggun harmi gegn að hippakynslóðin er nokkuð dugleg að halda úti rekstri ,,hótel mömmu" fyrir láglaunaliðið í y-kynslóðinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. mars 2016
Jón Baldvin leggur geðheilsupróf fyrir Samfylkinguna
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, er sá stjórnmálamaður sem setti ESB-umsókn Íslands á dagskrá stjórnmálanna fyrir síðustu aldamót.
Jón Baldvin var lengi málefnalegast og einarðasti talsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Í dag er Jón Baldvin þeirrar skoðunar að ESB sé brennandi hús sem Íslendingar ættu að halda sig fjarri.
Samfylkingin heldur enn fast við þá stefnu að Ísland eigi að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Guðfaðir Samfylkingar er búinn að leggja geðheilsupróf fyrir flokkinn. Prófúrlausn hlýtur að liggja fyrir á vordögum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 7. mars 2016
Skrölt í átt að stórstríði
Heimurinn skröltir í átt að stríði líkt og hann gerði fyrir 100 árum, þegar fyrri heimsstyrjöld hófst, skrifar Michael T. Klare í Nation. Hann tilfærir dæmi um hegðun stórveldanna Bandaríkjanna, Kína og Rússlands sem láti finna fyrir sér með ýmsum hætti á átakasvæðum hingað og þangað um heiminn.
Valdaelíta stórveldanna hrapaði að fyrri heimsstyrjöld meira fyrir slysni en ásetning um að hefja stórstríð, segir í bók sem er viðurkennd sérfræði um málefnið, Svefngenglar eftir Christopher Clark.
Veröld stórveldanna leitar nýs valdajafnvægis eftir kalda stríðinu sem lauk með falli Sovétríkjanna. Þótt aldarfjórðungur sé liðinn eru fastar skorður ekki komnar á valdajafnvægi stórveldanna.
Bandaríkin reyndu að þvinga fram sínum vilja í miðausturlöndum og Evrópu - það mistókst bæði í Sýrlandi/Írak og í Úkraínu. Helstu bandamenn Bandaríkjanna kvarta undan ófriðaræsingi í forvali forsetakosninganna.
Evrópusambandið, sem átti að tryggja frið og farsæld í Evrópu, er að kikna undan sameiginlegum gjaldmiðli og flóttamannastraumi múslíma. Þá er sambandið mögulega að klofna i sumar vegna úrsagnar Bretlands.
Kannski ber valdaelítum heimsins gæfu til að forða okkur frá stórstríði. Það má alltaf vona.
![]() |
Hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. mars 2016
Samfylkingin boðar vangetu sem kosningastefnu
Stutt kjörtímabil veit á pólitíska lausung og ábyrgðaleysi. Stjórnmálaflokkar sem lofa stuttu kjörtímabili lýsa í raun yfir vangetu að valda landsstjórninni. Þeir hafa hvorki stefnu né hugmyndir til að glíma við verkefnin og fara í kosningar með loforð um að efna strax til nýrra kosninga
Helgi Hjörvar formannsefni Samfylkingar hyggst gera vangetu að stefnumáli flokksins við næstu kosningar.
Þeir sem héldu að risið gæti ekki enn lækkað á Samfylkingunni fá óvæntan glaðning frá Helga Hjörvar.
![]() |
Vill fá loforð og stutt kjörtímabil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. mars 2016
Popúlismi Pírata: stefna samkvæmt eftirspurn
Píratar héldu vinnufund um helgina til að setja saman stefnu flokksins. Samkvæmt Ernu Ýr Öldudóttur formanns verður stefna flokksins mótuð samkvæmt eftirspurn. Erna Ýr segir í viðtali
Það er áhugi fyrir eins og efnahagsmálunum, aðskilnaði ríkis og kirkju, trúmál og jafnréttismálin voru rædd líka. Fólk er með spurningar og við munum reyna að velja það sem fólk hefur mestan áhuga á
Aðferð Pírata til stefnumótunar er að hafa þá stefnu sem til vinsælda er fallin hverju sinni. Slík aðferðafræði heitir popúlismi á útlensku.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. mars 2016
ASÍ-Gylfi: fólk framleiðir ekki vörur
Forseti Alþýðusambands Íslands virðist þeirrar skoðunar að vörur framleiða sig sjálfar. RÚV birti þessa skoðun Gylfa Arnbjörnssonar sem stendur í stælum við forsætisráðherra.
Búvörusamningar við bændur eru deiluefnið. Gylfi sagði í frétt RÚV:
Að líkja fólki við einhverjar vörur, og réttindi og mannréttindi fólks við stöðu einhverrar vöru, þó að það séu íslenskar landbúnaðarvörur, er einhver samlíking sem nær ekki nokkurri átt.
Búvörusamningar ráða kjörum bænda, alveg eins og launasamningar ráða lífsafkomu launþega. Forseti ASÍ er genginn í barndóm þegar hann ræðir matvæli eins og þau detti af himnum ofan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 5. mars 2016
Katrín fer ekki í fótspor Ólafs Ragnars
Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún íhugar að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins. Það verður til muna pólitískara framboð en þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram árið 1996.
Ólafur Ragnar hætti sem formaður Alþýðubandalagsins ári áður en hann bauð sig fram til embættis forseta. Hann var búinn að stimpla sig út úr flokkastjórnmálum.
Framboð Katrínar til forseta yrði stórpólitískt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 5. mars 2016
Píratískur Sjálfstæðisflokkur, vinstrisinnaður Framsóknarflokkur
Yfirvofandi hætta er að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heyri sögunni til nokkru fyrir þingkosningarnar næsta vor. Það gæti gerst með því að hvor um sig stjórnarflokkurinn sannfærist að ekki sé raunhæfur möguleiki á endurnýjuðu umboði fyrir sama stjórnarmynstur.
Nú þegar sjást teikn að stjórnarflokkarnir leiti hófanna hjá öðrum flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn er óðum að koma sér upp píratadeild, þar sem áður var samfylkingardeild, sem stýrir umræðunni í átt að Pírötum: þjóðaratkvæði, opna landið fyrir flóttamönnum, andúð á kirkjunni, áfengi í matvörubúðir (sem raunar er einnig frjálshyggjuarfur).
Að sama skapi opnar Framsóknarflokkurinn dyrnar til vinstri með húsnæðisfrumvarpi í anda vinsrimanna og velferðarpólitík sem hallast í sömu átt. Andstaða framsóknarmanna við áfengi í matvöruverslanir er staðfestutákn um íhaldsssemi.
Enn er límið milli stjórnarflokkanna sterkt á mikilvægum málefnasviðum, s.s. efnahagsmálum og utanríkismálum. En það mun reyna á þetta lím þegar nær dregur kosningum.
Tilvera og framgangur stjórnmálaflokka er háður úrvali bólfélaga. Flokkar reyna að sýna sig líklega hver gagnvart hinum, til að eiga möguleika á stjórnarmyndun eftir kosningar sem þó ráða vitanlega mestu um líf og farsæld stjórnmálaflokka.
Tveir stórir óvissuþættir ráða framvindu næstu mánaða. Annar þátturinn er fylgi Pírata og hinn er afdrif vinstriflokkanna þriggja: Vg, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar.
Þjóðarsálin mun gera upp við sig hvort hún hampi Pírötum lengur eða skemur, og lítið hægt að spá í þær kenjar. Á hinn bóginn er líklegt að vinstrimenn muni stokka upp flokkana sína í sumar og haust. Þar gætu forsetakosningarnar sett strik í reikninginn - fer Katrín Jakobsdóttir fram eða ekki?
Daður Sjálfstæðisflokksins við Pírata er mun hættulegra flokknum en opnun vinstrigáttar Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er að upplagi góðborgaraflokkur ráðsettra og íhaldssamra - algjör andstæða tölvunörda sem sofa fram á hádegi og lifa á styrkjum. Löng hefð er fyrir vinstrislagsíðu Framsóknarflokksins, samanber kaupfélögin og sósíalisma sveitanna.
Fylgi Pírata í skoðanakönnunum mælist 35 prósent og þar yfir. Ráðagerðir flokkanna að ná þessu fylgi, sem alþjóð veit að er sýnt en ekki gefið, munu setja svip sinn á stjórnmálaumræðu næstu missera. Þeir sem seilast of langt inn á píratísku veiðilendurnar gætu staðið uppi slyppir og snauðir í maí 2017.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)