Þriðjudagur, 22. mars 2016
Vestrænt frelsi þolir ekki hryðjuverk
Hryðjuverk, eins og í Brussel, grefur undan vestrænum lífsháttum, s.s. ferðafrelsi og mannréttindum á borð við tjáningarfrelsi og rétti til einkalífs.
Hryðjuverkin í Brussel og í París í fyrra eru framin af fólki meðal okkar. Til að fyrirbyggja hryðjuverk og koma lögum yfir hryðjuverkafólk verða takmörkuð þau gæði sem við göngum að vísum.
Hryðjuverk eru vopnuð pólitík og verður ekki svarað með öðru en þeim vopnum sem duga.
![]() |
Það sem við óttuðumst hefur gerst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. mars 2016
Vinstrimenn eru ekki þjóðin
Í tilraun vinstrimanna til galdrabrennu á eiginkonu forsætisráðherra er jafnan viðkvæðið hjá þeim að þeir tali í nafni þjóðarinnar.
Nú vill svo til að nýleg mæling á fylgi vinstriflokkanna sýnir svart á hvítu að þjóðin vill sem minnst með þá hafa. Samfylking og Vinstri grænir eru hvor um sig með 7,8 prósent fylgi.
Vinstrimenn eru hverfandi pólitísk stærð.
![]() |
Þarf að segja frá staðreyndum málsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 21. mars 2016
Árni Páll: venjulegt fólk mælikvarði á maka ráðherra
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar segir í kvöldfréttum RÚV að ,,venjulegt fólk" eigi að vera mælikvarðinn á fjármál Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu forsætisráðherra.
Árni Páll telur að þar sem Anna Sigurlaug eigi meiri fjármuni en ,,venjulegt fólk" sé réttmætt að gera fjármál hennar að opinberu umræðuefni með tilheyrandi hrópum og köllum.
Formaður Samfylkingar afhjúpar með afstöðu sinni ómerkilegan málflutning Pírata og smáflokkanna á alþingi gagnvart forsætisráðherra og eiginkonu hans.
Ef Anna Sigurlaug væri á listamannalaunum gæti hún ekki talist til ,,venjulegs fólks" samkvæmt skilgreiningu Árna Páls enda er Hversdags-Íslendingurinn ekki á slíkum launum.
![]() |
Skattalegt hagræði úr sögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. mars 2016
Reiði, rógur og átthagafjötrar Pírata
Píratinn Helgi Hrafn viðurkennir að reiði stjórni umræðunni um fjármál eiginkonu forsætisráðherra. Næst þegar Helgi Hrafn tekur sér frí frá tölvuleikjum fattar hann kannski að píratar eru orðnir talsmenn átthagafjötra.
Anna Sigurlaug Pálsdóttir stofnaði bankareikning í útlöndum þegar hún var búsett þar, líkt og þúsundir Íslendinga hafa gert við nám og störf erlendis. Staðfest er að bankareikningarnir voru fullkomlega löglegir, ennfremur að Anna Sigurlaug hafi greitt skatta og skuldir af þessum reikning hér á landi. Það væri ígildi átthagafjötra að meina Íslendingum að stofna bankareikninga erlendis þegar þeir eru þar við nám og störf.
Reiðin sem heltók umræðuna um fjármál Önnu Sigurlaugar fékk Helga Hrafn og fleiri til ,,geðveikislegra" pælinga, svo notað sé orðfæri píratans.
,,Geðveikin" er í raun gamaldags rógur. Helgi Hrafn og smáflokkarnir til vinstri á þingi halda því fram að vegna þess að á bankareikningi Önnu Sigurlaugar var krafa á þrotabú íslensku bankanna hefði forsætisráðherra ekki mátt hafa afskipti af pólitískri stefnumótun ríkisstjórnarinnar gagnvart þrotabúunum.
Forsætisráðherra samdi ekki við kröfuhafa um hvernig farið skyldi með eigur þrotabúa föllnu bankanna. Forsætisráðherra var verkstjóri í þeirri vinnu ríkisstjórnarinnar að hámarka hag almennings af uppgjöri þrotabúanna. Sú vinna skilaði þjóðinni einstökum árangri í alþjóðlegri fjármálasögu.
Langsótt túlkun stjórnarandstöðunnar á vanhæfisreglum í atlögunni að forsætisráðherra fæli í sér að hvorki þingmenn né ráðherrar mættu fjalla um skattalög sökum þess að þeir eru allir skattgreiðendur. Ríkisstjórnin lagði fram pólitískar meginlínur í uppgjöri þrotabúanna en fór ekki inn í einstök þrotabú og flutti eigur hingað eða þangað.
Allt þetta veit stjórnarandstaðan. Rógur Pírata og smáflokkanna gengur út á að sverta mannorð forsætisráðherra. Þessi óþverralega atlaga mun hitta þá verst fyrir sem að henni standa.
![]() |
Ekki nóg að vera bara reiður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. mars 2016
Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálft ESB
Evrópusambandið er félagsskapur án framtíðar, óháð hvort Bretar segja nei eða já við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Evrópusambandið er sögulegur misskilningur, byggir á arfsögn um nauðsyn stórvelda.
Arfsögnin verður til á útþensluskeiði Evrópu sem hófst með kristnu bandalagi Franka og páfans i Róm á níundu öld og lauk með guðlausum nasisma um miðbik 20stu aldar. Á fyrsta skeiði útþenslunnar gleypti Evrópa Norðurlönd og dró upp óformleg landamæri austan við Ungverjaland (sem kristnuðust sama ár og Íslendingar, árið 1000).
Annar kafli hófst með krossferðum til Landsins helga og lauk með uppstokkun kristni í veraldlega sinnaða mótmælenda í Norður-Evrópu og íhaldstrúmenn i suðurhluta álfunnar.
Þriðji hlutinn er 500 ára tímabilið frá Kólumbus til Hitler. Evrópa lagði undir sig fjórar heimsálfur; Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Ástralíu og Afríku. Tvisvar reyndi Evrópa að sigra Rússland, Napoleón 1812 og Hitler 1941, en var gerð afturreka í bæði skiptin.
Allan tíma útþensluskeiðsins, sem nær yfir 1200 ár, eru innbyrðis átök í Evrópu. Löndin sem afkomendur fyrsta keisara Vestur-Evrópu, Karlamagnúsar, skiptu með sér í Verdun á níundu öld verða stofn stórvelda meginlandsins, Frakklands og Heilaga rómverska keisaradæmisins/Þýskalands. Þriðja stórveldið, England, fær svip sinn og einkenni með valdaráni fransk-norrænna riddara Vilhjálms sigurvegara um miðja 11.öld. Afkomendur riddaranna háðu hundrað ára stríð á franskri grundu um konungdæmi Franka. Kaþólsk stelpa, Jóhanna af Örk, var áhrifavaldur á lokaspretti stríðsins og fyrir vikið þjóðardýrlingur Frakka.
Eftir brottrekstur Englendinga af meginlandi Evrópu gerði eyþjóðin sér far um að tryggja að ekkert ríki yrði allsráðandi í Evrópu. Englendingar studdu Þjóðverja gegn Napóleón en Frakka gegn Þjóðverjum í fyrri og seinni heimsstyrjöld.
Evrópa var að niðurlotum komin um miðbik síðustu aldar. Tvö stórveldi uxu Evrópu yfir höfuð, Bandaríkin og Sovétríkin. Stofnun Evrópusambandsins var varnarviðbragð við þverrandi mætti Evrópuríkja.
Háleitt markmið embættismanna í Brussel að búa til Stór-Evrópuríki úr Frökkum, Englendingum, Ítölum, Þjóðverjum, Norðurlöndum, Balkanþjóðum, Pólverjum og slövum var aldrei framkvæmanlegt. ESB-sinnar lásu einfaldlega rangt í sögulega þróun. Stórveldi, sem sigruðu seinna stríð, Sovétríkin og Bandaríkin, stóðust ekki nema í fáeina áratugi.
Bandaríkin fengu lexíu í Víetnam 1975 og Sovétríkin liðuðust í sundur á tíunda áratug síðustu aldar. Vanmáttur stórvelda er augljós, bæði í Úkraínu og miðausturlöndum. Stórveldi stjórna ekki heiminum eftir eigin höfði, líkt og stórveldi Evrópu gerðu fram á 20 öld. Bandaríkin kynntust því nú síðast í Írak.
ESB sem Stór-Evrópa gengur ekki upp. Meginástæðan er að Stór-Evrópa getur ekki starfað í samvinnu við það póliska afl sem mestu skiptir nú á dögum, en var aukaatriði lengst af í sögunni. Þetta afl er almenningur.
Í Evrópu er ekki til neitt sem heitir evrópskur almenningur. Almenningurinn á meginlandinu kennir sig við þjóðríki og þaðan af minni samfélög, héruð eða landshluta.
Án almennings verður Brussel eins og Versalir á dögum Lúðvíks 16 og Maríu Antoinette. Á meðan veislan stendur yfir tekur enginn eftir umboðsleysi valdhafanna. En þegar harðnar á dalnum verða þeir sóttir til saka sem bera ábyrgð. Höfðingjarnir í Brussel eru höfundar evrunnar, sem skapar eymd og volæði víða um álfuna, og Schengen-landamæranna sem eru opinn krani fyrir flóttamannastraum múslíma.
Embættismennirnir í Brussel verða ekki gerðir höfðinu styrttri eins og Lúðvík og María. En draumurinn þeirra um Stór-Evrópu fer sömu leið og hugsjón Leníns; á öskuhaug sögunnar.
![]() |
Telja úrsögn úr ESB verða dýrkeypta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. mars 2016
RÚV veðjar pólitísku kapítali Pírata
Fréttastofa RÚV, trú sinni pólitísku köllun, veðjar trúverðugleika Pírata að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks falli vegna þess að eiginkona forsætisráðherra á peninga á erlendum bankareikningi.
Í sexfréttum RÚV var í miðjum fréttatíma kallaður til þingmaður Pírata sem boðaði vantraust á ríkisstjórnina. Í sjöfréttum RÚV var sama frétt gerð að aðalfrétt kvöldsins. Engar nýjar upplýsingar voru í fréttinni. Reynt er að gera fullkomlega löglegan bankareikning eiginkonu forsætisráðherra tortryggilegan með hlutdrægu orðalagi um að hún ,,upplýsti skyndilega í vikunni" um mál sem löngu áður hafði komið fram.
Píratar, sem mælast með mest fylgi allra stjórnmálaflokka, verða úr þessu að láta slag standa og leggja fram vantraust á ríkisstjórnina strax eftir páska.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, til dæmis Vilhjálmur Bjarnason, verða að gera upp við sig hvort þeir leggist á árarnar með stjórnarandstöðunni. Það væri þá annar bragur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins en Framsóknarflokksins þegar stjórnarandstaðan og RÚV gerðu atlögu að þáverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.
RÚV sérhæfir sig í aðgerðafréttum sem endurspegla ekki hlutlæga atburði en eru pólitískar galdrabrennur. Píratar eru nytsamir sakleysingjar fréttastofu RÚV núna þegar vinstriflokkarnir eru rúnir trausti og trúverðugleika.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 20. mars 2016
Stjórnlagaþingið 2010 útskýrir forsetakosningarnar í sumar
Frambjóðendur til stjórnlagaþings árið 2010 voru 525, þ.e. 21 frambjóðandi um hvert sæti á stjórnlagaþingi. Líkur eru á að frambjóðendur til forseta í ár verði einmitt um 20.
Í kosningunum til stjórnlagaþings var lagt upp með að hver og einn gæti á eigin forsendum boðið sig fram. Það gekk eftir að fjarska margir Hversdags-Íslendingar gáfu kost á sér.
Þegar til kastanna kom áttu þeir sem komu úr fjölmiðlum, höfðu starfað í þágu þekktra félagasamtaka eða unnið á stórum vinnustöðum áttu meiri möguleika en aðrir.
Með þeim fyrirvara að forsetakosningarnar í sumar taka stökkbreytingu ef þungavigtarfólk úr stjórnmálum gefur sig í slaginn er líklegt að sambærileg þróun verði næstu vikur og fyrir stjórnlagaþingið. Umræðan var lítil enda þótti ekki mikið í húfi. Frambjóðendur kynntu sig á samfélagsmiðlum fremur en með stórum samkomum. Eitthvað var unnið á bakvið tjöldin þar sem reynt var að virkja félagsauð sem stóð nærri einstökum frambjóðendum án þess að þau vinnubrögð yrðu tilefni til deilna.
Lítil þátttaka var í kosningunum til stjórnlagaþings, um 35 prósent, sem staðfestir öfugt samband milli fjölda frambjóðenda og áhuga almennings. Fjöldi frambjóðenda vex þegar lítið er í húfi fyrir þá hvern og einn og átakapólitík er fjarri. Þegar meira er undir og deilur harðna þjappar fólk sér saman um fáeina foringja. Þetta einkenni stjórnmálanna gilti á Sturlungaöld og gerir enn í dag.
Verði framhaldið sem horfir, að stórvesírar stjórnmálanna haldi sig fjarri, er líklegt að við kjósum okkur huggulega saklausan forseta með lítilli kosningaþátttöku. Næsti forseti verður með veikt umboð og þarf að vanda sig til að verða ekki sá fyrsti sem kastað er út af Bessastöðum eftir fjögur ár.
![]() |
Ekki frátekið fyrir stjörnur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 20. mars 2016
Trump talar máli láglaunafólks
New York Times skýrir vinsældir Donald Trump út frá stuðningi hans við baráttu verkalýðshreyfingarinnar að halda störfum í Bandaríkjunum en flytja þau ekki til láglaunasvæða eins og Mexíkó.
Ítarleg frétt New York Times tekur dæmi um flutning verksmiðjustarfa frá Indianapolis til Mexíkó. Verkamaður í Indianapolis fær á milli 15 til 26 dollara í kaup á klukkustund og vinnur tíu klst. á dag. Verkamaður í Monterrey í Mexíkó vinnur jafn langan vinnudag og fær á milli 9 og 19 dollara Á DAG í kaup.
Donald Trump gerði málstað verkamanna í Indianapolis að sínum. Hann krefst þess að ákvörðun um lokun verksmiðju Carrier verði afturkölluð. Nái Trump kjöri til forseta ætlar hann að berjast gegn viðskiptasamningum um frjálsa verslun sem grafa undan lífskjörum verkamanna.
Breska vinstriútgáfan Guardian vakti athygli á þessum róttæku skilaboðum Trump og að þau skiluðu honum stuðningi láglaunafólks.
Bernie Sanders, sósíalistinn sem berst við Hillary Clinton um að verða frambjóðandi Demókrataflokksins, talar sama máli og Trump gegn stórfyrirtækjum sem flytja framleiðsluna til láglaunalanda.
Hillary Clinton mun líklega sigra Sanders. Hún er hluti valdaelítunnar sem trúir á frjálsa verslun sem hornstein framfara. Milljarðamæringurinn Trump er á hinn bóginn málsvari verkamanna sem horfa fram á lakari kjör þegar störfum þeirra er fórnað fyrir aukinn hagnað stórfyrirtækja.
![]() |
Romney kýs Cruz fram yfir Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19. mars 2016
Jón Baldvin og Páll M: Alþýðuflokkurinn nýi
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins vill endurreisa flokkinn 100 árum eftir stofnun og 15 árum eftir að Samfylkingin yfirtók krataflokkinn. Páll Magnússon fjölmiðlamaður skrifar grein í miðopinu Morgunblaðsins um sama málefni.
Vonbrigði krata með vegferð Samfylkingar eru mikil. Samfylkingin mælist með 7,8 prósent fylgi og situr uppi með formenn sem helst sér vandræði í að fylgi Pírata sé ekki nógu mikið.
Á hinn bóginn er ekki víst að afturhvarf til fortíðar sé lausnin á vanda vinstrimanna. En þegar núið er svart og lítil von um betri tíð er eðlilegt að menn leiti að sögulegum fordæmum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 19. mars 2016
Framboð gegn Trump og evrópskum fasisma
Héraðsprestur á Austurlandi og fyrrum grínisti, Davíð Þór Jónsson, íhugar forsetaframboð á eftirfarandi forsendum
Við getum bara horft til meginlands Evrópu, á uppgang fasismans þar. Við getum horft vestur um haf og séð skrímsli eins og Donald Trump og vinsældirnar sem hann nýtur þar.
Málflutningur Davíðs Þórs er að góða og gáfaða fólkið (þ.e. hann og félagar hans) eigi enga samleið með venjulegu fólki. Grínpresturinn notar orðalag vætt í helgislepju sjálfsupphafningar
...mannúðar- og menningarlega sinnað fólk annars vegar og þjóðernissinnaðir og anti-intellektúar hins vegar mun aldrei geta sameinast um neitt sem skiptir máli
Góða og gáfaða fólkið á bakvið Davíð Þór hlýtur að vera stolt af sínum manni.
![]() |
Davíð Þór íhugar forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)