Framboð gegn Trump og evrópskum fasisma

Héraðsprestur á Austurlandi og fyrrum grínisti, Davíð Þór Jónsson, íhugar forsetaframboð á eftirfarandi forsendum

Við get­um bara horft til meg­in­lands Evr­ópu, á upp­gang fas­ism­ans þar. Við get­um horft vest­ur um haf og séð skrímsli eins og Don­ald Trump og vin­sæld­irn­ar sem hann nýt­ur þar.

Málflutningur Davíðs Þórs er að góða og gáfaða fólkið (þ.e. hann og félagar hans) eigi enga samleið með venjulegu fólki. Grínpresturinn notar orðalag vætt í helgislepju sjálfsupphafningar

...mannúðar- og menn­ing­ar­lega sinnað fólk ann­ars veg­ar og þjóðern­is­sinnaðir og „anti-in­tell­ektú­ar“ hins veg­ar mun aldrei geta sam­ein­ast um neitt sem skipt­ir máli

Góða og gáfaða fólkið á bakvið Davíð Þór hlýtur að vera stolt af sínum manni.


mbl.is Davíð Þór íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Má vera að góða og gáfaða fólkið hafi þarna fundið sinn messías. Við hin finnum fyrir klígjunni í kokinu.

Ragnhildur Kolka, 19.3.2016 kl. 11:12

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svo er að sjá sem aðalatriðið sé þegar dómar eru felldir um menn, hvort þeir hafi farið með gamanmál fyrr á ævinni og virðist ekki skipta máli hve langt er síðan.

Tvisvar í stuttum pistli er talað um "grínista" og "grínprest" sem það lægsta sem hugsast geti á þeim forsendum að viðkomandi hafi fyrir meira en tveimur áratugum komið fram til að létta fólki lundina.

Engin rök eru færð fyrir heitinu "grínprestur" né neitt hermt upp á Davíð Þór til rökstuðnings því.

En til fróðleiks má geta að séra Jakob Jónsson skrifaði doktorsritgerð sem hét "háð og íronía í guðspjöllunum.  

Ómar Ragnarsson, 19.3.2016 kl. 11:55

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þjóðar morð, genocide, segir Bandaríska þingið, fulltrúadeildin.

Þjóðarmorð segir Kerry, það er Bandaríska stjórnsýslan.

Það var máll til komið.

Tyrkir sprengja og eyðileggja eins og þeir geta í byggðum Kúrda.

Það búa 15 miljónir Kúrda í Tyrklandi, og þeir eru undirokaðir af Tyrkjum.

Svo reka þeir Kúrdana og aðra, það er sem flesta Múslima til Evrópu.

Þetta eru samantekin ráð Súníta og yfir stjórnar Evrópu, yfir stjórnar Nató, og yfir stjórnar Bandaríkjanna, Obamastjórnarinnar.

Aðgerðir ISIS í Iraq og Sýrlandi þjóðarmorð, segir Kerry, Stjórnsýslan USA og The House, fulltrúadeildin í USA.

18.3.2016 | 00:02

Fyrst var talað um að Tyrkir tækju flóttamennina til baka og sendu þá áfram til Evrópu.

Einnig var talað um að opna á Shengensamstarf, það er að opna landamærin til að Tyrkir gætu sennt endalausan straum af flóttamönnum til Evrópu.

Þeir sem eru á launum við að fela þessa árás á Evrópu reyna að vinna fyrir kaupinu sínu.

En þeir sem geta ættu að kynna þessa arás af fremst megni.

Það er best að hætta þessari innrás og leita lausna.

Það er einnig farsælast fyrir innrásarmenn, ekki síst fyrir yfirstjórnina.

Egilsstaðir.19.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 19.3.2016 kl. 13:01

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er það vænlegt í kosningabaráttu að frambjóðandi til forsetaembættis tali um aðra forsetaframbjóðendur sem skrímsli?  Ekki finnst mér skipta máli þótt ekki sé barist um sama embættið, því ynnu báðir gætu samskiptin orðið náin á alþjóðavettvangi.

Kolbrún Hilmars, 19.3.2016 kl. 13:44

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hallast að Höllu Tómasdóttur af þeim frambjóðendum sem eru komnir fram. Er samt ekki búinn að taka ákvörðun um hvort ég kýs hana eða alls ekki. Það stjórnast meðal annars af því hvort hún kann að grínast eða ekki.smile

Jósef Smári Ásmundsson, 19.3.2016 kl. 14:22

6 Smámynd: Elle_

Mundi ekki kjósa neinn sem forseta sem kallar forsetaframbjóðanda í Bandaríkijunum skrímsli. Persónulega líst mér enn langbest á hinn prestinn af þeim öllum. Vona svo bara að hann sé fullveldissinnaður.

Elle_, 19.3.2016 kl. 19:59

7 Smámynd: Elle_

 Var að vísu fyrst núna að taka eftir Bæring Ólafssyni.

Elle_, 19.3.2016 kl. 20:02

8 Smámynd: Steinarr Kr.

Gaman þegar fv. klámritstjórinn þykist geta kastað fyrsta steininum.

Steinarr Kr. , 19.3.2016 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband