Mánudagur, 22. febrúar 2016
Múslímatrú og vestræn mannréttindi eru andstæður
Múslímar umbera ekki vestrænt tjáningarfrelsi. Í trúarmenningu múslíma stendur krafan um virðingu fyrir múslímatrú ofar rétti einstaklingsins að tjá hug sinn til trúar.
Meðal múslíma er engin hreyfing, sem orð er á gerandi, til að sætta trúarmenningu þeirra við vestræn mannréttindi.
Ráðandi öfl meðal múslíma leggja sig þvert á móti fram að koma í veg fyrir sátt trúar og vestrænna mannréttinda.
Rökrétt afleiðing er að vestræn samfélög leggi sig fram um að múslímatrú festi ekki rætur.
![]() |
Setja fé til höfuðs Salman Rushdie |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 22. febrúar 2016
Pírataprófið um breytt stjórnmál
Píratar sigla með himinskautum í skoðanakönnunum. Búvörusamningar eru venjubundinn vettvangur krata að snapa upp fylgi í þéttbýli og aðferð íhaldssamra að staðfesta samstöðu með landsbyggðinni.
Til að fá svör við því hvort stjórnmál séu varanlega breytt má spyrja eftirfarandi:
- eru Píratar með skoðun á búvörusamningum? Ef svo er; hvernig sker skoðun Pírata sig frá hefðbundinni afstöðu stjórnmálaafla til málaflokksins?
![]() |
Þetta er frágengið mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 21. febrúar 2016
Þrjú ónýt ríki og þriðja heimsstyrjöldin
Fáeinir kílómetrar eru á milli hernaðaraðgerða Rússa annars vegar og hins vegar Nató-ríkisins Tyrklands í Sýrlandi. Töluverðar líkur eru á að Rússar og Tyrkir skiptist á skotum í Sýrlandsstríðin. Rússum er í mun að gjalda Tyrkjum rauðan belg fyrir gráan eftir að tyrkneskt flugskeyti grandaði rússneskri sprengjuflugvél.
Þýska tímaritið Spiegel segir styrk Rússa í réttu hlutfalli við veiklyndi vesturlanda. Forysturíki vesturlanda veit ekki í hvort fótinn það á að stíga: í Sýrlandi styðja Bandaríkin aðila sem berjast innbyrðis; Kúrda og uppreisnarmenn gegn Assad forseta.
Eins og til að undirstrika mótsagnakennda afstöðu vesturlanda hæðist einn þekkasti dálkahöfundur Spiegel að þeim sem kenna Pútín Rússlandsforsta um klúður vestrænna ríkja í nýskipan heimsins.
Þriðja heimsstyrjöldin hófst með innrás Bandaríkjanna í Írak 2003. Bandaríkin vildu valdaskipti í Írak, afsetja Saddam Hussein, en í staðinn bjuggu þau til ónýtt ríki. Írak er andarslitrunum og verður aldrei starfhæft ríki á ný. Alveg eins og Sýrland mun Írak liðast í sundur.
Þriðja ónýta ríkið er í Evrópu. Úkraína er geysistórt og telur ríflega 40 milljónir íbúa. Landið skagar inn í Rússland og er hugsað sem stökkpallur Nató inn í fyrrum móðurland heimskommúnismans. Spillingin í Úkraínu gerir ríkið óstarfhæft og eftir því ófært um annað en að vera vettvangur stríðsleikja og græðgi.
Heimsstyrjöldin, sem við köllum þá fyrri en ætti að heita sú fyrsta, varð vegna nýlendukapphlaups Evrópuríkja annars vegar og hins vegar þjóðernishyggju. Heimsstríð tvö var háð þar sem illa tókst að setja saman nýskipan heimsmála eftir fyrsta heimsstríð. Þriðja heimsstyrjöldin, sem er þegar hafin, er fæðingarhríðir nýskipan heimsmála í kjölfar endaloka Sovétríkjanna, sem einmitt urðu til í fyrsta heimsstríði.
Líkur eru á að þriðja heimsstyrjöldin verði að stærstum hluta háð utan Evrópu, ef hryðjuverk eru frátalin. Ríkin í kringum Úkraínu er flest heilleg og ekki líkleg að bjóða heim átökum líkt og auðmannaklíkurnar sem rífast um yfirráðin í Kænugarði.
Miðausturlönd eru í upplausn enda mæta þar miðaldir nútíma og trúarofstæki veraldarhyggju. Til að bæta gráu ofan á svart er ríkidæmi þessa heimshluta, olían, stöðugt minna virði. Þriðja heimsstyrjöldin í miðausturlöndum verður langvinn enda þarf að hreyfa við landamærum og það er tímafrekt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 21. febrúar 2016
Múslímatrú réttlætir manndráp
Þau sjö ríki í heiminum sem gera vantrú/guðleysi að dauðasök eru öll með múslímatrú sem ríkistrú. Miðaldaeinkenni múslímatrúar koma skýrt fram í afstöðunni til dauðans.
Dauðinn er allt í senn í trúarmenningu múslíma; upphafning (ef maður deyr í stríði við vantrúaða), refsing (ef maður er ekki múslími) og eilíft líf (ef maður er sanntrúaður múslími).
Vestræn afstaða til dauðans er að við eigum eitt líf og engum er heimilt að taka það frá okkur. Trúarmenning múslíma er með fjölþætta réttlætingu fyrir manndrápum. Í nafni trúfrelsis útbreiða moskur á vesturlöndum miðaldatrúarmenningu sem gengur þvert gegn vestrænum gildum.
Engin furða er að þær stjórnmálahreyfingar á vesturlöndum, sem andæfa trúarmenningu múslíma, njóti vaxandi hylli almennings.
![]() |
Andlátið tilkynnt með sms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. febrúar 2016
Fréttamenn sem málaliðar Wow, ESB og spillingin
Fréttamenn sem þiggja boðsferðir eru komnir á framfæri þeirra sem eru viðfangsefni fjölmiðla. Þar með geta þeir ekki þjónað því hlutverki að vera fulltrúar almannahagsmuna gagnvart fyrirtækjum og stofnunum.
Fréttastofa RÚV reyndi að réttlæta ESB-boðsferðir fréttamanna sinna með þeim rökum að allir aðrir væru með í spillingunni.
Stöð 2 er alveg trúandi til þess að bregðast eins við umfjöllun Stundarinnar um boðsferð Wow og hver afraksturinn varð - auglýsingafréttir í þágu Wow.
Blaðamenn sem málaliðar eru ómerkilegri en almannatenglar með því að þeir vísvitandi blekkja almenning þegar þeir taka ekki fram: ,,þessi frétt var unnin í boði ESB/Wow..."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 20. febrúar 2016
Bretar þurfa mútur til að vera í ESB
ESB varð að gefa stóran afslátt af kröfum sínum til aðildarríkja til að fá forsætisráðherra Breta að mæla áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Evran er ekki lengur gjaldmiðill ESB; sambandið viðurkennir fjölmyntafyrirkomulag. Ekki er lengur krafist samrunaþróunar og veittir frekari möguleikar á að bremsa löggjöf framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Samanburður á kröfum Cameron forsætisráherra og hvað hann fékk, t.d. í Telegraph og Politico, sýnir formlega undanþágu Breta frá samrunaferli ESB og að Bretar séu undanþegnir kostnaði við evru-samstarfið, s.s. björgun Grikklands.
Að einhverju marki er bæði samningurinn og ferlið þar að baki fjölmiðlasýning fyrir Cameron, segir þýska útgáfan Spiegel.
Allt ferlið að þessum samningi staðfestir að Bretar starfa í Evrópusambandinu með hangandi haus. Hvort samningurinn sé nóg til að Bretar ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að halda áfram eða ekki þá er hitt víst að Evrópusambandið stendur á mun veikari fótum en áður.
Með samkomulagi við Bretland er Evrópusambandið búið að veita afslátt frá meginreglum um evruna og yfirþjóðlegt vald ESB. Aðrar ESB-þjóðir munu líta til fordæmis Breta þegar Brusselvaldið verður þeim óþægilegt.
![]() |
Samkomulag Breta og ESB í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 19. febrúar 2016
Helgi kann ekki hagfræði, réttur formaður Samfylkingar
Írskur hagfræðingur útskýrir reynslu Íra af evru s.l. tíu ár með þessum orðum:
Ef síðustu tíu ár hafa kennt okkur eitthvað þá er það að innan evru-samstarfsins er írska hagkerfið sérstaklega sveiflukennt. Við getum á fáum mánuðum farið úr þeirri stöðu að fá ríflegar skatttekjur yfir í engar. Stór afgangur í ríkisfjármálum getur horfið nánast á einni nóttu. (If the last 10 years have taught us anything, it is that within the euro, the Irish economy is extremely volatile. We can go from having buckets of tax revenue to having none in a matter of months. Huge budget surpluses can disappear almost overnight)
Helgi Hjörvar, frambjóðandi til formennsku í Samfylkingu, talar um krónuna okkar sem helsta efnahagsvanda Íslendinga. Allar hagstæðir á Íslandi segja okkur að krónan var verkfærið sem öllu skipti í viðsnúningi efnahagslífsins eftir hrun.
Krónan jafnar byrðum þegar illa gengur með því að lækka og almenningur fær að njóta góðæris með styrkingu krónunnar. Ef krónan væri einstaklingur yrði hún kjörin heiðursfélagi til lífstíðar í flokki jafnaðarmanna, sem stæði undir nafni.
En Helgi er sem sagt í framboði til formennsku í flokki sem er viðurkennt heimili ólæsra á efnahagsmál. Sigurlíkur Helga eru ágætar.
![]() |
Ekki hægt að bíða eftir evrunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. febrúar 2016
Helgi gefst upp á evru og ESB-aðild
Þingflokksformaður Samfylkingar, Helgi Hjörvar, býður sig fram til formennsku í flokknum undir þeim formerkjum að evra og ESB-aðild séu ekki lengur aðalmál Samfylkingar. Jafnframt boðar Helgi fráhvarf frá stefi Samfylkingar um ónýta Ísland. Gefum Helga orðið
Við höfum verið að segja að allt sé ómögulegt og verði ómögulegt á meðan við höfum íslensku krónuna. Það verði allir bara að bíða eftir evrunni. En hún er ekkert að koma í náinni framtíð. Það var hægt að hafa þessa skoðun þegar við áttum möguleika á hraðri inngöngu í ESB, strax eftir hrun. Núna verður jafnaðarmannaflokkur sem ætlar að hafa pólitík fyrir ungt fólk, fólk með meðaltekjur og lægri tekjur, að reyna að skapa bærileg vaxtakjör og bærilegan fjármálamarkað.
ESB-uppgjöf Helga er gerð í von um endurreisn Samfylkingar sem fékk 12,9 prósent fylgi við síðustu kosningar og mælist undir tíu prósentum í könnunum.
![]() |
Helgi Hjörvar gefur kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. febrúar 2016
Núverandi stjórnarskrá á ekki að breyta
Kosningaþátttaka í þingkosningum hér á landi er 80 prósent og þar yfir. Tilfallandi kosningar aðrar fá ekki sömu þátttöku. Af þessu tvennu má draga tvær ályktanir.
Í fyrsta lagi að alþingi er á hverjum tíma skipað þingmönnum sem afgerandi hluti þjóðarinnar tekur þátt í að kjósa. Í öðru lagi að þjóðin hafi litla nennu til að sinna sérvisku einsmálsfólks s.s. áhugamanna um nýja stjórnarskrá.
Ef það væri almennur pólitískur vilji til að breyta stjórnarskránni yrði sú umræða á dagskrá fyrir þingskosningar og skilaði sér í þingheimi sem þannig hugsaði. Tilfellið er að lítill hópur fólks á vinstri kanti stjórnmálanna vill nýja stjórnarskrá.
Meirihlutinn á ekki að sitja undir kúgunartilburðum minnihluta, jafnvel þótt hann sé hávær. Núverandi stjórnarskrá á ekki að breyta. Enda prýðisgagn.
![]() |
Þurfa 40% stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 18. febrúar 2016
Egill jarðar samfylkingar-greiningu Þorsteins
Hægt en örugglega rennur upp fyrir ESB-sinnum hversu gjörtöpuð pólitísk staða þeirra er hér á landi. Sjálfur ESB-flokkur Íslands, Samfylking, er pólitískt rekald en fylgið yfirgefur í hrönnum og flokksmenn fylgja á eftir.
Þorsteinn Pálsson og Benedikt Jóhannesson sitja uppi með andvana fæddan flokk, Viðreisn, sem átti að sækja fram undir merkjum ESB frá hægri.
Þorsteinn grætur eymd Samfylkingar og segir mistök að Árni Páll leitaði ekki nóg til hægri. Sannleikur málsins er sá að hvorki er stuðningur við ESB-aðild til hægri né vinstri og ekki heldur á miðjunni.
Egill Helgason, sem er yfirlýstur ESB-sinni, nennir ekki að flagga lengur ruglinu með Þorsteini og félögum og jarðar kjánaskapinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)