Helgi kann ekki hagfræði, réttur formaður Samfylkingar

Írskur hagfræðingur útskýrir reynslu Íra af evru s.l. tíu ár með þessum orðum:

Ef síðustu tíu ár hafa kennt okkur eitthvað þá er það að innan evru-samstarfsins er írska hagkerfið sérstaklega sveiflukennt. Við getum á fáum mánuðum farið úr þeirri stöðu að fá ríflegar skatttekjur yfir í engar. Stór afgangur í ríkisfjármálum getur horfið nánast á einni nóttu. (If the last 10 years have taught us anything, it is that within the euro, the Irish economy is extremely volatile. We can go from having buckets of tax revenue to having none in a matter of months. Huge budget surpluses can disappear almost overnight)

Helgi Hjörvar, frambjóðandi til formennsku í Samfylkingu, talar um krónuna okkar sem helsta efnahagsvanda Íslendinga. Allar hagstæðir á Íslandi segja okkur að krónan var verkfærið sem öllu skipti í viðsnúningi efnahagslífsins eftir hrun.

Krónan jafnar byrðum þegar illa gengur með því að lækka og almenningur fær að njóta góðæris með styrkingu krónunnar. Ef krónan væri einstaklingur yrði hún kjörin heiðursfélagi til lífstíðar í flokki jafnaðarmanna, sem stæði undir nafni.

En Helgi er sem sagt í framboði til formennsku í flokki sem er viðurkennt heimili ólæsra á efnahagsmál. Sigurlíkur Helga eru ágætar. 

 


mbl.is Ekki hægt að bíða eftir evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hef aldrei séð málmskífur og pappírsmiða (þ.e. gjaldmiðil) valda neinu, hvorki efnahagslegum vandamálum né öðru. Hef hinsvegar allt of oft horft upp á snarbilaðar hagstjórnarlegar ákvarðanir hafa einmitt slík áhrif.

Besta dæmið: Sú fyrirætlan að breyta Íslandi í "alþjóðlega fjármálamiðstöð". Sú ákvörðun og skelfilegar afleiðingar hennar, er ekki nokkur leið að rekja til gjaldmiðils, heldur stafaði hún frá stjórnmálamönnum.

Samskonar eða jafnvel verri hagstjórnarmistök hafa verið gerð víða um heim, algjörlega óháð því hvað gjaldmiðill viðkomandi lands heitir. Þær eiga það hinsvegar sameiginlegt að hafa verið teknar af stjórnmálamönnum.

Vandamálið er ekki gjaldmiðillinn, heldur stjórnmálamenn.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2016 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband