Bretar þurfa mútur til að vera í ESB

ESB varð að gefa stóran afslátt af kröfum sínum til aðildarríkja til að fá forsætisráðherra Breta að mæla áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Evran er ekki lengur gjaldmiðill ESB; sambandið viðurkennir fjölmyntafyrirkomulag. Ekki er lengur krafist samrunaþróunar og veittir frekari möguleikar á að bremsa löggjöf framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Samanburður á kröfum Cameron forsætisráherra og hvað hann fékk, t.d. í Telegraph og Politico, sýnir formlega undanþágu Breta frá samrunaferli ESB og að Bretar séu undanþegnir kostnaði við evru-samstarfið, s.s. björgun Grikklands.

Að einhverju marki er bæði samningurinn og ferlið þar að baki fjölmiðlasýning fyrir Cameron, segir þýska útgáfan Spiegel.

Allt ferlið að þessum samningi staðfestir að Bretar starfa í Evrópusambandinu með hangandi haus. Hvort samningurinn sé nóg til að Bretar ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að halda áfram eða ekki þá er hitt víst að Evrópusambandið stendur á mun veikari fótum en áður.

Með samkomulagi við Bretland er Evrópusambandið búið að veita afslátt frá meginreglum um evruna og yfirþjóðlegt vald ESB. Aðrar ESB-þjóðir munu líta til fordæmis Breta þegar Brusselvaldið verður þeim óþægilegt.


mbl.is Samkomulag Breta og ESB í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Hafa ekki Bjarni og Sigmundur alltaf sagt að það sé ekki hægt að fá neinn afslátt frá reglum Evrópusambandsins.

Óli Már Guðmundsson, 20.2.2016 kl. 11:54

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

ESB er á hnjánum, en tilboðið dugar tæpast til að halda Bretum inni.

Ragnhildur Kolka, 20.2.2016 kl. 12:36

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Már.

Það er ólíku saman að jafna, það hlýtur meora að segja þú að sjá!
Eitt þriggjs öflugasta ríkja ESB hótar að yfirgefa sökkvandi skip kallar á eitthvað annað en þegar Ísland vælir sem umsóknarríki og hefði fengið 0,04 prósent þingmanna. 
Stefán Füle stækkunarstjóri sagði þetta við dr. Össur á frægum alþjóðlegum fréttamannafundi þegar hann lagði inn formlega umsókn um aðil Íslands að ESB. Þetta ítrekarði ráððherraráð ESB við Ísland einnig. Þetta sýnir að Bjarni hlustuðu á stækkunarstjórann, ráaherraráðið og lásu reglurnar á heimasíðu ESB. Það er meira en vinstraliðið hefur gert og Einsmálslandráðafylkingarmenn hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna. Þeir mantra um afslátt þegar hann er klárlega ekki í boði fyrir umsóknarríki.

.

.

BARROSO SEGIR ÍSLENDINGUM AÐ GERA UPP HUG SINN HVORT ÞEIR VILJI GANGA Í ESB.

.

MYNDRÆN FRAMSETNING Á AÐLÖGUNARFERLINU INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

.

Ráðherraráð ESB: Aðildarviðræður ganga vel en Ísland þarf að samþykkja allan lagabálk ESB

.

DR. ÖSSUR TUKTAÐUR TIL AF EVRÓPUSAMBANDINU Á FJÖLÞJÓÐLEGUM BLAÐAMANNAFUNDI FYRIR AÐ TALA UM AÐ UNDANÞÁGUR FÁIST Í AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.2.2016 kl. 12:51

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Páll.

Góð athugasemd, Ragnhildur. Úrslit þjóðaratkvæðis verða enn í óvissu.

Góð svör, predikari, með traustum veftenglum.

Jón Valur Jensson, 20.2.2016 kl. 14:13

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir góð orð kæri JónValur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.2.2016 kl. 14:23

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Aðildarsinnar ættu að lesa vel myndræmu framsetninguna, sem þú setur tengil á Predikari. Sérstaklega liði 3 og 6 í þeirri framsetningu.

Gunnar Heiðarsson, 20.2.2016 kl. 14:30

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála þér kæri Gunnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.2.2016 kl. 14:41

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óli Már: Hafa ekki Bjarni og Sigmundur alltaf sagt að það sé ekki hægt að fá neinn afslátt frá reglum Evrópusambandsins.

Nei, það sem þeir hafa bent á er að ekki sé hægt að fá neinn afslátt frá reglum Evrópusambandsins, fyrir Ísland. Bretland er ekki Ísland.

Auk þess þá er einsleitni ein af grundvallarreglum sáttmála ESB, en með því að veita Bretum afslátt frá því er ekki lengur um einsleitni að ræða. Til þessa fordæmis munu önnur ríki innan sambandsins svo líta, og því má búast við fleiri sambærilegum kröfum um ýmisskonar undanþágur í kjölfarið.

Á endanum verða orðin til 28 mismunandi Evrópusambönd, eitt fyrir hvert aðildarríki, og þá er markmiðið um einsleitni farið út um gluggann. Þessi undanþága handa Bretum markar þannig upphafið að endalokum ESB.

Þetta hefur það m.a. í för með sér að allar hugmyndir sem hingað til hafa verið ræddar um hugsanlega aðild Íslands að ESB eru orðnar að markleysu, þar sem það Evrópusamband sem þær hugmyndir snúast um er ekki til lengur því sambandið er ekki lengur einsleitt. Spurningin um hvort Ísland skuli ganga í ESB er þannig ekki lengur sú sama og áður þar sem efnislegt inntak hennar hefur beinlínis breyst. Nú snýst spurningin ekki lengur um aðild að einsleitu sambandi heldur sambandi sem er ekki lengur einsleitt.

Þversögninnni sem í þessu felst má líkja það hvort maður skuli íhuga að sækja um aðild að stangveiðifélagi, sem er ekki lengur stangveiðifélag heldur briddsklúbbur. Slík hugmynd er augljóslega fáránleg, ef upphaf hugmyndarinnar má rekja til áhuga á stangveiðum en ekki bridds.

Með fullri virðingu fyrir því annars ágæta spili.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2016 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband